SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 15

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 15
Þ rátt fyrir að maðurinn verji um þriðjungi ævi sinnar í svefn er furðulítið vitað um þessa einu helstu athöfn hans. Jú, við hvílumst af svefni, en sú hvíld er að mestu leyti ætluð heilabúinu, aðrir hlutar líkamans geta vel hvílst í vöku og á mun skemmri tíma en það tekur okkur að verða útsofin. Heilastarfsemin liggur að miklu leyti niðri í svefni, en þó er sú hvíld rofin af draumum. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á draum- svefni, því auðvelt er með athugunum að sjá hvenær manninn (og mörg dýr) dreymir. Hinar hröðu augn- hreyfingar draumsvefns benda til þess að tímaskyn manna í draumalandinu sé allt annað en í vöku, sem aft- ur gefur til kynna að dags daglega malli heilabúið áfram í hægagangi! Rannsóknum á heilastarfsemi hefur fleygt áfram á síðustu árum og þannig náðu japanskir vísindamenn við rannsóknarstofnun í Kyoto þeim árangri árið 2008 að „lesa“ úr heilastarfsemi manna myndir sem viðfangsefni þeirra horfðu á. Vonir standa til þess að á næstu áratug- um verði sú tækni fullkomnari og nái til fleiri skilningarvita. Sé unnt að lesa slíkar upp- lýsingar úr heilanum vonast menn einnig til þess að lesa megi heilanum fyrir. Nú þegar er unnt að kaupa tæki til þess að tengja heilastarfsemi við tölvu- starfsemi án þess að setja rafskaut í heilabörkinn eða leggjast í segulmyndatæki (sjá mynd). Disneyland eða Gúlag hugans? Markmið slíkra rannsókna, fyrir utan almenna þekking- arleit á starfsemi heilans, hef- ur einkum beinst að því að bæta úr vanda þeirra sem búa við takmörkuð skilningarvit: að blindir fái að sjá og daufir geti heyrt. Þegar hefur gríðarlegur árangur náðst á því sviði, þó vissulega sé nóg fyrir stafni enn. Fleiri hafa þó sýnt rannsóknum af þessu tagi áhuga og þar hafa tölvuleikjaframleiðendur verið einna fremstir í flokki. Þeir hafa um langa hríð beitt ótal brögðum til þess að færa leikina nær skilningarvitunum en tölvuskjáir og hátalarar leyfa, en geti þeir beintengst heilanum verður vart komist mikið lengra, eins og nokkuð hefur verið fjallað um í vísindaskáldskap. Vart þarf að orðlengja það að slík tenging myndi reyn- ast byltingarkennd fyrir hvers konar starf mannsins þar sem hugaraflið er í aðalhlutverki og myndi margefla það. Menn geta einnig gert sér í hugarlund stór- fenglega möguleika í leikja- og skemmtanaiðn- aðinum, þar sem snjöllustu draumfararnir yrðu ofurstjörnur og nákvæmlega ekkert væri ómögulegt. En það er líka rétt að gefa hinu gaum, hvort nokkur yrði óhultur fyrir slíkri tækni. Ef lesa má minningar eða hugsanir, fengi nokkur að vera í friði einn og með sjálfum sér? Yrðu hugsanaglæpir 1984 að veruleika? Verstu vargar síðustu aldar náðu skelfilegum árangri í innrætingu og heila- þvotti, en hvað ef þeir gætu blandað sér í ein- ræðu sálarinnar? Michael Caine og Leonardo DiCap- rio í hlutverkum sínum í Inception. Beinteng- ing við heilann Ken Watanabe sem Saito and Lucas Haas sem Nash í Inception. Epoc frá Emotiv má kaupa fyrir 299 dali og nota til þess að tengja heila- starfsemina við tölvu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.