SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 18
M
enningarhúsið Hof á Ak-
ureyri er umdeild bygging.
Sumum finnst Hamraborg-
in há og fögur, aðrir eru
ekki jafn hrifnir en hvað sem umræðu um
húsið líður verður það tekið í notkun í
sumar.
Kristján Þór Júlíusson þáverandi bæj-
arstjóri tók fyrstu skóflustunguna 15. júlí
2006, framkvæmdir hófust í ágúst og
húsið verður formlega vígt laugardaginn
28. ágúst í sumar með hátíðartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Þar
verður frumflutt tónverk Hafliða Hall-
grímssonar, Hymnos, sem hann samdi
sérsaklega af þessu tilefni.
Þar með hefst 18. starfsár hljómveit-
arinnar sem fær langþráð æfinga- og
tónleikahúsnæði í Hofi.
Daginn áður verða í húsinu tónleikar
söngkonunnar Lay Low, Lovísu Elísabet-
ar Sigrúnardóttur, ásamt ungum tónlist-
armönnum af Eyjafjarðarsvæðinu, og á
sunnudeginum, afmælisdegi Akureyr-
arbæjar, verða hátíðartónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands undir stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar, þar sem
einleikari verður Víkingur Heiðar Ólafs-
son píanóleikari. Í Hofi verður marg-
vísleg starfsemi. Gert er ráð fyrir að Leik-
félag Akureyrar setji þar á svið eina stóra
sýningu ár hvert og sú fyrsta verður
söngleikurinn rómaði Rocky Horror
Picture Show, sem frumsýndur verður í
haust.
Tónlistarskóli bæjarins verður starf-
ræktur á efstu hæð Hofs en hefur verið í
leiguhúsnæði úti í bæ. Ákvörðun um
þetta var tekin eftir að bygging menn-
ingarhússins hófst og þriðju hæðinni þá
bætt við.
Að sögn Ingibjargar Aspar Stef-
ánsdóttur, framkvæmdastjóra menning-
arhússins, hafa þegar verið bókaðar
nokkrar ráðstefnur í Hofi næsta haust,
einnig fjöldi listviðburða og vel lítur út
með framhaldið.
Samkvæmt nýjustu tölum er gert ráð
fyrir að heildarkostnaður við byggingu
Hofs verði 3,4 milljarðar króna. Þar af
greiðir ríkið tæpan milljarð.
Rekstrarkostnaður fyrsta árið er áætl-
aður um 330 milljónir. Þar af eru 43
milljónir í reksturinn sjálfan en tæpar
290 í fjármagnskostnað vegna lána til
byggingarinnar.
Séð af leiksviðinu út í stóra salinn, Hamraborgina. Þar verða sæti fyrir 500 manns en til samanburðar má geta þess að fleiri komast fyrir á svölum Hofs en í gamla Samkomuhúsinu.
Hátt er til lofts í Hamragili,
ganginum sem liggur þvert
í gegnum húsið, frá norðri
til suðurs.
Hamraborg,
há og fögur
Bak við tjöldin
Norðan við gömlu Torfunefsbryggjuna í miðbæ
höfuðstaðar Norðurlands, á mótum Strandgötu
og Glerárgötu, rís nú umtalað menningarhús.
Texti og myndi: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is