SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 21

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 21
18. júlí 2010 21 börn og foreldra í ákveðnum mæli.“ Hún tekur undir að kenningar sem leggja ofuráherslu á mikla samveru og nánd barns og foreldra geti orðið til þess að ýta undir samviskubit foreldra. ,,Ég held að um sé að ræða ákveðinn mis- skilning. Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast sínum nánustu traustum bönd- um en það vinnuumhverfi sem heima- vinnandi konum síðastliðin 60–100 ár hefur verið boðið upp á er mjög ólíkt því umhverfi sem kynsystur okkar frá upp- hafi hinna fyrstu nútímamanna bjuggu við. Þær eru einar og þær búa innan fjög- urra veggja heimilisins. Harvey Karp segir að verkefni foreldra í dag sé að koma í stað hinna barnanna, hins full- orðna fólksins, trjánna, dýranna og vindsins svo eitthvað sé nefnt. Og það er auðvitað óraunhæft.“ Melkorka bætir því við að leikskólar séu ekki fullkomið úrræði fyrir fjöl- skyldur. „En við verðum að spila úr því sem við höfum og ég held að stór- fjölskyldan muni ekki taka við af kjarna- fjölskyldunni á næstunni.“ Drengirnir eru í dag orðnir tveir og sá yngri fer á leikskóla í ágúst. „Við hjónin skiptumst líka á um að vera með börnin eða vera í útiverkunum. Eldri strákurinn er farinn að geta verið í fjósinu með okk- ur og sá yngri er svo rólegur að hann er bara sáttur að sitja í kerrunni sinni og fylgjast með. Á hinn bóginn erum við líka farin að nýta okkur meira pössun hjá ömmum, án þess að fá samviskubit. Og það þarf ekki að vera neitt merkilegt sem við ætlum að gera, stundum bara að taka til, hvíla okkur eða fara saman í versl- unarferð. Ég neita að taka þátt í því að eina leiðin til að fá aðstoð liggi í vinn- una.“ Morgunblaðið/RAX Eftirfarandi textabrot eru úr bók Karps, The Happiest Toddler on the block:  ,,Vissir þú að kjarnafjölskyldan (heimili sem samanstendur aðeins af foreldrum og börnum þeirra) er nýleg uppfinning? Í raun er þetta ein stærsta og ónáttúrulegasta tilraun mannsins frá upphafi!“  ,,Nútíma vestræn menning kennir að það sé ,,eðlilegt“ að við sjáum um börnin okkar án nokkurrar hjálpar …“ ,,Annars staðar á hnettinum finnst fólki þetta vera hreinasta brjálæði.“  ,,Að hugsa um ungt barn er mikil vinna. Ef við höldum að við getum – eða ættum – að sjá um alla vinnuna sjálf þá erum við orðin firrt og algerlega úr takti við sögu mannsins.“  Að ala upp barn er sannarlega verkefni fyrir heilt þorp – en hvar getur þú fundið slíkt þorp ef þú býrð á Manhattan (eða hvar svo sem þú býrð í hinum vestræna heimi)? Opnaðu augun, það er allt í kringum þig: – Vingastu við einhvern sem á barn á svipuðum aldri. – Vingastu við nágrannana. – Skráðu barnið þitt í leikskóla. (Tveggja ára börn eru ekki of ung.) – Taktu þátt í líkamsrækt eða félagi þar sem foreldrar og börn hittast. – Taktu þátt í eða stofnaðu leikjahóp eða félag mæðra sem passa hver fyrir aðra. – Bjóddu eldri nágranna að heimsækja barnið þitt. – Taktu þátt í kirkjustarfi eða öðru starfi trúfélaga. – Flyttu nær skyldmennum þínum eða flyttu þau nær þér. Glaðasti krakkinn í hverfinu Þ að er engin ein uppskrift að góðu uppeldi,“ segir Guðrún Hannesdóttir, MA í uppeld- is- og menntunarfræði, „ekki frekar en að öðru í lífinu.“ Fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið árið 2003, gerði hún rannsókn þar sem hún ræddi við foreldra um hvernig þeim gengi að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku. Niðurstöður hennar sýndu meðal annars að fólki þótti það erfitt verk- efni að samræma fjölskyldulíf vinnunni en jafnframt að almennt voru foreldrar ekki mjög þjakaðir af samviskubiti gagnvart börnum sínum. „Þá voru svolítið aðrir tímar en nú en mín niðurstaða var að fólk sefaði sam- viskubitið með ýmsum rökum, s.s. að krakkarnir væru svo ánægðir, eða að þeir keyptu hluti eða aðstoð til heim- ilisins til að draga úr álaginu á það. Eftir á að hyggja finnst mér mikil synd að það hafi þurft að róa þetta sam- viskubit. Það er greinilega eitthvað í þjóðfélaginu sem kemur þessu sam- viskubiti inn hjá foreldrum, og þá sér- staklega mæðrum.“ Fámennið í kjarnafjölskyldunni Eitt af því sem ýtir undir samviskubit foreldra er án efa umtal um að leik- skólar séu eins konar geymslustaðir fyrir börn. „Ég skil ekki hvað það er lífseigt viðhorf,“ segir Guðrún. „Vissulega geta þetta verið langir dag- ar fyrir litla krakka og því finnst mér muna miklu hvort barn er sótt klukk- an þrjú eða fjögur – eða þá ekki fyrr en um sexleytið. Ef leikskólinn er góður og barnið heilbrigt ætti maður ekki að hafa áhyggjur. Það skiptir mestu máli að það sé gott fólk sem er með barn- ið.“ Guðrún segir þvert á móti mik- ilvægt fyrir barnið að alast upp í stærra samfélagi, en bara hjá kjarnafjölskyld- unni, ekki síst þar sem nútíma kjarna- fjölskyldur eru flestar fámennar. „Í dag eru bara eitt til tvö börn í kjarna- fjölskyldunni – þrjú börn þykja bara mikið. Og þegar börnin umgangast bara eitt eða tvö foreldri, e.t.v. eitt systkin auk afa og ömmu sem koma kannski fyrst og fremst til að dekra við þau, geta þau ekki lært að taka tillit til annarra eins og æskilegt er. Ég held að það sé ekki gott upp á félagsþroska. Það reynir allt öðruvísi á þegar systk- inahópurinn er svona lítill, þau þurfa minna að taka tillit til annarra og á móti eru árekstrarnir meiri því það getur farið meira púður í hvert atvik.“ Og það er fleira sem börnin læra í stærri hópum. „Krakkar í stærri systkinahópum eru oftar látnir gera meira á heimilinu, en þegar systkini eru bara tvö því þá er oft fljótlegra fyr- ir foreldrana að gera hlutina sjálfir í stað þess að fá börnin til að taka þátt. Í góðærinu, þegar fólk var gjarnan að vinna á daginn og í skóla á kvöldin, var líka algengt að fá einhvern inn á heimilið til að þrífa svo verkálag á krakka var ekkert. Þau þurftu ekkert frekar að aðstoða við heimilisstörfin.“ Púsluspilið erfitt Rannsókn Guðrúnar leiddi í ljós að foreldrar upplifa almennt mikið púsluspil í því að láta vinnudaginn og barnauppeldi fara saman. „Það er ein- faldlega erfitt að vera með heimili og börn og vinna frá átta til fimm. Það eru ákveðnir hlutir sem þarf að gera, eins og að þrífa, sjá um þvottinn, kaupa inn, fara til tannlæknis og klippingu og þetta allt saman. Þetta er mikið álag. Svo þegar krakkarnir eru komnir í íþróttir bætist við að skutla þeim fram og til baka eftir vinnu, eða jafnvel að fá að skjótast frá í vinnutím- anum til að sinna þessu skutli, sem bætir enn á stressið,“ segir hún og tekur undir að skutl í tómstundir sé einmitt dæmi um verk sem samfélagið – þorpið – gæti reynt að annast í sam- einingu. „Reyndar virðist oft vera vilji til þess hjá fólki að hjálpast að við þetta skutl en stundum verður það einhvern veginn of flókið í fram- kvæmd. Og svona er þetta búið að vera í mörg ár og virðist ekkert vera að breytast. Furðulegt það.“ Sveigjanlegur vinnutími er gott tæki til að vinna á móti því álagi sem fylgir slíku amstri. „Þegar ég gerði rann- sóknina var hugmyndin um „Hið gullna jafnvægi“ mikið í tísku. Þá var farið að koma til móts við fólk í vinnu þannig að það mátti fara með góðri samvisku úr vinnunni ef það þurfti og vinna það upp á öðrum tímum og slíkt fyrirkomulag varð nokkuð algengt. Núna þegar þrengst hefur um á vinnumarkaði er maður hræddur um að þetta fari í handbremsu og fólk þori ekki að biðja um þennan sveigjanleika. En það er ákaflega mikilvægt að hafa hann engu að síður.“ Sveigjanleikinn mikilvægur „Það er einfaldlega erfitt að vera með heimili og börn og vinna frá átta til fimm,“ segir Guðrún Hannesdóttir, MA í uppeldis- og menntunarfræði. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.