SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 27
18. júlí 2010 27
H
afdís Huld fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 22. maí
1979. Foreldrar hennar eru Júlíana Rannveig Einarsdóttir
blómaskreytir og Þröstur Sigurðsson verktaki. Hafdís Huld
er elst þriggja systkina en hún á yngri bróður og systur.
Fjölskylda Hafdísar Huldar fluttist í Hlégerði í Kópavogi þegar hún
var þriggja ára og þar sleit hún barnsskónum. Hún gekk í Kársnesskóla
og Þinghólsskóla áður en hún fór í Menntaskólann í Kópavogi.
Hafdís Huld gekk ung til liðs við hljómsveitina Gus Gus og var aðeins
16 ára þegar hljómsveitin gerði alþjóðlegan plötusamning, en hún
ákvað snemma að leggja tónlistina fyrir sig. „Ég var fimm ára þegar ég
ákvað að gerast söngkona og leikkona og var búin að stofna sirkus þeg-
ar ég var tíu ára. Þegar við gerðum þennan samning fannst mér löngu
kominn tími til og hugsaði bara: „loksins“.“
Rétt fyrir tvítugt hætti Hafdís í Gus Gus og var þá búin að fara í all-
mörg tónleikaferðalög um Bandaríkin og Evrópu. Árið á eftir lék hún í
kvikmyndunum Íslenska draumnum og Villiljósi auk sjónvarpsþátta,
en fluttist svo til London og fór að vinna með DJ dúóinu F C Kahuna,
samdi með þeim tónlist, fór í tónleikaferðalög og gaf út eina plötu.
Í framhaldinu innritaðist hún í tónlistarskólann London Centre of
Contemporary Music og útskrifaðist þaðan árið 2006. Sama ár gaf hún
út fyrstu sólóplötu sína, Dirty Paper Cup, sem hlaut góðar viðtökur
bæði ytra og hér heima þar sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin
sem besta poppplatan.
Síðan hefur Hafdís Huld haft ærið að gera í tónlistinni, bæði við að
semja tónlist og flytja hana um allan heim. Í fyrra kom svo út önnur
sólóplata hennar, Synchronised Swimmers, sem sömuleiðis hefur
hlotið frábærar viðtökur, ekki síst lagið Kónguló, sem átti sæti á vin-
sældalista hér á landi í fyrrasumar.
Nýverið flutti Hafdís Huld heim ásamt kærasta sínum Alisdair
Wright og eru þau nú búsett í Mosfellsdal.
Með foreldrunum á skírnardaginn heima hjá móðurömmu og
afa í Kópavoginum. „Amma nafna mín heklaði kjólinn.“
„Með Álfrúnu vinkonu þegar við vorum nýfluttar til London
árið 2001.“ Myndin er tekin á lestarstöð.
„Eftir fyrstu ferðina á slysó þegar ég var fimm ára en næstu
tvo mánuði á eftir fór ég fjórum sinnum þangað.“
Með bróðurdóttur sinni Aþenu Sól á aðfangadagskvöld árið
2003 þar sem sú stutta skemmti gestum með jólasöng.
Hafdís hélt upp á þrítugsafmælið sitt í fyrra með hlöðuballi. „Pabbi tæmdi
verkstæðið sitt og útvegaði m.a.s. heybagga til að fá réttu stemninguna.“
Meðal gesta var gamli vinahópurinn úr Kópavoginum.
Mark Radcliffe og Stewart Maconie á BBC
völdu Action man sem smáskífu vikunnar í
vor og fengu mig í þáttinn til sín.
Logi Bergmann fékk mig í sama þátt og
Sultan Kosen, hæsta mann heims. Ég er
1,56 á hæð svo þetta var dálítið kómískt.
Nýja platan var tekin upp í gamalli hlöðu í
Scarborough á Englandi. „Við byrjuðum í
janúar svo það var ferlega kalt.“
Með kærastanum Alisdair Wright í fyrstu
ferð hans til Íslands árið 2006.
17 eða 18 ára á tónleikaferðalagi með Gus Gus í Bandaríkj-
unum og Kanada.
Ákvað fimm ára
að verða söngkona
Myndaalbúmið
Stund milli stríða við
upptökur á Kóngulóar-
myndbandinu.
Mikil sorg eftir
heimsókn til hár-
skerans þegar
þriggja ára
hnátan hélt
að það ætti
að klippa
hana sítt.
Tónlistarkonan Hafdís Huld er nýverið
flutt heim til Íslands eftir áralanga dvöl
í Lundúnum, en hefur sem fyrr yfrið
nóg að gera í tónlistinni.