SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 34

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 34
34 18. júlí 2010 H ann var ungur gef- inn náttúrunni. Rafn Hafnfjörð missti móður sína átta ára gamall og leitaði skjóls í faðmi náttúru þessa lands, leynt og ljóst. „Ég hef alla tíð verið mikið náttúrubarn,“ segir hann. „Ólst upp undir Hamrinum í Hafn- arfirði og gleymdi mér heilu dag- ana í hrauninu og náttúrunni. Í hrauninu voru kartöflugarðar í hverri lautu og hreiður í hverjum hól. En svo kom stóra jarðýtan sem ég kallaði jarðætu og át megnið af hrauninu, þannig að nú eru þar bara hús og götur. Þeir sem þetta frömdu töldu það víst einhverja sárabót að skíra göturnar fuglanöfnum eins og Þrastarhraun, Svöluhraun, Mávahraun, Arnarhraun o.s.frv. Og þá flutti ég úr Hafnarfirði. Rafn smitaðist líka ungur af veiðidellu sem ekki verður lækn- uð. „Það tekur því ekki úr þessu,“ segir hann hlæjandi. „Ég byrjaði í læknum í Hafnarfirði átta ára og gekk í Stangaveiði- félag Reykjavíkur árið 1951. Ég hef veitt í öllum helstu ám lands- ins gegnum tíðina, með veiði- stöngina á annarri öxlinni en myndavélina á hinni. Í gamla daga var ég eini maðurinn sem tók myndir í veiðitúrum, veiði- leyfin voru svo dýr að menn tímdu ekki að eyða tíma í að taka ljósmyndir.“ Rafn hefur lagt til ljósmyndir í ófáa bæklinga ætlaða veiði- mönnum gegnum árin. „Ég hef alltaf jafngaman af því að veiða veiðimenn,“ segir hann sposkur. Rafn kveðst líka lengi vel hafa verið eini ljósmyndarinn sem myndaði íslenska náttúru að ein- hverju marki ásamt Hjálmari Bárðarsyni siglingamálastjóra. „Að vísu höfðu þeir Þorsteinn Jósepsson og Páll Jónsson mynd- að töluvert en báðir í frístundum frá annarri vinnu, en það var allt í svart hvítu. Þá kom hingað einn og einn erlendur ljósmyndari. Þeir stöldruðu yfirleitt stutt við. Það var ekki fyrr en strákar eins og Raxi, Palli Stefáns og Golli komu til sögunnar að nátt- úruljósmyndurum fjölgaði. En þú athugar að enginn þeirra var fæddur þegar ég var að byrja.“ Þræddi málverkasýningar Ljósmyndaáhugann segir Rafn hafa magnast á málverkasýn- ingum þegar hann var ungur. „Ég byrjaði að sækja mál- verkasýningar sextán ára gamall og fór á hverja einustu sýningu árum saman, oft á sumar. Þetta hafði mikil áhrif á mig í sam- bandi við myndbyggingu. Ljós- myndir og málverk eiga líka margt sameiginlegt, eða eins og Kínverjar segja: Ljósmynd er að teikna með ljósi.“ Ljósmyndir Rafns eru af tvennum toga, annars vegar dæmigerðar ferðamyndir og hins vegar listrænar myndir. Hann hefur haldið fjölda sýninga á síð- arnefndu gerðinni af myndum, meðal annars á Kjarvalsstöðum árið 1979. „Hún stóð bara í viku en það var sneisafullt allan tím- ann. Ég var skammaður fyrir að hafa hana ekki lengur,“ rifjar hann upp. Ekki átti Rafn alltaf heim- angengt þegar mikið lá við enda rak hann prentsmiðjuna Litbrá í 54 ár og hafði skuldbindingar gagnvart henni. „Mér leið illa hvað ég komst sjaldan þegar Hekla var að gjósa 1970 og ég varð að vera í Reykjavík vegna vinnu. En svona er lífið, maður þarf að standa við sínar skuld- bindingar.“ Landkynning í 55 ár Rafn hóf að vinna að kynningu á Íslandi erlendis árið 1955, með því að leggja til ljósmyndir í fyrstu landkynningarbæklingana sem Loftleiðir létu gera, í sam- vinnu við Sigurð Magnússon, kynningarfulltrúa flugfélagsins. „Þegar Loftleiðir hófu að selja ódýr fargjöld milli Ameríku og Evrópu og síðar með „Stop over“ á Íslandi voru það ljósmyndirnar af fossunum, fjöllunum, jökl- unum, hverasvæðunum og reyklausu höfuðborginni sem virkuðu. Þetta vakti mikla at- hygli,“ segir hann og bætir við að Sigurður hafi lagt mikinn metn- að í allt efni sem birtist í nafni Loftleiða. Allar götur síðan hefur Rafn lagt til ljósmyndir í nokkra tugi landkynningarbæklinga sem prentaðir hafa verið í hundr- uðum þúsunda eintaka. Fjöl- mörg erlend tímarit hafa birt myndir eftir hann, eins og GEO Magazine, Canon Cronicle, Ford Continental Magazine, Swa- rovski, EX magazine for nordic airport passengers, Guest Visitor Information Iceland o.fl. Gosmynd Rafns sem birtist nýverið í tímariti Sameinuðu þjóðanna, UN Special. Að teikna með ljósi Rafn Hafnfjörð ljósmyndari tók fyrst þátt í kynningu á Íslandi erlendis árið 1955 og er enn að, 55 árum síðar. Fyrir skemmstu birtist eftir hann stór mynd af gosinu í Eyjafjallajökli í tímariti Sameinuðu þjóðanna, UN Special. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Náttúrubarnið og ljósmyndarinn Rafn Hafnfjörð. Veiðistöngin er aldrei langt undan. Morgunblaðið/Einar Falur Smáritin sem Rafn vinnur að um þessar mundir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.