SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 44
44 18. júlí 2010 Reggí og „dancehall“-frumkvöðullinn Sugar Minott lést á spítala í borginni Kingston á Ja- maíka um síðastliðna helgi, aðeins 54 ára að aldri. Lincoln Barrington „Sugar“ Minott sendi frá sér plötuna Live Loving, árið 1978 og vilja margir reggí-sérfræðingar meina að platan hafi verið ein af fyrstu „dancehall“- plötunum sem gefnar voru út og að áhrif hennar meigi ekki bara finna í tónlist frá Ja- maíku heldur líka í hip-hopp tónlist í Banda- ríkjunum. Minott stofnaði Black Roots- út- gáfuna og til stóð að gefa út nýjust plötu hans, New Day ,eftir nokkrar vikur. Lincoln „Sugar“ Minott fallinn frá Minott var einn af frumkvöðlum reggí- og „dancehall“-tónlistar. Redferns Fjöldi tónlistarmanna flytur lög eftir David Bowie á plötunni We Were So Turned On. Reuters Unglingurinn David Bowie hefur ekki sent frá sér nýtt efni í meira en sjö ár og svo virðist sem að hann sé ekkert á leiðinni í hljóðverið á næstunni. Það er þó á leiðinni ný plata með lögum hans, en að þessu sinni eru þau í flutningi annarra tónlistarmanna. Farið er yfir feril tónlistar-kameljónsins á tveggja diska geisladiski sem hefur hlotið nafnið We Were So Turned On. Það eru tónlistarmenn eins og Megapuss, Charlift, A Place to Bury Strangers, Edward Sharpe & The Magnetic Zeros, Carla Bruni, Duran Duran og Vivian Girls sem taka blöndu af gömlu og nýrra efni meistarans. Allur ágóði plötunnar rennur til góðgerðarsamtakanna War Child. Ný ábreiðuplata með lögum Bowie Luke Haines og hljómsveit hans, The Auteurs, komu eins og Ajax-stormsveipur inn í breskt tónlistarlíf árið 1993, með plötu þessari, New Age. Titrandi brothætt og ómþýð rödd þessa hjólbeinótta gáfu- mennis, sem þá var á 26. ald- ursári, kitlaði hlustir hlustenda á ýmsum aldri. Útsetningar voru frábrugðnar því sem gekk og gerðist á þessum tíma, að því leyti að þéttur kassagítarleikur myndaði grunn flestra laganna, sem voru melódísk með afbrigðum og grípandi. Hljómhreinar rafgítarlínur og riff voru annað aðaleinkenni plötunnar. Það lag, sem náði mestum vinsældum á plötunni, var upphafslagið „Showgirl“. Textinn var grafískur: I took a showgirl for my bride / Tho- ught my life would be right / Took her bowling / got her high / Got myself a showgirl bride. Þarna kvað við nýjan tón. Hai- nes hafði, fyrstur tónlistar- manna, náð sér í dansmey, kvænst henni og farið með hana í keilu. The Auteurs var gjarnan talin til svo- kallaðra Brit-pop sveita, en í þeim hópi voru sem kunnugt er góðkunningjar tón- listarlögreglunnar á borð við Blur, Oasis og Supergrass. Luke Haines var aldrei vel við þá skilgreiningu, en ekki verður und- an því vikist að sveitin náði vel að grípa það andrúmsloft og menningu sem ríkjandi var í Bretlandi á öndverðum tí- unda áratug síðustu aldar. Haines sótti enda stíft í smiðju enskra popprisa fyrri tíma, eins og hinar sveit- irnar. Þar má helstan nefna David gamla Bowie, en tilvísanir í glysrokktíma átt- unda áratugarins eru nægar á New Age. Einnig má heyra viss áhrif frá George gamla Harrison í nokkrum lögum og að sjálfsögðu Ray gamla Davies og hinum gömlu köllunum í Kinks. Haines reyndist líka mikill áhrifavald- ur sjálfur, því New Age naut töluverðra vinsælda meðal ungra og upprennandi tónlistarmanna. Eins er víst að stórlaxar á borð við Damon gamla Albarn úr Blur og Noel gamla Gallagher úr Oasis lögðu af athygli við hlustir. Ívar Páll Jónsson Poppklassík New Age - The Auteurs Þegar Luke gamli Haines fór með dansmeynni í keilu R okksveitin Liars er ekki mikið fyrir að dvelja of lengi á sama staðnum, hvort sem það er landfræðilega eða tónlistarlega séð og bera plötur hljómsveitarinnar þess greinileg merki. Sumir segja að það megi heyra á lögum Liars hvort meðlimir sveitarinnar voru búsettir í New York eða Berlín, þegar þau voru samin. Hljómsveitin var stofnuð árið 2000 í New York-borg eftir að vinirnir og fyrrum listahá- skólanemarnir úr CalArts í Kaliforníu, Aaron Hemphill og Angus Andrew, svöruðu auglýs- ingu í tónlistarbúð frá Nebraska-strákunum Pat Noecker og Ron Albertson sem voru að leita að fólki til að stofna með hljómsveit. Andrew tók að sér sönginn, Hephill gít- arleikinn, Nocker fór á bassann og Albertson tók að sér að lemja trommurnar. Mánuði síðar spiluðu Liars á sínum fyrstu tónleikum og í október árið 2001 kom svo út fyrsta plata sveitarinnar hjá jaðarútgáfunni Gern Blands- ten Records og hlaut hún það skemmtilega langa nafn They Threw Us All in a Trench and Stuck a Monument on Top Only. Platan var tekin upp á aðeins tveim dögum af upp- tökustjóranum Steve Revitte sem er einna þekktastur fyrir vinnu sína með Beastie Boys og Lee „Scratch“ Perry. Stuttu eftir að platan kom út sögðu Noecker og Albertson skilið við hljómsveitina og tók Julian nokkur Gross við af þeim. Tríóið gaf út sína aðra plötu, They Were Wrong, So We Drowned, árið 2004 og sóttu þeir félagar víst innblástur í þýskar þjóðsögur um galdra. Gagnrýnendur tóku plötunni ekki vel og fékk hún t.d. lægstu mögulegu einkunn hjá tónlistartímaritunum Rolling Stone og Spin. Næst kom platan Drum’s Not Dead sem að þeirra sögn gekk öll út á sköpunargleðina og tilraunamennsku. Liars fengu svo til liðs við sig hóp kvikmyndagerðarmanna sem gerðu stuttmyndirnar sem fylgdu plötunni og hlaut platan mikið lof gagnrýnenda ólíkt They Were Wrong, So We Drowned. Hlutirnir voru ekki jafn flóknir á næstu plötu sem heitir ein- faldlega Liars. Flóknar pælingar voru skildar eftir heima og hljómsveitin leitaði aftur til einfaldara post-pönks. Nýjasta breiðskífa þeirra Andrews, Hemphills og Gross, Sister- world, kom út fyrr á þessu ári og hefur fengið mikið lof frá aðdáendum sveitarinnar sem og gagnrýnendum um allan heim, fékk hún t.d. 8,1 í einkunn hjá gagnrýnanda Pitchfork.com. Tónlistarmenn óskast Hljómsveitin Liars var stofnuð fyrir rúmum ára- tug og hefur gefið út fimm breiðskífur á þeim tíma. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Meðlimir hljómsveitarinnar Liars virðist geta enduruppgvötað sig á hverri nýrri breiðskífu sem þeir senda frá sér. Reuters Nýverið fékk tónlistarmaðurinn Beck hljómsveitinar Liars, St Vincent og Os Mutantes með sér í hljóðver þar sem tekin var upp ábreiðuplata af INXS-plötunni Kick frá 1987. Platna er hluti af verkefni sem Beck setti í gang þar sem hann tekur upp heila ábreiðuplötu á aðeins einum degi og var Kick hljóðrituð á að- eins tólf tímum. Hægt er að hlusta á plötuna og sjá upptökur úr hljóðverinu á beck.com. Beck ásamt Liars að taka upp INXS plötuna Kick. Tóku INXS með Beck Tónlist Bonnaroo-tónlistarhátíðinni, sem haldin er í bænum Manchester í Tennesee- ríki lauk um síðastliðna helgi. Hátíðin hefur náð að festa sig í sessi sem ein af bestu tónlist- arhátíðum vestanhafs á undanförnum árum. Mörg af helstu nöfnunum í tónlistarheim- inum komu fram á hátíðinni og nú hefur NPR-útvarpstöð birt á vefsíðu sinni upptökur frá tónleikum yfir 40 hljómsveita. Allt frá LCD Soundsystem til Tinariwen. Allar upp- tökurnar má finna á vefsíðunni www.npr.org. Heyra má upptökur af tónleikum sveita eins og Tinariwen frá Bonnaroo á NPR. Bonnaroo á NPR

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.