SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 45

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 45
18. júlí 2010 45 Lífsstíll Ú ti í guðsgrænni náttúrunni undir bleikri regnhlíf stend ég í grenjandi rigningu og horfi á eina af bestu vinkonum mínum giftast. Það mætti segja að himnarnir grétu af gleði, enda er allt í lagi að vera væminn á brúðkaupsdögum. Athöfnin er óformleg og gestirnir standa í stígvélum og gúmmí- skóm í grænni lautu sem ilmar í regninu. Presturinn segir að fleiri mættu gifta sig á rauðum stíg- vélum eins og brúðurin í dag. Síðan talar hún fallega til brúðhjónanna og tengir áhuga þeirra á ferðalögum við hjónabandið. Stundum haldi fólk að það sé komið á sólarströnd en sé svo kannski bara statt á norðurpólnum. Taka verði bæði því góða og slæma með æðruleysi og fara aldrei ósáttur að sofa. Bróðir brúðgumans spilar lag íklæddur skærgulum pollagalla sem var líklegast notaður síðast í brekkunni á Þjóðhátíð. There is no combination of words I could put on the postcard … Mmm, so much better when we’re together. Orðin gætu ekki átt betur við og þau kitla tárakirtlana og það byrjar næstum því að leka í gegnum maskarann. Þegar brúðhjónin hafa verið gefin saman klifra gestir aftur upp á veg yfir blautt gras og steina. Það er einhver ólýsanleg tilfinning sem fylgir brúðkaupsdögum og ekki annað hægt en að vera í góðu skapi og brosa við öllu og öllum. Mikið sem brúðhjónin hljóta að vera glöð geti brúðkaupsgestur glaðst svo mjög. Eftir notalega athöfn er komið að veislunni sem haldin er að hluta til í uppgerðri hlöðu og innan úr henni er gengið út í veislutjald. Þetta er alvöru sveitabrúðkaup, krúttlegt og rómantískt með góð- um mat og víni og fjörugum ræðuhöldum yfir matnum. Á borðum eru bæði hjartalagaðar pappírsmiðar til að skrifa á heilræði fyrir brúðhjónin sem síðan eru hengd á heilræ- ðatréð góða og vísubrot. Við sessunautarnir við borðið brjótum heilann og reynum að botna vísurnar eins og við getum. Ekki að furða kannski að það gangi betur eftir því sem lengra líður á kvöld og bokkan tæmist. Eftir borðhaldið er bróðir brúðgumans aftur kominn með gítar í hönd. Nema nú er hann farinn úr pollagallanum og hefur vaska sveina sér innan handar við að kalla fram dúndrandi sveitaballatónlist. Gestir á öllum aldri dilla sér og syngja, brúð- guminn sveiflar brúði sinni um gólfið. Skyndilega eru kokteilar tilbúnir á barnum og bolla sem rennur ljúflega niður í gesti. Brúðurin vippar sér á bak við barborðið og mer myntu af miklum móð en brúðguminn skellir sér upp á svið og tekur eitt gott lag með hljóm- sveitinni. Nóttin er ung og hún iðar í takt við gestina, brúðhjónin gefa ekkert eftir í dansinum og nokkrum verður svo heitt í hamsi að þeir fletta sig klæðum og dansa léttklæddir á hlöðugólfinu. Ærlegt sveitabrúðkaup hefur tekist glimrandi vel og gestir halda sælir og glaðir heim á leið út í sumarnóttina. Brúð- kaup Brúðkaupsdagurinn er stór dagur í lífi fólks og einn sá hamingjuríkasti. Gleðin er alls- ráðandi og ástin blómstrar. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Orðin gætu ekki átt betur við og þau kitla tárak- irtlana og það byrjar næstum því að leka í gegnum maskarann. Brúðkaup fræga fólksins hefur löngum vakið athygli. Brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu hinn 29. júlí árið 1981 vakti t.d. heimsathygli og voru 600.000 manns samankomnir á götum London til að fylgjast með. Díana var aðeins tvítug að aldri og, eins og gefur að skilja, smástressuð yfir því að vera að giftast í beinni sjónvarpsútsendingu. Þetta tókst þó bara vel nema þegar hún ruglaðist lítillega á nafni prinsins og kallaði hann Philip Charles Arthur George en ekki Charles Phil- ip eins og rétt var. Um alvöru prinsessubrúðkaup var að ræða en þau lifðu þó ekki hamingjusöm til æviloka eins og flestir vita sem komnir eru til vits og ára. Nafnarugl við altarið Kjólar Díönu á uppboði hjá Sotheby’s í París. Reuters Segja má að Matthew Huss- ey sé ástarguð okkar tíma og örugglega maðurinn sem margar konur hafa leitað að. Hann hjálpar konum nefni- lega við að finna þann eina rétt og landa honum almenni- lega. Matthew er breskur og hefur löngum unnið með fólki við sjálfstyrkingu af ýmsu tagi. Í starfi sínu leggur hann einmitt áherslu á að fólk öðl- ist fullnægju á öllum sviðum lífsins því það segir hann einu leiðina til að stofna til sambands sem geti enst. Matthew telur að hver og einn hafi sína persónu- legu lífstækni og hann kennir fólki aðferðir til að bæta þá tækni til að ná enn betri árangri, bæði í einkalífi og starfi. Í einkalífinu segist Matthew meðal annars geta hjálpað konum við að finna hinn eina sanna, kennt þeim leiðir til að laða að sér karlmenn án þess að óttast höfnun. Síðast en ekki síðst lofar hann líka nokkrum skotheldum aðferðum til að fá fenginn til að skuldbinda sig. Matthew heldur bæði fyrirlestra og tekur fólk í einkatíma en fyrir áhuga- sama heldur fyrirtæki Matthew úti vefsíðunni www.gettheguy.co.uk. Nútímaástarguð kennir veiðiaðferðir Einhver myndi kannski bara vilja Matthew sjálfan? Galicnik-brúðkaupshátíðin er haldin ár- lega í samnefndum bæ í Makedóníu. Þar fá útvalin brúðhjón að gifta sig á hefðbundinn Galichka-hátt. Upp- runalega stóðu brúðkaup í fimm daga í Makedóníu en aðalhátíðarhöldin voru á degi heilags Péturs hinn 12. júlí. Þessir fimm dagar voru eini tími ársins sem fólk gifti sig á en í dag er brúð- kaupið hluti af Galickho Leto eða Galic- nik-sumarhátíðinni. Brúðkaupið stend- ur yfir í tvo daga og er hluti af því að viðhalda menningu og hefðum Make- dóníumanna auk þess sem hátíðin lað- ar að sér ferðamenn. Vegleg brúðkaupsveisla Á hverju ári keppist fjöldi para frá Makedóníu um að fá að giftast á hátíð- inni. Hefðin er sú að gestir klæða sig í þjóðbúninga og karlmennirnir dansa Teškoto sem er táknrænn dans um raunir Makedóníumanna í gegnum ald- irnar. Fjölda hefða, sem borist hafa mann fram af manni, er viðhaldið en meðal þeirra má nefna að vinir brúð- gumans raka hann áður en haldið er til kirkjunnar. Nánir ættingjar sem við- staddir eru sýna tregablandaða sorg á meðan þar sem raksturinn táknar að- skilnað brúðgumans við móður sína og föður. Móðir brúðgumans býður hins vegar tengdadóttur sína velkomna í fjölskylduna með litlum gjöfum og brúð- urin kyssir hönd hennar í þakkarskyni. Eftir það gerir brúðurin sig tilbúna áður en haldið er til kirkju. Fimm daga brúðkaup Uppáklæddar konur í Galicnik-brúðkaupi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.