SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 52
52 18. júlí 2010
Lesbók
Á
seinni hluta 19. aldar fóru er-
lendir fræðimenn að streyma
til Íslands til að kynnast landi
og þjóð því mikill áhugi hafði
kviknað á Íslandi erlendis sem að ein-
hverju leyti má rekja til heimsvalda-
stefnunnar og nýrómantísks afturhvarfs
til náttúrunnar. Þessir fræðimenn gáfu oft
í kjölfarið út bækur um afrakstur ferða
sinna á meðan aðrir máluðu myndir. Nú
stendur einmitt yfir sýningin Sögustaðir í
Þjóðminjasafninu þar sem Einar Falur
Ingólfsson sýnir ljósmyndir af ferðalagi
sínu á slóðir W.G. Collingwoods. Coll-
ingwood var myndlistarmaður og forn-
fræðingur, sem kom hér til lands í byrjun
20. aldarinnar til að mála myndir af sögu-
slóðum Íslendingasagnanna. Í kjölfarið
kom út bók sem inniheldur ítarlegri skil-
greiningu á ferðalagi Einars Fals og Coll-
ingwoods en hana mætti setja í flokk með
svokölluðum listrænum ferðabók-
menntum. Bækur sem tilheyra hópi
ferðabókmennta eru afar margbreyti-
legar, hins vegar eru ferðamannabækur
sem lýsa áhugaverðum stöðum aðeins lít-
ill hluti þessarar tegundar bókmennta.
Innra ferðalag
Lengi hafa verið skrifaðar bækur sem lýsa
í senn innra og ytra ferðalagi höfundarins.
Þær bækur sem hafa bæði fagurfræðilegt
og skáldlegt gildi kallast ferðaskáldsögur
þó svo að margar lýsi einnig raunverulegu
ferðalagi. Slíkar sögur hafa verið þekktar
síðan á tímum Grikkja en Ódysseifskviða
eftir Hómer er talin vera fyrsta ferðasag-
an. Í gegnum aldirnar hafa verið skrifaðar
ótalmargar ferðasögur. Í sumum tilvikum
hefur hið innra ferðalag að mestu verið í
fyrirrúmi, sér í lagi á miðöldum þar sem
fólk óttaðist ekkert meira en loga helvítis
og rannsakaði því sálarkima sína oft á tíð-
um ansi vel. Til dæmis segir Dante Alighi-
eri frá ótrúlegu ferðalagi sínu gegnum
vítiseldinn ásamt gríska skáldinu Virgil í
epíska söguljóðinu, La divina commedia.
Segja má að hluti bókmenntaarfleifðar
okkar Íslendinga geti flokkast undir
ferðabókmenntir þótt hið ytra ferðalag sé
að mestu í fyrirrúmi með ítarlegum lýs-
ingum á för víkinga um ótroðnar slóðir
hérlendis sem og erlendis. Það var hins
vegar ekki fyrr en upp úr 18. öldinni sem
sprenging varð í útgáfu ferðasagna. Árið
1726 gaf Jonathan Swift út bókina Ferðir
Gúllívers sem markaði ákveðið upphaf
skáldsagna sem skrifaðar voru út frá ferð-
um á slóðir nýlenda.
Hinn göfugi villimaður
Á tímum nýlenduhyggju heimsvalda-
sinnaðra stórþjóða urðu Afríka og Aust-
ur-Indíur afar vinsælir áfangastaðir trú-
boða og fræðimanna sem vildu sið-
mennta hina villtu þjóðflokka sem þar
höfðust við. Ófáar bækurnar voru ritaðar
um hinn „ósiðmenntaða“ heim á blóma-
skeiði nýlenduhyggjunnar á 18. og 19. öld.
Þessar bókmenntir eru afar fjölbreyttar
en eiga það sammerkt að vera birting-
armynd einsleitrar og fordómafullrar
heimssýnar. Flestar fjalla um ferðalag
höfundarins, oft á skáldsagnakenndan
hátt, til framandi heima þar sem hinir
ósiðmenntuðu búa í exótísku umhverfi.
Bækur eins og Typee: A peep at Polynesi-
an Life og Omoo: A narrative of Advent-
ures in the South Seas eftir Herman Mel-
ville hafa á undanförnum áratugnum
þurft að sæta harðri gagnrýni eft-
irnýlenduhyggjunnar þar sem tungu-
málið þykir litað kynþáttafordómum þó
Melville virðist í fyrstu sympatískur í um-
fjöllun sinni um hinn „göfuga villimann“
(the noble savage). Fleiri rithöfundur frá
nýlendutímanum hafa verið teknir á
teppið fyrir hróplega fordómafullt tungu-
mál og einsleita birtingarmynd hins
„ósiðmenntaða“ manns.
Sjálfsköpuð ímynd hins hvíta manns
Árið 1899 komu út tvær bækur sem báðar
vöktu gríðarmikla athygli en þó á ólíkan
hátt. Annar vegar var það Travels in West
Africa eftir Mary Kingsley sem segir á at-
hyglisverðan hátt frá ferðalagi hennar um
frumskóga Afríku á árunum 1893-1895.
Kingsley þótti einna merkilegust fyrir það
hafa ferðast ein til Afríku. Hún gagnrýndi
m.a. annars trúboða og aðra valdhafa fyr-
ir að reyna að breyta hinum innfæddu,
gera þá siðmenntaða að fordæmi hins
hvíta manns þó að hún hafi sjálf ekki
reynst saklaus í þeim efnum en hún barð-
ist t.d. ásamt Mary Slessor gegn tvíbura-
drápum sem þóttu eðlileg í trúarbrögðum
innfæddra. Hversu umdeild og ómann-
úðleg sem slík dráp eru þá komu þær
samt sem áður með sinn hvíta boðskap
inn í samfélag innfæddra. Kingsley var
síðar harðlega gagnrýnd fyrir að styðja
ekki kvenréttindabaráttuna. Hins vegar
kom út bókin Heart of Darkness eftir Jo-
seph Conrad sama ár og olli hún
straumhvörfum í ritun ferðaskáldsagna
og skáldsagna almennt enda lýsir hún
ekki aðeins innra ferðalagi heldur hefur
hún löngum verið talin eitt af höf-
uðverkum módernismans og skipta menn
sér í fylkingar um hvernig túlka beri sög-
una. Bókin er skrifuð upp úr dagbókum
höfundarins frá för hans um Kongó árið
1890. Hún fjallar í grunninn um sjómann-
inn Marlow sem fær það hlutverk að finna
hinn fræga fílabeinskaupmann, Kurtz.
Bókin hefur verið á milli tannanna á
mönnum allt frá því hún kom fyrst út.
Lengi þótti hún lýsa vel myrkviðum Afr-
íku og þeim hryllingi sem þar væri að
finna, sem að sjálfsögðu var verk hvíta
mannsins í viðleitni sinni við að „sið-
mennta“ innfædda. Síðar fóru menn að
túlka hina innri för og þótti hún þá tákn-
gervingur heimsvaldastefnu hins hvíta
manns á sama tíma og hún lýsti gagnrýn-
inni sjálfskoðun hans sem endar með því
að hann finnur myrkrið í eigin hjarta. Á 8.
áratug síðustu aldar fóru menn gagngert
að skoða tungumál bóka frá þessum tíma
og var Conrad m.a. sakaður um að vera
„helvítis rasisti“ af afríska rithöfundinum
Chinua Achebe. Upp hófust miklar deilur
um hvernig túlka mætti söguna út frá
jafnréttisgrundvelli sem ekki sér fyrir
endann á og verja menn ýmis Achebe eða
Conrad.
Hins vegar er ljóst að með ferðasögum
eins og Heart of Darkness tókst hvíta
manninum bæði að skapa stereótýpur
hinna framandi heima Afríku og Asíu en
meðvitað og ómeðvitað skapaði hann
einnig sína eigin hvítu, ráðandi og stjórn-
sömu ímynd.
Drengir í Belgísku Kongó́ um 1904. Hermenn misþyrmdu þeim með augljósum afleiðingum.
Einsleit heimssýn
Ferðaskáldsögur
nýlenduhyggjunnar
stuðluðu að einsleitum
staðalímyndum
sem festu sig í sessi
innan vestræns
menningarheims.
Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is
É
g hef ákveðið að endurminn-
ingar mínar komi ekki út fyrr
en hundrað árum eftir dauða
minn. Þetta er ekki ný hug-
mynd, Mark Twain gerði þetta líka, en
mér er sama, hugmyndin er svo svöl.
Í vor voru einmitt liðin hundrað ár frá
andláti Twains. Útgefendur biðu því ekki
boðanna, sóttu þrútið handritið í banka-
hólf rithöfundarins og vinna nú baki
brotnu að útgáfunni – endurminningar
Twains munu koma almenningi fyrir
sjónir í nóvember, þ.e. fyrsta bindið af
þremur, um sjö hundruð síður. Handritið
í heild er um tvö þúsund síður.
Áhöld eru um, hvers vegna Twain gaf
þessi sérviskulegu fyrirmæli. Sumir segja
að hann hafi ekki viljað styggja sam-
ferðamenn sína
en hann vandar
sumum þeirra
víst ekki kveðj-
urnar í end-
urminning-
unum. Aðrir
eru vissir um að
bólgið egóið
hafi ráðið för,
Twain hafi ver-
ið sannfærður
um að fólk biði
ennþá með
öndina í hálsinum eftir endurminningum
hans árið 2010.
Tímaritið Granta birti í vikunni útdrátt
úr fyrsta bindinu, sem hverfist eins og
gefur að skilja um æsku Twains í bænum
Hannibal í Missouri. Þar fjallar Twain
meðal annars um samskipti sín við þræla
og upplýsir að sem drengur hafi hann
ekki séð neitt athugavert við þrælahald.
Honum hafi ekki verið ljóst að það væri
rangt. Þekkt viðhorf hjá hans kynslóð
vestra. Uppeldið mótar alltaf manninn.
Twain minnist þess að einhverju sinni
hafi sísöngur ungs þræls, Sandys að
nafni, farið í taugarnar á honum. Hann
kvartaði undan honum við móður sína en
fékk þau svör að „auminginn litli“ syngi
til að gleyma. Hann myndi aldrei sjá
móður sína framar. Eftir þetta angraði
söngur Sandys Twain aldrei.
Annars virðist Twain hafa lynt vel við
þrælana. Einn var í sérstöku uppáhaldi,
miðaldra maður á bóndabæ frænda hans,
aldrei kallaður annað en Dan’l frændi.
„Við áttum tryggan og ástríkan vin,
bandamann og ráðgjafa í „Dan’l frænda“,
miðaldra þræl sem var klárastur í koll-
inum af öllum negrunum,“ skrifar Twa-
in. „Hann var hlýr og víðsýnn, hjartað
hreint og einfalt, gjörsneytt kænsku.
Hann hefur æ síðan reynst mér vel. Ég
hef að vísu ekki séð hann í meira en hálfa
öld en hann hefur fylgt mér í anda mest-
allan þennan tíma.“
Einhverjir hafa sjálfsagt kveikt á því
þegar en Dan’l frændi er fyrirmyndin að
Jim í ævintýrum Tuma Sawyers og
Stikkilsberja-Finns.
Sungið
til að
gleyma
’
Ég hef
ekki séð
hann í
meira en hálfa
öld, eigi að síð-
ur hefur hann
fylgt mér í anda
mestallan
þennan tíma.
Orðanna
hljóðan
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Circa 1904 Alice Harris