SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 13

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 13
8. ágúst 2010 13 Á leið yfir Dynjandisheiði rekst blaðamaður skyndilega á hóp kvikmyndagerðarmanna, sem er við tökur á bíómynd. Lítill tími gefst til skrafs, þar sem mínúturnar eru dýrmætar á meðan tökur standa yfir. En þegar þeim lýkur er tímabært að slá á þráðinn til leikstjórans, Hafsteins Gunn- ars Sigurðssonar. – Þú kemur af fjöllum! „Heldur betur,“ svarar hann. – Hverskonar mynd er þetta? „Þetta er kvikmynd í fullri lengd – lítil, ódýr og óháð kvikmynd. Ég var búinn að leggja drög að Hvíldardögum eftir bók Braga Ólafssonar, en var orðinn þreyttur á að ekkert gekk að fjármagna myndina út af niðurskurði hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ég skrifaði því handrit í vetur með það í huga að auðvelt og fljótlegt yrði að fjármagna hana, þannig að við gætum ráðist strax í tökur. Hún nefnist Á annan veg og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar á níunda áratugnum. Þeir handmála línur, reka niður stikur, fylla upp í holur og annað slíkt. Þetta er kómedía með litlu drama og fjallar um samband þessrara tveggja manna.“ – Hverjir leika í myndinni? „Aðallaleikarar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hilmar Guðjónsson og Þor- steinn Bachmann, sem leikur litríkan karakter sem á leið hjá.“ – Myndin er tekin á Vestfjörðum? „Hún gerist á óræðum stað, en er tekin á Vestfjörðum á heiðunum milli Patreks- fjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, sem heita Miklidalur og Hálfdán, sem er við- eigandi því Háldfan Petersen er leik- myndahönnuður, og svo á Dynjand- isheiði, sem er dramatísk og falleg, eins og þú veist.“ – Hvað var að gerast í myndinni þegar ég átti leið hjá? „Það var byrjunin á smádrama á milli karakteranna, sem ég vil eiginlega ekki segja frá,“ svarar Hafsteinn Gunnar leyndardómsfullur. „Ég vil lítið gefa upp um söguþráðinn annað en að þetta er lágstemmd mynd, andrúmsloftsmynd, og svo er smádrama sem ég ætla að þegja um – en þeir voru þarna við stikuvinnu.“ – Hvenær kemur myndin fyrir sjónir áhorfenda? „Það verður örugglega fljótlega á næsta ári. Við byrjum að klippa um miðjan mánuðinn og verðum í eftirvinnu í haust. Eins og staðan er núna er planið að hún komi fljótlega eftir áramót í kvikmynda- hús.“ – Hvernig líður Hvíldardögum? „Þeim líður vel,“ svarar hann og hlær. „Hún er komin í gegnum allt ferlið hjá Kvikmyndamiðstöðinni og fær jákvæðar undirtekir, en hinsvegar eru ekki til pen- ingar í sjóðnum. Hún var ekki ein þriggja mynda sem fékk styrk í ár, þannig að vonumst eftir styrk á næsta ári – við er- um í einhverri biðröð. Vonandi tekst það og kannski vegamyndin liðki eitthvað fyrir frekari fjármögnun.“ – Þetta er fyrsta kvikmynd þín í fullri lengd. En það hefur ekki reynst ókleifur múr? „Nei, alls ekki. Reyndar var þetta brjálað plan vegna lítilla peninga. Við þurftum að gera margt á stuttum tíma, vorum með lágmarkstökulið með okkur, en þetta hafðist og sem betur lék veðrið við okkur. Við lentum ekki í neinum telj- andi vandræðum og máttum heldur ekki við neinum. Eftir á að hyggja var þetta al- veg klikkað, en það var frábært fólk með okkur og við nutum mikillar velvildar á Patreksfirði, þar sem við vorum með okkar bækistöðvar. Það lögðust allir á eitt og þetta gekk upp. Það má segja að þetta sé lítið kraftaverk. Það eru spennandi tímar framundan að fara að klippa og setja myndina saman.“ Lýkur við 40 ára gamla stuttmynd Hafsteinn Gunnar Sigurðsson útskrifaðist úr kvikmyndanámi í Columbia í New York árið 2008 og hefur verið með ýmis verkefni á prjónunum eftir það, auk þess að kenna við Kvikmyndaskóla Íslands. Skröltormar voru síðasta stuttmynd sem hann gerði, en nú vinnur hann með Sigurði Skúlasyni leikara að heimildarmynd sem ber vinnuheitið Paradox. „Hún fjallar um svarthvíta 16 mm stuttmynd frá 1967, sem Sigurður Skúla- son lék í, þá nýútskrifaður leikari,“ segir Hafsteinn Gunnar. „Myndin var tekin upp en aldrei kláruð. Sigurður komst yfir filmurnar og við fengum Daníel Bjarnason til að semja tónlist og Kristján Loðmfjörð til að klippa myndina, en hann er einnig að klippa Á annan veg. Síðan erum við Sigurður að fylgjast með því ferli og setja það í samhengi við það sem var að gerast á þeim tíma. Myndin verður klippt í haust og væntanlega frumsýnd á Skjaldborg á næsta ári sem er hátíð sem ég stend að ásamt fleirum.“ Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar með kaffibollann á tökustað á Dynjandisheiði. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Sveinn Ólafur Gunnarsson og Hilmar Guðjónsson í hlutverkum vegagerðarmanna. Lítið kraftaverk Á annan veg nefnist kvikmynd í fullri lengd sem leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tók upp í sumar. Í blíðskaparveðri var tökuliðið á kafi í gerð myndarinnar á Dynjandisheiði. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Tökur hafnar eftir að bílaumferð hefur verið stöðvuð. Algjör kyrrð, aðeins rofin af hamarshöggum þegar vegstikurnar eru negldar í veginn.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.