SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Qupperneq 20
20 8. ágúst 2010 L jóst hefur verið um margra mánaða skeið að til stæði að Magma keypti HS Orku. Fjár- málaráðherra ætlaði að stíga inn í þetta á sínum tíma en ekkert varð af því. Umhverfisráðherra boðaði tví- vegis lagabreytingar sem ekkert varð af. Bregðast stjórnvöld of seint við og hvers vegna heldurðu að allt hafi farið á annan endann í þjóðfélaginu einmitt núna? „Þú verður eiginlega að spyrja stjórn- völd að því af hverju var ekki brugðist við fyrr. Ég get ímyndað mér þó að banka- hrunið og skýrslan hafi tekið yfir. Það var yfrið nóg að leysa þar. Og svo þegar það mesta var liðið hjá gat þjóðarsálin tekist á við næsta risavandamál. Þetta eru nátt- úrlega ótrúlegir tímar. Mikið af risa- ákvörðunum sem við þurfum að taka, all- ar á mjög stuttum tíma. Og ákvarðanir sem eiga eftir að skipta miklu máli tugi ára fram í tímann … en þjóðin er búin að fá algerlega nóg af slæmum samningum. Og fólk er reitt yfir því að vera ekki bara búið að taka á sig mistök bankanna, missa hús, bíla, lífeyri og fleira. En að það eigi líka að missa aðgang að orkuauðlindunum sínum. Og ekki bara það, heldur börnin þess og barnabörn. Í bréfi sem HS Orku barst var tilkynnt að nefnd um erlendar fjárfestingar hefði komist að þeirri niðurstöðu að kaupin væru heimil. Nefndin klofnaði reyndar í afstöðu sinni. Sú ákvörðun var svo tekin 25. maí en tekið var fram að ráðherra hefði tvo mánuði til að gera athugasemd við niðurstöðuna. Þeir liðu án at- hugasemda. Hvað finnst þér um skipun þessarar nýju nefndar sem nú er ætlað að kanna lögmæti kaupa Magma og á að skila af sér 15. ágúst? Og hvað ef kaupin standast lög, er þá vandamálið úr sög- unni? „Fyrri nefndin hafði ekki næga sér- fræðinga. Þetta eru samningar sem þarf alveg sérkunnáttu fyrir. Mér líst miklu betur á seinni nefndina. Vonandi erum við öll að læra á þessu. Það er ekki til nægur infrastrúktúr á Íslandi til að takast á við svona. Það þarf að finna hann upp jafnóðum. Og aðlaga hann íslensku lands- lagi og vilja þjóðarinnar. Hvað segir þú um mögulega skaða- bótakröfu ef kaupunum verður rift á hendur íslenska ríkinu? Iðnaðarráð- herra hefur lýst því yfir að riftun á kaupunum myndi kosta „óhemju fjár- muni“. „Sama kom upp í REI-málinu en ekkert varð af málaferlum. Gæti verið að það væri of mikið um vafasamar skúffur og alls kyns kommóður? Að það sé bara hót- un? En þeir myndu ekki gera það ef færi í hart? Annars hef ég ekki þá lögfræðilegu sérþekkingu sem þarf til að svara svona spurningu. Ég treysti á að nýskipaða nefndin taki á þessu. Þú gafst út yfirlýsingu eftir blaða- mannafundinn í Helsinki þar sem þú vildir leiðrétta fréttir um að þú hefðir lýst því yfir að Magma og AGS ynnu saman. En þú tókst jafnframt fram að Magma hefði komið til landa sem hefðu þurft á hjálp AGS að halda. „Löndin væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlindum á mjög lágu verði.“ Geturðu nefnt dæmi um þetta? „Kannski er réttara að tala um Ross Beaty og þau fyrirtæki sem hann er for- stjóri fyrir og á meirihluta í eins og Pan American Silver sem rekur miklar silf- urnámur í Argentínu, Perú, Bólivíu og Mexíkó. Það eru veruleg tengsl á milli t.d. Magma og Pan American Silver; Ross Beaty er stærsti hluthafi í báðum þessum fyrirtækjum, en svo virðist sem nokkrir stærstu hlutahafarnir í Magma séu einnig viðriðnir Pan American Silver, til dæmis er Robert Pirooz stór hluthafi í báðum fyrirtækjunum og titlaður „general coun- sel og corporate secratry“ fyrir Pan Am- erican Silver og er skráður stór hluthafi í Magma. Þessi lönd sem ég nefndi þar sem hann hefur verið með sína starfsemi eru allt lönd þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur verið mjög virkur eftir efna- hagsörðugleika. Fyrirtæki Beaty hefur verið harðlega gagnrýnt m.a. fyrir slæma meðferð á lögum, verkamönnum og nátt- úrunni. Og það virðist vera sem arðurinn af þessum miklu málmnámum hafi ekkert skilað sér til heimamanna, það hefur ver- ið mikið fjallað um það hvernig Perú- menn t.d. sömdu svo illa af sér vegna ótta við að fæla frá erlendu fjárfestana að þeir fá sama og ekkert fyrir allan góðmálminn sinn. Það hefur hvergi komið fram að Beaty hyggist hegða sér öðruvísi í við- skiptum Magma en Pan American … en já tengsl Magma við AGS. Það hefur komið fram í fjölmiðlum hérna að forstjóri Magma á Íslandi hafi verið á ráðstefnu með Mark Flanagan frá AGS þar sem verið var að ræða um framtíð orkuauðlinda- mála á Íslandi og það hefur líka komið fram að AGS hefur miklar skoðanir á því hvernig orkumálin eigi að þróast hérna og mælir með einkavæðingu og það kom fram í fjölmiðlum að AGS myndi gera at- hugasemd við það ef stjórnvöld reyndu að kaupa HS Orku.“ Björk vísar í frekari upplýsingar á heimasíðu Magma, nánar tilgreint undir „Management“: www.magmaenergy- corp.com/s/management.asp Þú vildir jafnframt taka fram að þú hefði ekki talað um það á fundinum að Magma hefði áhuga á að kaupa fimm Þjóðin þarf að móta stefnu Kaup Magma á hlutum í HS Orku og starfsumhverfi orkugeirans hafa vakið miklar deilur hérlendis. Björk Guðmunds- dóttir hefur verið atkvæðamikil í umræð- unni og meðal annars farið fyrir undir- skriftasöfnun sem yfir 16 þúsund hafa lagt nafn sitt við. Hún svaraði spurningum við tölvuna í eldhúsinu heima hjá sér. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Ég dáðist alltaf mest að þeirri hlið pönksins sem sneri að stjórnvöldum, yfirvaldi og svona „anti-establishment“,“ segir Björk. „Tónlistin heillaði mig aldrei.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.