SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Qupperneq 21

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Qupperneq 21
8. ágúst 2010 21 orkufyrirtæki til viðbótar á Íslandi, heldur að fyrirtækið hefði sýnt áhuga á fimm stöðum og nefndir: „Hruna- mannaafrétt, Öræfi, Reykjahlíð, Voga, Bjarnarflagsvirkjun, Kerlingarfjöll og Krísuvík“. Hvað hefurðu fyrir þér í því? „Fólk sem ekki vildi láta nafn síns getið vegna þess það var hrætt um að geta misst vinnuna kom þessum upplýsingum til mín. Sem er fáránlegt því svona lagað ætti að fara fram fyrir opnum tjöldum. Þetta er fólk sem vinnur í þessum fyrirtækjum og er búið að vera að díla við Magma. Þú hefur kannski tekið eftir því að Magma hefur ekki neitað þessu. Blaðamenn ættu kannski að spyrja þá hvort þeir hefðu reynt að semja um þessa staði? Og tala opinskátt um það hverjar fyrirætlanir þeirra séu á Íslandi? Ég hef séð erlent við- tal við Ross Beaty þar sem hann hrífst af Kínverjum fyrir að fara af stað núna og bara kaupa, kaupa, kaupa aðgang að ódýrum orkuauðlindum. Í öðru viðtali við hann sagði hann: „We would have been farther along had [the global economic crisis] not happened, although we may not have had opportunities that we took advantage of. For example, going into Iceland was strictly something that could only have happened because Iceland had a calamitous financial meltdown in 2008.“ Fyrir minna en ári lýsti Ross því yfir að Magma hefði ekki áhuga á að kaupa meirihlutann í HS Orku. Hann sagðist ekki vilja fara á móti orkustefnu landsins í óþökk þjóðarinnar. Síðan 17. maí 2010 kemur út fréttatilkynning þess efnis að Magma hafi ákveðið að kaupa hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu og myndi þá eiga 98,53% af fyrirtækinu. Hverju getur maður treyst? Það að fólk vilji láta skoða þessi kaup áður en þau ganga í gegn er ekki einu sinni með eða á móti einkavæðingu. Ég hef lesið greinar eftir íslenska hægrimenn sem tala um að þeir hlutir sem hafa verið gerðir í nafni einkavæðingar á Íslandi sverti hugmyndina. Það þarf að endurskrifa orkulögin. Nú- verandi lög duga hvorki til þess að hafa áhrif á eignarhald orkufyrirtækja né held- ur til þess að stjórna lengd þeirra um nýt- ingarrétt.“ Er þetta dæmi um mál sem á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þínum dómi? Ertu fylgjandi því að beinu lýðræði verði beitt í auknum mæli við ákvarðanir um málefni þjóðarinnar? „Já. Þjóðin þarf að móta stefnu. Hún þarf að ákveða hvað hún vill verða þegar hún verður stór. Og bera ábyrgð á ákvörðun sinni. Ekki kenna ráðamönnum um. Það þarf að samstilla þjóðina í þessu máli. Þessi innri barátta er að éta okkur upp. Við treystum ekki stjórnmálamönn- um til að taka þessar ákvarðanir fyrir okkur.“ Þú heldur fram þeirri skoðun að komið sé nóg af álverum á Íslandi. En hafa þau álver, sem fyrir eru á Íslandi, ekki gefið ágæta raun? Hafa þau ekki í raun aukið fjölbreytni í efnahagslífinu því rekst- urinn virðist dafna ágætlega á kreppu- tímum, það skapast mörg störf með hverju álveri og starfsfólk virðist vera ánægt? „Það verður ekki aftur snúið með þau þrjú sem eru komin. Og er verið og hægt að gera margt jákvætt út frá þeim. Þetta er spurningin um að hafa ekki of mörg egg í sömu körfunni, ekki satt! Áður en stór- iðjan kom til skjalanna vorum við næstum bara í fiskveiðum. Nú eru álverin orðin stærri en fiskurinn – er þá ekki nauðsyn- legt að huga að fleiri atvinnugreinum? Ég hef heyrt tölur um fjölgun atvinnutæki- færa á Íslandi sl. 40 ár og að á þessum tíma hafi orðið til 80.000 ný störf – og þar af séu um 4.000-5.000 í áliðnaðinum. Nú veit ég ekki hvort þessar tölur eru ná- kvæmar, en það er athyglisvert að velta því fyrir sér, ef svo er, hvaðan þessi 75.000 störf komu? Er það ekki hlutverk ríkisvaldsins að skapa almenn skilyrði fyrir okkur, þannig að hver og einn geti nýtt sinn sköpunarkraft og frumkvæði, fremur en að ákveða hvað okkur á að dreyma um? Fyrir tveimur árum bauð ég Paul Haw- ken og aðstoðarmanni hans til Íslands (þeir eru grænir kapítalistar, á heims- mælikvarða, vinna t.d. með Obama við að gera Hvíta húsið grænt). Við funduðum með iðnaðarráðuneyti, sprotafyr- irtækjum, lífeyrissjóðunum, fjármögn- unarfyrirtækjum, stjórnmálamönnum og margt fleira. Eftir að þeir kynntu sér að- stæður stungu þeir upp á því að Íslend- ingar gætu verið frumkvöðlar í mörgu. T.d. í að smíða gler fyrir glugga sem hefur sólarorkuflögur í sér. Þetta gæti orðið að stóru fyrirtæki. Við höfum álið, við höfum orkuna og við höfum sandinn, ótrúlega mikið af sandi. Við gætum þróað okkar eigin lausnir og þetta yrði íslenskt vöru- merki sem við gætum flutt út. Þetta býður upp á bæði meira sjálfstæði, arð og sjálf- bærni en að byggja bara enn eitt álverið. Hraðinn bak við stóriðjuna er líka hættu- legur fyrir náttúruna. Jarðvarmavirkjanir eru viðkvæmar. Það þarf að þróa þær ró- lega í takt við náttúruöflin. Hitaveita Suð- urnesja var dýrmæt af því að þetta var fyrirtæki sem var búið að byggja upp hægt, þróa sérlausnir eins og t.d. að virkja heitan jarðsjó. Svo ég vitni í Þorvald Örn Árnason: „Þar varð til afar verðmæt Ljósmynd/Vera Pálsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.