SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 24

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 24
24 8. ágúst 2010 „Náttúrlega engan veginn. Ég er búin að setja upp tvö verk þetta ár sem ég hef meira og minna gert frítt eða langt fyrir neðan alla taxta. En þetta hafa listamenn þurft að gera alla tíð. Ég hef aldrei getað lifað af listinni nema þegar ég hef verið á listamannalaunum. Ég er samt búin að hanga í þessu starfi í þrjátíu og fimm ár og það er vegna þess að ég get ekki lifað án leiklistarinnar.“ Kom ekkert annað til greina en að fara þessa braut? „Nei, það kom aldrei neitt annað til greina. Ástæðan held ég að sé sú að þegar ég var barn og unglingur þá átti ég því láni að fagna að ein besta vinkona mín var Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Hall- dórs Laxness. Ég kom oft inn á það heim- ili og þar sá ég til dæmis í fyrsta skipti nútímamálverk eftir Svavar Guðnason og Kristján Davíðson. Mér fannst þetta menningarlega andrúmsloft svo heillandi. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf verið listrænt þenkjandi. Ætli ég hafi ekki verið átta ára þegar ég heyrði Föðurinn eftir Strindberg í útvarpinu og ég hef aldrei náð mér eftir það. Pabbi minn var mikill vinur Lárusar Pálssonar þannig að ég fór snemma í leikhús og fékk að sjá fullorðinsleiksýningar. Ég kann ekki að tala um neitt annað en listir. Það er eins og sjómaður sem talar um fiskveiðar og sjóinn. Allt mitt líf hefur snúist um listir. Allir vinir mínir, allir elskhugar mínir og allir mínir elskulegu eiginmenn hafa ver- ið viðriðnir listir á einn eða annan hátt.“ Hvað heldurðu að hafi þroskað þig mest sem listamann og leikstjóra? „Það er erfitt að vera dómari í eigin málum. Ég giftist ung enskum leikstjóra og leikara, Nigel Watson. Við unnum saman úti í Bretlandi og Evrópu í sjö ár og lékum aðallega verk eftir Shakespeare. Líklega hefur það lagt línurnar. Á ferl- inum hef ég stofnað sjö leikhópa í þremur löndum og hef alltaf verið meira og minna á mínum eigin vegum. Ég hef allt- af verið heilluð af klassíkinni og hef lært mest á því að setja upp grísku harmleik- ina og Shakespeare. Ég hef líka lært mikið af leikurum sem kunna sitt fag. Mest lærði ég af Bríeti Héðinsdóttur og Erlingi Gíslasyni sem ég leikstýrði í stórum og miklum hlutverkum. Þau kenndu mér Í þrjá áratugi hefur Inga Bjarnason starfað sem leikstjóri. Nýjasta verkefnið er leikstjórn á verki eftir Hlín Agnarsdóttur um Hallveigu Ormsdóttur, uppáhaldsfrillu og síðar seinni konu Snorra Sturlusonar, sem sýnt er í Reykholti. Síðustu tvö ár hefur Inga kennt leiklist í Varmárskóla, en var ný- lega sagt upp starfi vegna samdráttar. „Þegar skólanum mínum var gert að spara var leiklistarkennslan lögð niður og börnin og ég urðum svo vonsvikin að við beygðum af og sumir fóru að skæla,“ seg- ir Inga. „Ég kenndi börnum á aldrinum frá tíu ára til fimmtán ára. Það er hægt að kenna börnum svo margt í gegnum leik- list og börn sem eru ekki sterk á bókina geta oft notið sín vel í list- og verk- greinakennslu. Það er ákaflega vond stefna að skera niður í listkennslu. Það er svo skammsýnt. Forn-Grikkir sögðu að listin væri spítali sálarinnar. Við megum ekki gera sálinni það að kæfa sköp- unargleðina. Á þessum erfiðu tímum megum við ekki glata sjálfum okkur. Menntun og listsköpun efla sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Ef listin er heilbrigð þá getur hún haft heilandi áhrif á bæði börn og fullorna. Þeir vissu hvað þeir sungu Forn-Grikkir.“ Hvað tekur nú við? „Nú ætla ég í samvinnu við vinkonu mína Valgerði Ólafsdóttur þróunarsál- fræðing að stofna leiksmiðju fyrir börn. Okkur hefur lengi langað til að vinna saman. Við höfum svipaða lífsskoðun og afstöðu til barna. Velferðarsjóður barna ætlar að veita okkur styrk í verkefnið. Ég hef alltaf unnið út frá þeirri hug- myndafræði að samvinna, agi, einbeit- ing, gott skap og hugmyndaflug skili okkur betri heimi, hvort heldur við erum börn eða fullorðin. Ef barnið fær tækifæri til að vinna í samræmi við þessa hug- myndafræði þá er hægt að leysa úr læð- ingi mikinn sköpunarkraft sem við búum jú öll yfir. Við Valgerður erum núna að þróa hugmyndir okkar og ætlum að láta reyna á það að vinna saman með börnum og nota sálfræðina og leiklist til að skapa eitthvað gott og fallegt.“ Hef ekki getað lifað af listinni Hvernig hefur þér gengið að lifa af list- inni í þessi þrjátíu og fimm ár? svo margt, enda bæði snillingar.“ Eins og hvað? „Þau kenndu mér agann, virðinguna og lítillætið. Listir hafa verið kenndar frá meistara til lærlings, fyrir daga listaskól- anna. Ég tel mig vera lærling þeirra. Og svo mannsins míns úti í Bretlandi sem er geysilega öflugur leikari og gáfaður lista- maður.“ Þú sagðir við mig í síma þegar ég hringdi í þig: Sumir fara í háskóla, ég gifti mig. „Ég endaði reyndar á því að fara í há- skóla. Listaháskólann þar sem ég fékk kennararéttindi. En það gerðist til- tölulega seint á ævinni. Þegar ég var sex- tán ára bjó ég með Magnúsi Tómassyni myndlistarmanni og af honum lærði ég ansi margt um myndlistina. Ég eignaðist son minn, Hrapp, með honum, og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það. Þessa dagana gengst ég upp í því að vera amma, mér finnst það skemmtilegasta hlutverk sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Eftir Magnús kom Nigel, enski leikarinn og leikstjórinn sem kenndi mér mest um leiklistina. Svo kom ástin í lífi mínu, Leifur Þórarinsson tónskáld sem var sautján árum eldri en ég. Við vorum sam- an í átján ár þar til hann lést sextíu og fjögurra ára. Hann var góður leik- húsmúsíkant, við unnum oft saman og ég lærði mikið af honum. Svo á gamals aldri giftist ég Þór Rögnvaldssyni leikritaskáldi og heimspekingi en við bjuggum bara saman í sex mánuði, þannig að það hjónaband var dálítið ómark. Það fallega í þessu öllu saman er að allir mennirnir í lífi mínu eru vinir mínir. Fólki finnst voðalega undarlegt að Nigel, enski maðurinn minn, sem ég skildi við fyrir þrjátíu árum, skuli koma hingað til landsins einu sinni á ári, stundum tvisv- ar, og sofa á gólfinu í stofunni minni. Í fyrrasumar fórum við í ferðalag um land- ið, ég, hann og Þór. Ég hef alltaf borið gæfu til að gera ástmenn mína að vinum mínum. Ég er kannski betri vinur en ást- kona.“ Þú giftist þrisvar. Heldurðu að það sé til ein stór ást? „Platon talar um að maður sé alltaf að leita að hinum helmingnum af sjálfum sér. Ég fann þann helming, og það var Leifur Þórarinsson tónskáld. Ég held að Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Get ekki lifað án leiklistarinnar Inga Bjarnason leikstjóri segir allt líf sitt hafa snúist um listir. Í rúm þrjátíu ár hefur hún starfað sem leikstjóri og nú hyggst hún stofna leiksmiðju fyrir börn. Í viðtali ræðir hún um mikilvægi listarinnar, hjónaböndin þrjú, stóru ástina og nýtt tímabil. Inga Bjarnason Listamenn eru svo mikil börn, allavega ég. Stundum langar mig til að vera skynsöm en ég er ekki skynsöm.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.