SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 26
26 8. ágúst 2010
S
l. vetur átti ég erindi í fyrirtæki í
Skútuvogi, sem heitir Halldór
Jónsson ehf. Það mátti finna á
andrúmsloftinu, að þetta er fyr-
irtæki, sem stendur í blóma. Mikið um að
vera og þjónustan til fyrirmyndar. Þegar
ég leit í kringum mig varð mér ljóst, að ég
hafði kynnzt lítillega öðrum stofnanda
fyrirtækisins fyrir tæplega 60 árum á
fermingarári mínu. Það var áður en hjónin
Agna og Halldór Jónsson stofnuðu fyrir-
tækið. Þarna var afraksturinn af þeirra
ævistarfi. Myndarlegt einkafyrirtæki, sem
veitir nokkrum hópi fólks vinnu og öðrum
og stærri hópi þjónustu.
Svo gekk ég út. Við mér blasti hinum
megin götunnar stórhýsi með tveimur
verzlunum, sem hafa haft mikil umsvif og
eigendaskipti verið tíð. Á þeim er búið að
taka marga svokallaða „snúninga“ og
sjúga út úr þeim mikið fé. Þær eru nú í
eigu lánardrottna.
Þarna mátti sjá tvö andlit einka-
framtaksins. Hið fyrra er geðþekkara og í
þess konar fyrirtækjum er að finna kjarn-
ann í íslenzku atvinnulífi, grundvöllinn í
þjóðarbúskap okkar Íslendinga. Lítil og
millistór fyrirtæki í einkaeigu, sem hafa
ekki hátt og láta lítið á sér bera.
Nánast daglega má finna í Morgun-
blaðinu einhverjar frásagnir af slíkum fyr-
irtækjum. Í blaðinu í dag, fimmtudag,
þegar þessi grein er skrifuð, er frásögn af
Héraðsprenti á Egilsstöðum, sem hjónin
Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn
Skarphéðinsson stofnuðu fyrir 38 árum
með lítilli prentvél í 30 fm bílskúr. Í dag er
Héraðsprent blómleg prentsmiðja í 515 fm
húsnæði. „Við höfum yfirleitt ekki keypt
ný tæki nema eiga fyrir þeim og erum þess
vegna með mjög lítinn fjármagnskostnað,“
segir Gunnhildur í samtali við Morgun-
blaðið og lýsir með þeim orðum viðhorfi
þeirra hjóna til fyrirtækjarekstrar.
Í sama tölublaði Morgunblaðsins er frá-
sögn af svínabændum í Laxárdal 2 í Gnúp-
verjahreppi, sem rækta sjálfir korn fyrir
svínin, en standa frammi fyrir markaðs-
aðstæðum, sem eru nánast óviðráðan-
legar. Hverjir geta keppt við svínafram-
leiðslu banka, sem telur sig hafa efni á að
tapa 110 krónum á hvert kíló af framleiddu
svínakjöti?
Við okkur blasir hvert sem litið er
ávöxturinn af erfiði einkaframtaksins.
Fyrir nokkrum áratugum byrjaði piltur á
unglingsaldri að gera við skellinöðrur í bíl-
skúr. Sú starfsemi jókst smátt og smátt og
varð að Bílabúð Benna, einu umfangs-
mesta bílainnflutningsfyrirtæki landsins
um þessar mundir. Benedikt Eyjólfsson er
lifandi tákn þeirra hugsjóna, sem faðir
hans, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri
og alþingismaður, barðist fyrir.
Þessi litlu einkafyrirtæki verða til í
kringum smiðinn, sendibílstjórann, pípu-
lagningamanninn, bóndann, trillukarlinn,
strákinn sem liggur í tölvum, foreldrum
sínum til armæðu. Stundum tekst þeim að
byggja upp lífvænleg fyrirtæki. Stundum
ekki. Stundum halda þau áfram að vera
lítil. Stundum verða þau stórveldi og þá
sýnir reynslan að þau eru í hættu stödd.
Það er ekkert að stórum fyrirtækjum, svo
lengi sem þau standast þá freistingu að
leggja allt undir sig þegar þau verða stór.
Flest þeirra eiga erfitt með að standast þá
freistingu.
Það þarf mikla hæfileika til að byggja
upp fyrirtæki. Dugnað, skipulagshæfi-
leika, útsjónarsemi, framtíðarsýn, að-
haldssemi, reglusemi, úthald og kjark.
Vinnutíminn frá níu til fimm dugar ekki.
Þetta er ekki öllum gefið eins og dæmin
sanna. En þeim sem það tekst eru í hópi
afreksmanna okkar tíma. Hinna þöglu af-
reksmanna.
Á þessu fólki og starfsmönnum þess
byggist atvinnulífið í landinu að verulegu
leyti, þótt athyglin beinist yfirleitt að öðr-
um. Það skiptir ekki meginmáli hver
rekstrareiningin er, hvort hún er há-
tæknifjós eða hraðfiskibátur.
Um nánast allan hinn vestræna heim er
spurt, hvernig hægt sé að skapa fleiri störf.
Við Íslendingar stöndum líka frammi fyrir
þeirri spurningu. Eitt af svörunum er að
skapa einkaframtakinu eins hagstætt
starfsumhverfi og kostur er.
Í því sama tölublaði Morgunblaðsins og
hér er vitnað til birtist fréttaskýring, sem
hefst á þessum orðum:
„Skattalöggjöfin gerir upp á milli tveggja
helztu fjármögnunarkosta fyrirtækja á Ís-
landi og er skuldsetning töluvert ábata-
samari fyrir fyrirtækin en fjármögnun með
eigin fé.“
Hvers vegna er þetta svo? Af hverju á að
refsa hjónunum á Egilsstöðum fyrir að
kaupa ekki ný tæki nema þau eigi fyrir
þeim? Hefur ekki fengin reynsla sýnt að
þessari forgangsröðun skattakerfisins eigi
að snúa við?
Það var ekki einkaframtakið á Íslandi,
sem beið afhroð í hruninu 2008. Það voru
öfgafyllstu myndir þess, sem hrundu.
Það er kominn tími til að skipa einka-
rekstrarfólki, sem vinnur hörðum hönd-
um við að byggja upp og reka lítil og milli-
stór fyrirtæki, á bekk, þar sem það á heima
– í fremstu röð. Bæði í orði og á borði.
Ný störf verða ekki sköpuð á Íslandi í
opinbera geiranum. Þau verða til annars
vegar með skipulegri og skynsamlegri
nýtingu auðlinda landsins og hins vegar
með því að hlúa að einkaframtakinu og
gera því kleift að njóta sín í eðlilegu, heil-
brigðu og skapandi umhverfi.
Engum stjórnmálaflokki stendur þetta
nær en Sjálfstæðisflokknum því að einka-
rekstrarfólkið er hjartað í þeim flokki. Nú
er kominn tími til að sá flokkur snúi sér að
því að vinna af krafti fyrir grasrótina í at-
vinnulífinu – litlu einkafyrirtækin, smá-
atvinnurekandann, bílskúrskallinn. Þeir
hafa að vísu ekki verið útnefndir við-
skiptamenn ársins eða sölumenn ársins og
þeir eru ekki uppáhald fjölmiðla – en þeir
eru mikilvægasti þátturinn í gangverki at-
vinnulífsins.
Aftur til upphafsins
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
H
ennar hátign Beatrice prinsessa af Jórvík fagnar
22 ára afmæli sínu í dag. Ekki er vitað hvernig
hún heldur uppá það, en viðhöfnin verður áreið-
anlega ekki eins mikil og þegar hún fæddist þegar
skotið var 41 skoti við Hyde Park og Tower Green.
Hún kom í heiminn í Portland-sjúkrahúsinu í London,
rúmlega tólf merkur, eða um þrjú kíló. Hún var fyrsta barn
Andrews Bretaprins, hertogans af Jórvík, og Söru, her-
togaynju af Jórvík, áður Ferguson, fædd þeim eftir tveggja
ára hjónaband. Hún er fimmta barnabarn Elísabetar Breta-
drottningar og Filippusar prins.
Hún var ekki nefnd fyrr en nokkrum dögum eftir fæð-
inguna og eins og Breta er von og vísa var veðjað um nafnið.
Líkurnar á því að hún hlyti nafnið Victoria eða Annabel voru
3-1, 4-1 á Elizabeth og 8-1 var sett á Georgina eða Georgiana.
Hún var síðan nefnd þremur nöfnum Beatrice Elizabeth Mary.
Hún var skírð í konunglegu kapellunni við St. James’s-höll
20. desember á fæðingarári sínu. Guðforeldrar hennar eru
fjölmargir og á meðal þeirra eru lafðir og barónar. Nafnið
Beatrice er komið frá yngstu dóttur Viktoríu drottningar.
Beatrice á eina systur, Eugenie, sem fæddist þegar hún var
rúmlega eins og hálfs árs. Foreldrar þeirra skildu árið 1996
eftir nokkurra ára aðskilnað. Þrátt fyrir að stúlkurnar hafi
fæðst með silfurskeið í munni fylgir einn galli á því að
vera fæddur í bresku konungsfjölskylduna; fjölmiðl-
arnir. Þeir fylgjast með hverju fótmáli prinsessanna en bresk
slúðurblöð svífast einskis. Beatrice tók að vonum nærri sér
þegar birtar voru myndir af henni í bikiníi og gefið í skyn að
hún væri of þung. Móðir hennar hefur sjálf átt í opinberri bar-
áttu við aukakílóin sem blöðin flögguðu í kringum skilnaðinn.
Núna er hún talsmaður Weight Watchers í Bandaríkjunum og
þekkir því af eigin raun það sem dóttir hennar gekk í gegnum.
Beatrice er mörgum kílóum léttari í dag, heilsuhraust og varð
fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar til að ljúka London-
maraþoninu í apríl síðastliðnum. Hún hefur einbeitt sér að
sjálfboðaliðastörfum fyrir hjálpar- og félagasamtök síðustu ár
en stundar líka nám í sögu við Goldsmiths-háskólann í Lond-
on. Hertogaynjan var svo ánægð með árangur dóttur sinnar í
maraþoninu að hún ætlar sjálf að taka þeirri áskorun að vera
með að ári liðnu.
ingarun@mbl.is
Anna Bretaprinsessa spjallar við Beatrice frænku sína á Ascot-veðreiðunum í Bret-
landi í júní í sumar en við það tækifæri er nauðsynlegt að bera hatt.
Reuters
’
Beatrice er mörgum kílóum
léttari í dag, heilsuhraust og
varð fyrsti meðlimur konungs-
fjölskyldunnar til að ljúka London-
maraþoninu í apríl síðastliðnum.
Beatrice uppáklædd
í ofurháum hælaskóm
á leið á góðgerðar-
samkomu
í Greenwich
í Connecticut
í Bandaríkjunum
fyrr í sumar.
Á þessum degi
8. ágúst 1988
Prinsessa
fæðist