SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 27

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Side 27
8. ágúst 2010 27 Í vagninum með stóra bróður. R agna Björg Ingólfsdóttir fæddist í febrúar 1983 í Reykjavík. Hún á einn eldri bróður, kíró- praktorinn Ingólf Ragnar, en foreldrar hennar eru Guðbjörg Kristinsdóttir og Ingólfur Ing- ólfsson. Ragna byrjaði snemma að stunda íþróttir, fim- leika þegar hún var 5-13 ára, en badminton frá 9 ára aldri. Hún var fjórtán ára þegar hún valdi badminton fram yfir flest annað og hefur stundað það af kappi síðan. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund lá leiðin í Háskóla Íslands, þar sem Ragna útskrifaðist með BA-gráðu í heimspeki og sálfræði haustið 2009. En draumur hennar frá unga aldri var að spila á meðal bestu badmintonspilara í heimi á Ólympíuleikunum og úr rætt- ist þegar hún tók þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ragna stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og er nú þegar farin að keppa á alþjóð- legum mótum til þess að ná nauðsynlegum lágmörkum. Ragna hefur búið í hverfi 104 nánast alla sína ævi, hún er mikið náttúrubarn og þykir gott að búa nálægt Laug- ardalnum, þar sem helstu æfingaaðstöðu hennar er að Bestu vinkonurnar, Helena og Linda, mæta á hvert mót og hvetja sína til dáða. Nokkrir af íslensku ólympíuförunum skelltu sér í dagsferð að sjá Kínamúrinn. 12 ára gömul á móti á Akranesi. Ragna vann b-flokkinn í meistaramóti Nesklúbbsins í júlí, Steinn lenti í þriðja sæti og Nökkvi bróðir hans fór með sigur af hólmi. Íslenska landsliðið sigraði Evrópukeppnina í badminton á heimavelli í janúar 2007. Ragna ásamt vinkonum sínum í desember 2007. Kærustuparið í „surprise“-partýi eftir að Ragna kom heim af Ólympíuleikunum 2008. Úti að róla á Kanarí. Fjölskylda Rögnu á útskriftardegi Steins síðastliðinn júní. Myndaalbúmið Ragna Ingólfsdóttir er sjöfaldur Íslandsmeistari í ein- liðaleik í badminton. Hún stefnir á þátttöku á Ólympíu- leikunum í London árið 2012 en stefnir á golfið eftir að badmintonferlinum lýkur. Ögrar líkama sínum finna á tveimur stöðum: í Tennis- og bad- mintonfélagi Reykjavíkur og World Class. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að endurskilgreina takmörk sín reglulega og ögra líkama sínum og þjálfa hann upp á mis- munandi vegu, í mismunandi íþróttum. Ragna hefur í mörg ár verið í einkaþjálfun hjá Konna í World Class, hún stundar hjólreiðar og yoga reglulega og þykir mikið til hot-yoga koma. Á sumrin stundar hún golf og þykir afar lík- legt að golfíþróttin taki alfarið við þegar bad- mintonferlinum lýkur. Golfinu kynntist hún í gegnum kærasta sinn, Stein B. Gunnarsson, sem er golfari mikill og verja þau megninu af sumrinu saman á Nesvellinum. Ragna hefur einnig gaman af því að þjálfa huga sinn og nýtir tímann í flugvélum á badminton- ferðalögum og frítíma sinn til að lesa fræðandi bækur, ævisögur og heimspekibókmenntir. Hún stefnir á frekara nám eftir Ólympíuleikana.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.