SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 29

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 29
8. ágúst 2010 29 skrítið að sjá nánast allt líf sitt í huganum í loftköstunum þegar maður hélt að nú væri þetta allt búið. Við lentum á hjól- unum eftir að hafa flogið á milli tveggja hraunnibba og sluppum heilir á húfi. Palli sagði í myrkrinu um leið og bíllinn stoppaði: „Það væri fáránlegt og eiginlega ekki hægt að drepast í bílslysi eftir að hafa lifað það af að klífa Eldey.“ Myndirnar sem ég tók í Eldey þennan dag voru eins og stóri laxinn sem slapp frá veiðimanninum, mjög flottar að mér fannst. En sá aðili sem ætlaði að nota myndirnar í bók týndi þeim og ég hef aldrei séð þær síðan. Þar fór afborgunin af íbúðinni fyrir lítið. Ég varð að bjarga mér öðruvísi, vann myrkranna á milli í margar vikur. Þannig var virðingin fyrir ljósmyndum á Íslandi á þessum árum og er enn, nema hjá örfáum aðilum sem skilja mikilvægi þess að eiga sögu atburða á Íslandi á myndum. Kannski förum við aftur og tökum nýjar myndir, kannski ekki. Rollan gæti verið á gangi aftur yfir veginn á leiðinni til baka. Það er ekki víst að við slyppum eins vel og síðast við það að fljúga út í hraun. Halldóra Filippusdóttir, fyrsta konan sem steig fæti á Eldey. Horft í svarrandi brimið á leið niður þverhníptan hamarinn. ’ Hávaðinn í súlubæl- inu var svo mikill að súlan hefði sennilega ekkert heyrt þó skotið hefði verið úr fallbyssu við haus- inn á henni.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.