SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 37
8. ágúst 2010 37
Morgunblaðið/RAX
fólk sem vill ekki læra eða telur sig vita allt
hvort sem er, en almennt séð upplifi ég
það þannig að fagfólk og heimafólk hafi
öðlast mikla reynslu og þekkingu sem það
býr að. Margt þyrfti að skrásetja, en þarna
varð til gríðarleg reynsla sem mun skila sér
til næstu kynslóða.“
Myndin lengi í maganum
Norð Vestur hefur verið lengi í vinnslu.
Einar gerði myndina Leitarhundar árið
1996, en hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu
árið 1997. Við vinnslu hennar safnaðist
mikið af myndum og heimildum.
„Sú umræða kom upp að gera líka mynd
um flóðið. Á þessum tíma var svo stutt lið-
ið frá flóðinu að það var ekkert hægt að
fjalla um einstaka atburði, sem tengdust
björgun og áföllum og í rauninni harm-
leikjum fólks og hvernig hundar komu þar
við sögu. Það þurfti að fara í kringum það.
Og þá kom fram vilji hjá þeim sem unnu að
myndinni, björgunarsveitarmönnum og
fleirum, til þess að segja frá. Á þeim tíma
ætlaði ég ekkert að gera þessa mynd. En ég
hugsaði þó með mér, að ef ég myndi ein-
hvern tíma gera slíka mynd, þá væri gott
Morgunblaðið/Ómar
27. október 1995: Fórnarlömb snjóflóðsins
á Flateyri. ’
Maður finnur að margir hafa dregið mikinn
styrk úr þessari reynslu – styrk sem lýsir sér í
bjartsýni og framtíðarhugmyndum, þó að snjó-
flóðið sé mörgum enn í fersku minni.
Flateyri við
Önundarfjörð