SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 40

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 40
40 8. ágúst 2010 A rkitektinn og hönnuðurinn Guðlaug Jóns- dóttir hefur um árabil búið og starfað í Los Angeles þar sem hún lærði arkitektúr í Sci Arc eða Southern California Institute of Architect- ure. Í nóvember síðastliðnum setti Gulla á fót sína eigin arkitektastofu, G+ Gulla Jonsdottir Design. Eitt fyrsta verkefni hennar í sínu eigin fyrirtæki var hönnun á mexí- kóska veitingastaðnum Red O en þar starfar einn frægasti kokkur Bandaríkjanna, Rick Bayless. Hann bjó og ferðað- ist um Mexíkó í 12 ár og skrifaði mexíkóskar kokkabækur þegar hann kom til baka. Hann kann því að elda alvöru mexíkóskan mat og er mjög vinsæll kokkur ytra. „Ég hafði nú aldrei heyrt um Rick þegar ég byrjaði að hanna staðinn en maturinn er mjög góður,“ segir Gulla og hlær. „Í fyrra fór ég til Cabo í frí með íslenskum vinkon- um mínum og hannaði eiginlega staðinn daginn eftir að ég kom til baka þó auðvitað hafi tekið lengri tíma að teikna allt upp og ganga frá. En staðurinn ber þess merki að ég var enn undir áhrifum frá ströndinni, pálmatrjánum og suðrænni sól þegar ég teiknaði hann fyrst upp. Hug- myndin er að heimsókn á staðinn sé eins og að fara í frí til Mexíkó og þannig er t.d. pálmatré á staðnum sem stendur upp úr og sker bygginguna eiginlega í miðju. Það minnir mig mjög á þá sérstöku tilfinningu að vera berfætt á ströndinni undir pálmatré í Mexíkó. Síðan pantaði ég líka nokkra hluti til að skreyta staðinn með úr verslunum sem ég fann þegar ég bjó sjálf í Mexíkó í tæp tvö ár en þar starfaði ég við að hanna hótel. Utan á húsinu er síðan stál- borði sem á að tákna að staðurinn sé dálítið eins og gjöf frá Mexíkó. Það er skemmtilegt við þessa hönnun að þegar sólin skín þá skín hún á stálið og endurkastar mynstri inn í bygginguna,“ segir Gulla. Í gegnum tequila-göng Við hönnunina segist Gulla hafa hugsað sér að staðurinn þyrfti að þjóna mismunandi hlutverkum, meðal annars með fjárhag eigandans í huga. Því er staðurinn hannaður þannig að fólk geti komið þangað seinnipart dags og verið fram á nótt. Hægt er að byrja á því að fá sér fordrykk á bar með þægilegri rólu við barborðið þar sem fólk getur haft það notalegt og fengið sér einn drykk eins og það væri á ströndinni. Síðan er hægt að fá sér að borða ýmist inni á veitingastaðnum eða úti á stórri verönd. Loks geta gestir haldið á tequila-barinn en þangað liggur gangur um te- quila-göng, eins konar vegg með gleri þar sem ýmiss konar tequila-flöskum hefur verið komið fyrir. Á þeim bar geta gestir smakkað ýmiss konar tequila en þar hefur einnig verið komið fyrir arni sem Gulla lét hönnuði í ís- lenska fyrirtækinu Secret North búa til fyrir sig. Stað- urinn hefur strax hlotið lof og leigðu forsvarsmenn kvik- myndahátíðarinnar í Los Angeles staðinn til að mynda fyrir opnunarhátíð sína. Þá hefur verið skrifað um Red O meðal annars í Los Angeles Times, Wallpaper og Elle De- cor. „Ég hef hannað hótel og veitingastaði núna í ein níu ár og finnst gaman að taka að mér svona lífsstílstengd verk- efni. Það á voða vel við mig en annars stefni ég á stærri verkefni í framtíðinni sem var líka ástæðan fyrir því að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Mig langar að færa út kví- arnar og snúa mér meira að arkitektúr sem ég lærði á sín- um tíma og fást ekki eingöngu við innanhússhönnun sem ég hef mikið starfað við undanfarið. Helst langar mig að gera stórar byggingar, skýjaklúfa og slíkt. Það er á fram- tíðarplaninu en í kreppunni tek ég þannig lagað hverju sem er. Núna er hótelgeirinn aðeins í pásu en meira um að ég taki að mér veitingastaði og þetta verkefni var ég mjög heppin með því veitingastaðurinn er á frábærum stað í bænum og hefur fengið mikla athygli. Það var líka stórt og skemmtilegt verkefni að hanna bygginguna jafnt að utan sem innandyra,“ segir Gulla. Svifið inn í borgina Gulla hefur ekki einungis fengist við hönnun bygginga en hún var nýverið í hópi hönnuða sem fengnir voru til að hanna listaverk fyrir opnunarsýningu A+D, nýs arkitekt- úra- og hönnunarsafns í Los Angeles. Verkið sem Gulla hannaði er stórt stállistaverk sem hún kallar City of Ang- els, sem er í raun annað nafn Los Angeles. „Verkið sýnir alla sem svífa inn í LA frá mörgum áttum en á spjalli mínu við stállistamann, sem aðstoðaði mig við verkið, fannst okkur báðum dálítið að LA væri eins og Aþena 21. ald- arinnar þar sem hingað kemur fólk úr öllum áttum og af mismunandi ástæðum. Þannig þróaðist hugmyndin sem síðan varð úr að setja fram með stórum stálskúlptúr. Arkitektúr er viss list og mér finnst mjög gaman að list- inni í arkitektúr og verð fyrir miklum áhrifum frá nátt- úrunni, list og tísku. Því var mjög gaman að gera svona skúlptúr þar sem hugmyndaflugið fær að ráða ferðinni og maður þarf ekki endilega að hringja í verkfræðinginn á 10 mínútna fresti til að vita hvort eitthvað virkar. Verkið mitt hékk uppi í nokkra mánuði og það var mikill heiður að fá að sýna með þeim listamönnum sem þarna voru en í hópnum voru meðal annars arkitektarnir Richard Meier og Frank Gehry sem báðir eru margverðlaunaðir og þekktir hér ytra auk tveggja fyrrverandi kennara minna úr Sci Arc. Þegar sýningunni lauk setti ég síðan skúlptúr- inn utan um nýju bygginguna mína og mér finnst hann njóta sín vel þar,“ segir Gulla sem segist vera komin til að vera í Los Angeles. „Ég ætlaði alltaf að flytja til New York en er alveg hætt við það í bili enda er ég farin að kunna svo vel við mig í Los Angeles. Hér er friðsælt og fólk hefur allt til alls, hægt er að fara í fjallgöngu, á skíði og niður á strönd,“ segir Gulla. Dreymir um að hanna skýjakljúfa Arkitektinn Gulla Jóns er búsett í Los Angeles þar sem hún rekur eigin arkitektastofu. Hún hefur hannað glæsilega veitingastaði og hótel ytra en dreymir um að hanna skýjakljúfa. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Við enda tequila-ganganna má smakka deserta og tequila. Gulla setur upp verk sitt City of Angels. ’ Hugmyndin er að heimsókn á staðinn sé eins og að fara í frí til Mexíkó og þannig er t.d. pálma- tré á staðnum sem stendur upp úr og sker bygginguna eiginlega í miðju. Hönnun

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.