SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 45
8. ágúst 2010 45 Lífsstíll É g man vel þegar ég var um 13 ára gömul í heimsókn hjá ömmu minni og afa og við afi flatmöguðum fyrir framan sjónvarpið og horfðum á Taggart. Ég hef örugglega ekki verið komin á aldur til að horfa á Taggart en það var ekki svo eftirminnilegt miðað við það sem afi sagði í einu atriðanna þegar tvær konur eru að spila á píanó og byrja síðan að kyssast. „Já, þetta eru hommar,“ sagði afi minn bless- aður og margfróður sem smíðað hefur húsgögn, rekið verslun og alið upp fjögur börn með ömmu. Hvergi brást honum þar bogalistin en ég vissi að í þetta skipti var eitthvað bogið við lífs- speki afa og sagði því varfærnislega: „Ég held það heiti lesbíur, afi minn,“ og svaraði afi þá að bragði: „nú, hommalesbíur þá,“ og lengri urðu þær samræður ekki enda skipta nafngiftir og stimplanir kannski ekki svo miklu máli í þessu samhengi. Mestu skiptir að geta rætt þessi mál jafn kumpánlega og við afi gerðum forðum, sætt við sig að ekki séu allir eins og að hamingja fólks skipti meira máli en endalaust þras. Auðvitað má fólk hafa sínar skoðanir en stundum finnst mér að réttast og best væri að láta kyrrt liggja. Nokkrum árum seinna man ég líka eftir að sitja við matarborðið heima hjá vinkonu minni og eftir matinn kveður ein okkar sér hljóðs og hefur forgang að máli sínu þannig að ég skynja einhvern veginn að bróðir hennar sé ættleiddur. Stuttu seinna kom í ljós að svo var ekki heldur var bróðirinn nýkominn út úr skápn- um og ég man að það þóttu mér öllu smærri fréttir en hugsanleg ættleiðing. Nú í vetur fór ég síðan í vís- indaferð í Samtökin 78 þar sem ég gapti af undrun yfir gömlum úrklippum, sem þó voru ekki nema um 30 ára gamlar, og fullar af orðum eins og kynvillu og kynvillingar sem ekki eru notuð í fjölmiðlum í dag. Svona hefur margt breyst á ekki lengri tíma en baráttan er ekki að fullu unnin og nóg eftir að plægja á fordómaakrinum. Alla tíð hef ég tileinkað mér opinn og frjálslegan hugsunarhátt gagnvart samkynhneigðum og það má kannski segja að samfélag laust við fordóma gegn samkynhneigðum sé mitt per- sónulega baráttumál, þó ég hafi aldrei svo mikið sem lyft fingri opinberlega á þessum vettvangi. Mér finnst bara ekkert eðlilegra en að fólk megi vera með þeim sem því þykir vænst um, óháð kyni og kynfærum, og sé ekki að það komi í raun nokkrum við. Nú eru kannski einhverjir farnir að íhuga hvort ég ætli að nota Gay pride-helgina til að koma út úr skápnum en sorry, stelpur, svo er því miður ekki. Ég er hæstánægð í mínu liði en finnst bara svo gaman að öll liðin fái að taka jafnmikinn þátt á leikvellinum. Allir í réttu liði Allir litir regnbogans fá að njóta sín um helgina á Gay pride-hátíð í Reykjavík. Nú er rétti tíminn til að stökkva út úr skápnum og henda öllum fordómum úr skúffunni. María Ólafsdóttirmaria@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus ’ Sorry, stelpur, þó svo gæti virst þá ætla ég ekki að nota Gay pride-helgina til að koma út úr skápnum. Hin svokallaða Section 28 lagaklausa sem bætt var við landslög í Bretlandi árið 1988 var afar umdeild og var loks aflétt í Skotlandi árið 2000 en 2003 í öðrum löndum Bretlandseyja. Klausan sagði til um að vald- hafar í borgum og bæjum ættu að sjá til þess að í námsefni skóla kæmi ekki nokkurs staðar fram að samkynhneigð væri líðandi eða dæmi um eðlilegt fjöl- skylduform. Lagaramminn var slíkur að ekki var gerlegt að kæra þessa klausu en ótal samtök samkyn- hneigðra innan breskra framhalds- og háskóla lögðu í kjölfarið niður störf af ótta við aðgerðir yfirvalda. Umdeild lagaklausa Lagaklausan Section 28 var mjög umdeild. Segja má að viss tíma- mót hafi orðið í baráttu samkynhneigðra fyrir mannréttindum sínum aðfaranótt 28. júlí árið 1969. Þá ruddist lög- regla inn á Stonewall Inn-barinn í Greenwich Village í New York í leit að samkynhneigðum. Slíkt var engin nýlunda en að þessu sinni streittust hinir hand- teknu á móti og fólk sem dreif að fór einnig að skipta sér af. Svo fór að lögreglumennirnir voru króaðir af inni á barnum og þurfti að senda sérsveit til að frelsa þá úr prísundinni. Sú sveit þurfti að glíma við íbúa hverfisins, jafnt sam- kynheigða og aðra fram eftir nóttu og eru þessi uppþot þekkt í dag sem Stonewall-uppþotin. Á þessum tíma var samkynhneigð talin geðsjúkdómur vestanhafs en þó starfrækt þar Mattachine-samtökin, sem voru hommasamtök, og Dætur Bilitis sem voru samtök lesbía stofnuð upp úr Mattachine-samtökunum. Í kjöl- farið kom fram ný og ágengari kynslóð fólks sem vildi fá að vera eins og því sýndist og barðist fyrir mannrétt- indum samkynhneigðra á annan hátt en áður hafði ver- ið gert. Sums staðar er enn langt í land í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Reuter Stonewall-uppþotin Fyrsta Gay Pride-gangan í Nepal verð- ur farin þann 25. ágúst næstkomandi en það var eini opinberlega samkyn- hneigði þingmaður landsins, Sunil Pant, sem færði fjölmiðlum þessar fréttir í vikunni. Pant vonast til að allt að 3.000 manns taki þátt, bæði frá Nepal og nágrannalöndum þess. Gönguna ber upp á sama dag og aldagömul Hindúa-hátíð sem víðast hvar hefur lagst af í dag. Hefðin segir til um að á hátíðinni klæðist karl- menn kvenmannsfötum og ætla tals- menn samfélags samkynhneigðra í landinu sér nú að endurvekja þessa hátíð og gera að sinni. Fílar á skrautlegri göngu Gera á gönguna eins alþjóðlega og glæsilega og unnt er en miklar fram- farir hafa orðið í málefnum samkyn- hneigðra í Nepal síðastliðin ár. Þannig náði baráttuhópur því í gegn fyrir tveimur árum að breytingar voru gerð- ar á landslögum til að tryggja full mannréttindi samkynhneigðra. Í göng- unni verður lifandi tónlist og bæði hestar og fílar skreyttir litríkum klæð- um munu fara fyrir fríðu föruneyti. Gleðin verður allsráðandi í göngunni sem þó verður með alvarlegum und- irtóni en gangan mun enda á minning- arhátíð þar sem kveikt verður á kert- um til minningar um þá sem látist hafa úr alnæmi. Hindúa-hátíð endurvakin Fílar verða með í fyrstu Gay Pride-göngunni í Nepal nú í ágúst. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.