SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 48
48 8. ágúst 2010
G
uðrún, hvað þýðir eiginlega
orðið hamingja?“ Þannig
hljóðaði spurning sem lögð var
fyrir mig símleiðis á fallegum
morgni. Spyrjandinn var staddur á eins
konar guðspekiþingi úti á landi, þar sem
þetta hljómþýða hugtak hafði oft borið á
góma, og áttaði sig á að þótt hann renndi
grun í merkingu orðsins skildi hann ekki
hvernig það var myndað og hvað stæði
þar að baki. Ekki hafði ég heldur svörin á
reiðum höndum en lofaði að kanna málið.
Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í
heimi! Þessar fullyrðingar hafa oft komið
fram í könnunum, þótt heldur höfum við
sigið niður á við eftir kreppu og aðra óár-
an. Ekki fer hjá því að maður setji stórt
spurningarmerki við niðurstöður slíkra
kannana, ekki síst eftir að í ljós kom að
hér á landi leyndist stórkostleg spilling
þótt alþjóðlegir kvarðar hefðu lengi leitt í
ljós hið gagnstæða. Á sama hátt tel ég að
hugtakið hamingja, sem í rauninni er sér-
íslenskt, hafi víðari skírskotun en erlendu
orðin luck, Glück og bonheur. Að vísu
tölum við stundum um að lukkan sé
hverful og stundum dettum við í lukku-
pottinn en orðið hamingja á sér aðrar og
dýpri rætur enda tilfinningin bæði djúp-
stæð og torræð.
Í undurfallegu ljóði eftir Þuríði Jóns-
dóttur kemur fram að ímynd hamingj-
unnar sé fjarræn gyðja, búin skarti sem
villi okkur sýn þannig að við skynjum
ekki þessa dýrmætu tilfinningu þegar hún
lætur á sér kræla. Á sama hátt er ham-
ingjan iðulega tengd ríkidæmi, frægð og
frama sem menn reyna að höndla með
ráðum og dáð. En innst inni vitum við að
þetta eru villuljós. Skínandi hamingju
sjáum við hvergi betur en úr augum sak-
lausra barna eða gamals fólks sem horfir
með ánægju yfir farinn veg í fullvissu þess
að það hafi leitt aðra til farsældar. Niður-
staða mín er sú að hamingjan eigi sér ræt-
ur í skaphöfn fólks og verði ekki ávöxtuð
á aflandseyjum heldur með góðum verk-
um.
Þegar ég lofaði kunningja mínum að
kanna upphaf og merkingu íslenska orðs-
ins hamingja, var ég ekki í vafa um hvar
best væri að bera niður, þ.e. í Íslenskri
orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magn-
ússon, sem kom út árið 1989 og hefur
verið mér ómetanleg fróðleiksnáma við
ritstörf og kennslu. Þar hafði ég t.d. áður
komist að raun um að íslenska orðið bros
tengist brjósti og skynjað augljósa teng-
ingu orðanna tveggja þar sem fyrsta bros
barnsins, tákn hamingju og vellíðunar,
vaknar yfirleitt við móðurbrjóstið. Í ham-
ingjuleitinni kom ég heldur ekki að tóm-
um kofanum hjá Ásgeiri Blöndal.
Hann nefnir nokkur samheiti orðsins
hamingja, t.d. gæfu og giftu, en athygl-
isvert er að þau orð bæði tákna það sem
manni hlotnast. Sjálft orðið er samsett af
nafnorðinu hamur og sögninni að ganga
og höfundur gerir því skóna að hamur
merki hér fósturhimnu eða fylgju. Sam-
kvæmt því er hamingjan þá upphaflega
heillavætti sem fylgir einhverjum frá fæð-
ingu. Orðið tengist því greinilega nor-
rænni forlagatrú, þar sem sumir voru
bornir til gæfu en aðrir til ógæfu.
Þótt orðið hamingja geri ljóslega ráð
fyrir einhverri heimanfylgju, gagnstætt
orðinu lukka, getum við nútímamenn
tæplega skellt skuldinni á duttlungafullar
örlaganornir ef illa fer í lífinu.
Kannski skiptir mestu að við lærum að
meta vöggugjafirnar okkar, þroska þær og
gefa svo af þeim ríkulega öðrum til heilla.
Slíkur búningur hæfir hamingjunni best.
Tindilfætt er
lukkan en hvað
um hamingjuna?
’
Þótt orðið hamingja
geri ljóslega ráð fyrir
einhverri heim-
anfylgju, gagnstætt orðinu
lukka, getum við nútíma-
menn tæplega skellt skuld-
inni á duttlungafullar ör-
laganornir ef illa fer í lífinu.
Skínandi hamingju sjáum við hvergi betur en úr augum saklausra barna.
Morgunblaðið/Ómar
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
G
ætirðu beðið í augnablik, ég
þarf aðeins að taka til í eld-
húsinu,“ sagði bandaríski
rithöfundurinn Elizabeth
Gilbert þegar blaðamaður sló á þráðinn
til hennar snemmsumars. Eftir nokkra
bið var hreinsunarstarfi lokið. „Þetta
var algjört stórslys, ég missti heilan
poka af kattamat á gólfið!“ segir Gilbert
og skellihlær, greinilegt að þetta „stór-
slys“ raskaði ekki ró hennar.
„Þetta var fjölskyldustærð, stærsti
pokinn,“ bætir Gilbert við og hlær
innilega, biðst svo afsökunar á töfinni.
Ætlunin er þó ekki að ræða kattamat
eða eldhúsþrif heldur metsölubók
hennar, Eat, Pray, Love eða Borða,
biðja, elska eins og hún heitir í ís-
lenskri þýðingu, gefin út af forlaginu
Sölku.
Í bókinni segir af lærdómsríku
ferðalagi sem Gilbert lagði í um þrítugt.
Um bókina segir, á vef Sölku, að Gil-
bert hafi átt allt sem ung nútímakona
gæti óskað sér, góða vinnu, traustan
eiginmann og fallegt heimili en hafi þó
ekki verið hamingjusöm heldur ráðvillt
og stressuð. Hún sneri við blaðinu,
skildi við eiginmanninn og sagði starfi
sínu lausu, pakkaði niður í ferðatösku
og hélt út í heim. Á Ítalíu naut hún
lífsins og matarins sem landið er þekkt
fyrir, lagði stund á íhugun á Indlandi
og leitaði loks jafnvægis milli holdlegra
og andlegra hugðarefna á Balí í Indóne-
síu. Eftir þessa reynslu sá hún lífið í
nýju ljósi, fann hamingju og hugarró og
var þá til í að snúa aftur heim.
Bók Gilbert hefur verið á metsölu-
listum vestan hafs sem austan, nefnd
sem ein af 100 eftirtektarverðustu bók-
um ársins 2006 hjá The New York Tim-
es, valin ein af 10 bestu bókum ársins af
Entertainment Weekly og auk þess hef-
ur Gilbert verið reglulegur gestur hjá
spjallþáttadrottningunni Oprah Win-
frey sem hefur nefnt bókina eina af
þeim áhugaverðustu sem gefnar voru
út árið 2006. Síðast en ekki síst hefur
verið gerð kvikmynd eftir bókinni með
Juliu Roberts í aðalhlutverki, í hlutverk
Gilbert sumsé. Í myndinni leika einnig
hjartaknúsararnir James Franco, Javier
Bardem og Billy Crudup.
Gjörólíkt fyrri skrifum
-Áttir þú von á því að bókin myndi
hafa svona mikil áhrif á fólk víða um
heim?
„Nei, alls ekki, þvert á móti reyndar
því þetta var svo ólíkt því sem ég hafði
áður skrifað. Á þessum tíma á ferli
mínum hafði ég eytt tíu árum í að
skrifa um karlmenn, fyrir karlmenn, í
karlablöð og bækurnar mínar voru
heldur karllægar. Því var þetta mikið
frávik frá fyrri skrifum. Ég átti ekki
marga aðdáendur en þó einhverja og ég
vonaði að þeir myndu fyrirgefa mér því
þetta var svo ólíkt því sem þeir kunnu
að meta. En ég vissi að ég yrði að skrifa
þessa bók, af persónulegum ástæðum,
og fékk þá tilfinningu þegar ég var að
skrifa hana að hún væri bara fyrir mig,
að ég myndi svo snúa mér aftur að því
að skrifa um það sem aðrir hefðu áhuga
á. Það var augljóslega ekki rétt mat hjá
mér,“ segir Gilbert og hlær.
-Þetta virðist vera bók fyrir konur,
af bókarkápunni og umfjöllunarefninu
að dæma. En heldurðu að hún höfði allt
eins til karla? Ég sé að karlatímaritið
GQ mælir með henni fyrir karlmenn.
„Í fullri hreinskilni held ég að það sé
að hluta til greiði GQ við mig, ég skrif-
aði fyrir tímaritið lengi vel (hlær) og ég
er þeim eins og systir. Þeir eru að gera
systur sinni greiða,“ segir Gilbert og
hlær enn innilega en bætir því við að
líklega hafi einhverjir karlar lesið bók-
ina af því eiginkonur þeirra eða kær-
ustur hafi beðið þá um að gera það. Þá
hafi eflaust einhverjir karlar lesið hana
út af matarumfjölluninni eða þeim
hluta sem fjallar um innhverfa íhugun.
Það sé í það minnsta von hennar að
bæði kyn hafi lesið bókina, þó konur
hafi greinilega tekið henni fagnandi
sem sé henni mikið gleðiefni.
Margt sem hindrar för
-Nú tókstu þessa stóru ákvörðun, að
segja starfi þínu lausu, skilja við allt og
fara í þessa ferð í leit að hamingjunni.
Þetta er ábyggilega draumur í hugum
margra en þó láta fæstir verða af því að
láta drauminn rætast. Ákvaðstu strax í
upphafi að skrifa bók um þetta eða var
það ákvörðun sem þú tókst síðar?
„Ég vissi það allan tímann. Þú segir
að marga dreymi um að gera þetta en
láti ekki af því verða. Ég held að helsta
ástæða þess að fólk geri það ekki sé sú
að það hefur ekki efni á því. Þá er fólk
með margvíslegar skuldbindingar, fjöl-
skyldu og vinnu og vill ekki yfirgefa
„Ég hef alltaf
kunnað að
meta lífið“
Bandaríski rithöfundurinn Elizabeth Gilbert
segist ekki hafa átt von á því að bók hennar,
Borða, biðja, elska, yrði metsölubók. Henni finnst
líka svolítið skrítið að Julia Roberts leiki hana.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
Lesbók