SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 50
50 8. ágúst 2010 P étur Grétarsson byrjaði sitt tónlistarnám með því að læra á harmonikku en féll svo fyrir trommum og slagverki, byrjaði að spila blúsað þungarokk að hætti Deep Purple. Rokkið leiddi hann síðan út í djassinn og þar hefur hann setið fastur upp frá því. „Ég fékk þessa dellu mjög snemma, var sextán eða sautján ára, og nálgaðist hana í gegnum hljóðfæri eins og svo margir aðrir. Ég var að fylgjast með í mús- íkinni, lesa aftan á plötuumslög og svoleiðis, og þá höfðu þessir gaurar í uppáhalds hljómsveitunum verið að koma fram á plötum með gaurum eins og Billy Cobham og fleiri trommuundrum og í framhaldinu fékk ég Miles Davis-vírusinn.“ Merkilegur tími Pétur segir að þetta hafi verið merkilegur tími, enda mikið um að menn væru að blanda saman ólíkum stílum á sjöunda áratugnum þegar hann leiddist út í djassinn. „Svo fór ég að fylgjast með gaurunum hérna heima, Gvendi Steingríms og hans félögum og kynnt- ist fljótt Vernharði Linnet og fleiri sem voru á kafi í djassinum og Jazzvakningu og svo allt í einu vorum við bara farnir að flytja inn tónlistarmenn – ég á Löd- unni hans pabba að fara suður til Keflavíkur að sækja Dexter Gordon,“ segir hann og hlær að minningunni. „Þetta var ferlega skemmtilegur tími og gaman að grúska í tónlistinni, að bíða eftir plötum og liggja yfir þeim til að stúdera. Það eru breyttir tímar í dag, nú er öll tónlist aðgengileg, en ég veit ekki hvort er betra. Ég öfunda krakkana ekkert af því hvað þau þurfa að vinsa úr miklu magni af tónlist, en magnið hefur líka gert það að verkum að þetta er allt í einum allsherjar graut – veggirnir eru að hrynja og það er í senn óum- flýjanlegt og gott. Ég finn það sjálfur sem hlustandi að ég er ekki eins opin kvika og var, ég er aðeins for- stokkaðri,“ segir hann og kímir. „Það er rosalega gaman þegar maður uppgötvar eitthvað nýtt, eitthvað sem talar til manns, en það er erfitt þegar framboðið er svona mikið.“ Tónleikar Jazzvakningar í apríl 1978, þegar þeir Niels-Henning Ørsted Pedersen, Philip Catherine og Billy Hart léku í Háskólabíói, höfðu mikil áhrif á ís- lenska tónlistarmenn og því hefur verið haldið fram að í kjölfar þeirra hafi orðið til heil kynslóð íslenskra djasstónlistarmanna sem fagnaði frelsinu sem djassinn bauð upp á. Nú virðist önnur kynslóð komin til sög- unnar, en nú er djassinn ekki endilega í aðalhlutverki, heldur einn af litunum á spjaldinu og menn blanda saman ólíkum tónlistarstefnum sem aldrei fyrr. Pétur segir að það sé ekki einhlít skýring á því hvers vegna þetta gerist nú, en hann er þó á því að tónlistarskóli FÍH hafi mikið að segja hvað þetta varðar. „Skólinn heldur ekki djassi að fólki í sjálfu sér, það vill bara svo til að sú músík hentar mjög vel – hún er mjög fjölbreytt og maður lærir svo margt sem menn geta notfært sér. Hljómagangur er bara hljómagangur hvort sem bítið er ding diggaring, diggaring, digg- aring eða eitthvert „frumskógabít“. Ég held að sem betur fer komi fólk inn í skólann og læri það að það verður sjálft að uppgötva sína tónlistarlegu hug- myndafræði og geri það síðan hiklaust. Minna pláss fyrir róttækar tónlistarstefnur Það er minna pláss fyrir róttækar tónlistarstefnur nú en áður, ekki síst vegna þess að þær lifa svo stutt. Maður lítur til baka og í rytmískri tónlist getum við talið upp einhverjar tuttugu mismunandi tónlist- artegundir eða afbrigði, en þegar við förum lengra aftur þá vorum við með swing-tímabilið eða bíbop- tímabilið eða avant garde og þau entust nokkur ár. Núna erum við að tala um nokkra mánuði í besta falli. Ég vitna oft í bók sem ég las eftir Eric Idle, Monty Python-mann, sem gerist í framtíðinni. Í henni er að- al-söguhetjan vélmenni sem er sérfræðingur í síðustu fimmtán mínútum. Þangað stefnum við. Þó þetta sé skemmtilegt held ég reyndar að það geti líka virkað neikvætt; að fólk telji sér trú um að það sé að hlusta voða mikið á músík en svo er það kannski með takmarkaðan playlista í iPodnum og þá er það í raun með tappa í eyrunum og heyrir ekki músíkina út um gluggann hjá hinum. Ég finn það líka að krakkarnir skoða tónlistina öðruvísi en við gerðum hér áður fyrr og mér finnst það merkilegt hvað hún er sjónræn fyrir þeim. Fyrir fimmtán árum kenndi ég kúrs í FÍH-skólanum sem kallaðist „hlustun“ þar sem pælingin var að spila óvenjulegt stöff fyrir krakkana. Það voru alltaf mjög vel sóttir kúrsar og kom oft fyrir að ég gat spilað eitt- hvað fyrir krakkana sem kveikti á þeim. Til dæmis eins og að spila Vorblótið fyrir dauðarokkara í leð- urbuxum og hann sagði: Vá, ég hélt að ég væri rokk- ari! Svo byrjaði ég að kenna sama áfanga fimmtán ár- um síðar og það kom eiginlega enginn. Þeir sem komu sáu svo tónlistina öðruvísi en nemendur mínir fyrir fimmtán árum. Eitt af því sem ég geri, og gerði með krökkunum áður, er að hlusta á óvenjulega tónlist og spekúlera í henni, reyna að lýsa henni og fæ þá und- antekningarlaust sjónræna lýsingu, lýsingu á því hvað viðkomandi sér fyrir sér. Þegar mín kynslóð var í tónlistarnámi vorum við alltaf að afbyggja lögin, velta því fyrir okkur hvaða takttegund maður heyrði og hver hljómagangurinn væri og hvernig menn væru að nota hljóðfærin, en í dag er það alltaf hvað maður sér fyrir sér þegar maður heyrir lagið, allt mjög mynd- rænt.“ Hvíld að spila heima Eins og getið er í upphafi er Pétur ekki bara tónlistar- maður, hann hefur í mörgu að snúast og sífellt hlaðast á hann verkefni í tónsmíðum, tónleikahaldi, félags- störfum, kennslu – hvað varð um trommuleikarann? „Trommuleikarinn, réttara sagt hljóðfæraleikarinn, er enn að og í þessu stússi öllu fæ ég mikið út úr því að vera með hljóðfærin í kringum mig – það er ekkert óþol, ég er búinn að spila svo mikið í gegnum árin. Þegar maður er alltaf að spila eitthvað sem aðrir ákveða brennur maður dálítið út í því og ég hef aðeins fundið fyrir því. Það er því hvíld að spila hér heima, á trommur, marimbu eða píanóið, að spekúlera í mús- ík. Tölvan er líka að verða eins og hvert annað hljóð- færi. Ég byrjaði að nota tölvu 1997 þegar ég vann tón- list fyrir leikrit og tók upp á tölvuna, þó aðstaðan hafi verið frumstæð og með tímanum hefur tölvan orðið mér mikilvægari. Eitt af því sem ég geri mér til skemmtunar er til dæmis að ég spila eitthvað, til dæmis á marimbuna, og reyni svo að gera eitthvað heillegt úr því í tölvunni sem er allt önnur nálgun en að semja lag og útsetja og spila það inn. Ég er af þeirri kynslóð sem lítur oft á tölvuna sem segulband, en hjá ungum tónlistarmönnum sem ég vinn með, til dæmis Ödda Mugison, er tölvan nýtt hljóðfæri og ég er að læra það og farinn að fíla það núna. Það fellur líka vel að því sem maður er alltaf að reyna að gera sem hljóðfæraleikari – að komast yfir sjálfan sig sem hljóðfæraleikara og geta byrjað að músísera. Jazzhátíð í Reykjavík fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á síðasta ári og framundan er næsta hátíð; hefst næstkomandi föstudag með beinni djassútsendingu úr Útvarpshúsinu og stendur síðan til mánaðamóta. Pét- ur hefur stýrt hátíðinni undanfarin fjögur ár með góðum árangri sem sést meðal annars af því að að- sókn að henni hefur aldrei verið meiri. Þegar ég rifja það upp með honum að um tíma hafi svo virst sem Jazzhátíðin myndi líða undir lok vegna minni áhuga á djass almennt tekur hann í sama streng, segir að það hafi margir verið þeirrar skoðunar að djassáhugi Ís- lendinga væri nánast að hverfa en annað hafi komið á daginn og sannist nú á Jazzhátíð Reykjavíkur 2010. Tónlist Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fastur í djassi Trommuleikarinn Pétur Grétarsson er ekki bara trommuleikari heldur spilar hann á ýmis hljóðfæri önnur, semur tónlist og tekur upp, stússast í ýmislegu félagsstarfi, kennir og stýrir Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst næstkomandi laugardag í 21. sinn. ’ Hljómagangur er bara hljóma- gangur hvort sem bítið er ding diggaring, diggaring, diggaring eða eitthvert frumskógabít. Ég held að sem betur fer komi fólk inn í skólann og læri það að það verður sjálft að uppgötva sína tónlistarlegu hug- myndafræði og geri það síðan hik- laust. Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.