SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 53

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Page 53
8. ágúst 2010 53 F ranska skáldkonan Fred Vargas skrifar alla jafna forvitnilegar glæpasögur og helsta söguhetja hennar, lögregluforinginn Jean- Baptiste Adamsberg, er einkar skemmti- legur fýr. Aðferðir Adamsbergs eru frá- brugðnar því sem gengur og gerist, lítið um æsilegan eltingarleik og villta skotbardaga og þó það sé heilmikill hasar í bókunum þá er hann byggður upp smám saman; allt í einu tekur lesandinn eftir því að hann er farinn að fletta síðunum svo hratt að hann nær varla að lesa þær – óforvarandis rífur spennan mann áfram uppúr zeníski hug- leiðingu Adamsbergs um hrísluna og strauminn. Varúlfurinn er önnur bókin í röðinni þar sem Adamsberg er í aðalhlutverki, en bókin segir frá þorpi í frönsku Ölpunum sem glímir við illvígan dýrbít, eiginlega risaúlf. Þegar skepnan fer svo að bíta menn liggur í augum uppi að skepnan er varúlfur, eða hvað? Óvenjulegt þríeyki, tónskáld sem vinnur við pípulagnir, fjörgamall fjárhirðir og fransk-afrískur prins ákveða að komast að því hvað sé eiginlega á seyði. Adamsberg kemur eiginlega ekki við sögu fyrr en nokkuð er liðið á bókina og tekur ekki þátt í hamaganginum fyrr en eftir miðja bók. Það lifnar yfir sögunni í hvert sinn er hann birtist, en frásögnin af þrenningunni hefur sinn sjarma og þorpinu svo vel lýst að maður sér það fyrir sér – mann dauðlangar að fara í Alpaferð í næstu Frakklandsheimsókn, ef ekki nema til ann- ars en að kynnast þeirri lyktarveröld sem þar er lýst af svo mikilli íþrótt. Þessi reyfari er á skjön við það sem helst hefur verið að okkur rétt undanfarið; hann er harðari en skandinavísku vandamála- sögurnar og manneskjulegri og flóknari en bandarísku spennutryllarnir. Fyrir vikið þarf maður aðeins að stilla sig á rétta bylgjulengd til að meðtaka hann en það er líka þess virði. Bestu meðmæli fá líka aðrar bækur Fred Vargas, til að mynda sögurnar af „guðspjallamönnunum“ þrem. Varúlfurinn, hríslan og straumurinn Bækur Varúlfurinn bbbnn Eftir Fred Vargas. Bjartur gefur út. Guðlaugur Berg- mundsson þýddi. Árni Matthíasson Franska skáldkonan Fred Vargas. sína á blekkingu. Þá vaknar nokkur samúð lesandans með söguhetjunni, sem er alltaf kostur í lestrarupplifun. Sagan er einstaklega vel skrifuð, það er ögun í stílnum án þess að stirð- leika gæti. Textinn rennur einkar ljúflega áfram og þar eru endurtekningar notaðar á sérlega fimlegan hátt. Fyndni sögunnar er þess eðlis að bæði börn og fullorðnir ættu að skemmta sér hið besta. Boðskap- urinn er svo augljós, án þess að vera pre- dikunarkenndur um of: Dramb er falli næst. Það er ástæða til að fagna endurútgáfu Spóa, og jafn rík ástæða er til að hrósa því hversu vel er staðið að útgáfunni. Myndir Jóns Baldurs Hlíðberg af íslensku fugl- unum eru mikið augnayndi og upplestur Ólafíu Hrannar á sögunni er einkar skemmtilegur og lifandi - og ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Lesendur geta ekki verið annað en ánægðir. Ólafur Jóhann Sigurðsson Barnasaga hans Spói stendur enn fyrir sínu. 19. júlí til 2. ágúst 1. Það sem mér ber – Anne Holt, Salka 2. Makalaus – Þorbjörg Marinósdóttir, JPV útgáfa 3. Vegahandbókin, 2010 – Steindór Steindórsson, Útkall 4. Ísfólkið 44: Skapadægur – Margit Sandemo, Jentas 5. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guð- mundsson & Ragnar Th. Sigurðsson, Uppheimar 6. 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæð- inu – Reynir Ingibjartsson, Salka 7. Góða nótt, yndið mitt – Dorothy Koomson, JPV útgáfa 8. Íslenska plöntuhandbókin – Hörður Kristinsson, Mál og menning 9. Bókmennta og kartöflubökufélagið – Mary Ann Shaffer, Bjartur 10. Aldrei framar frjáls – Sara Blædel, Undirheimar Frá áramótum 1. Rannsóknarskýrsla Alþingis – Rannsóknarnefnd Alþingis, Alþingi 2. Póstkortamorðin – Liza Marklund/ James Patterson, JPV útgáfa 3. Góða nótt, yndið mitt – Dorothy Koomson, JPV útgáfa 4. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson, Bjartur 5. Hafmeyjan – Camilla Läckberg, Undirheimar 6. Nemesis – Jo Nesbø, Uppheimar 7. Stúlkan sem lék sér að eldinum – Stieg Larsson, Bjartur 8. Svörtuloft – Arnaldur Indriðason, Vaka-Helgafell 9. Makalaus – Þorbjörg Marinósdóttir, JPV útgáfa 10. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guð- mundsson & Ragnar Th. Sigurðsson, Uppheimar Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Listinn byggist á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Bókaversluninni Iðu í Lækjargötu, Hagkaupum Eiðistorgi, Kringlunni, Skeifunni, Holtagörðum, Spönginni, Smaáratorgi, Garðabæ, Njarðvík, Borgarnesi og Akureyri, Nettó Mjódd, Salavegi, Grindavík, Akureyri og Höfn, Strax Hófgerði, Búarkóri, Flúðum, Akranesi og Búðardal, Úrval Hafnarfirði, Selfossi, Njarðvík, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduósi, Dalvík og Akureyri. T ilurð bókarinnar Bókmennta- og kartöflubökufélagið má rekja aftur þrjátíu ár, þegar höfundur hennar, Mary Ann Shaffer, varð stranda- glópur á flugvellinum á Guernsey-eyju. Á milli þess sem hún gerði sér ferðir í sælgæt- issjálfsalana og inn á karlaklósettið til að ylja sér á handþurrkunni, las hún bækur úr bókaverslun flugvallarins, sem margar hverjar fjölluðu um lífið á Guernsey í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig kviknaði áhugi hennar á hernámi Þjóðverja á eyjunni en það var aðeins með dyggum stuðningi vina og fjölskyldumeðlima eins og Annie Bar- rows (sem lauk við bókina þegar Mary Ann veiktist) sem henni tókst loksins að ljúka við skáldsöguna sem hún hafði gengið með í maganum. Árið er 1946 og Juliet Ashton er ungur og upprennandi rithöfundur í London. Einn daginn berst henni bréf frá Dawsey nokkr- um Adams, sem er íbúi á Guernsey en hefur fyrir tilviljun komist yfir bók eftir Charles Lamb sem var í eigu Juliet, og langar að vita hvort hún geti hjálpað honum að ná í fleiri. Juliet kemst að því að Dawsey er meðlimur í hinu forvitnilega Bókmennta- og kart- öflubökufélagi og fær að vita allt um það hvernig félagið var stofnað á hernámsárum Þjóðverja á eynni í kjölfar þess að ná- grannakona hans faldi svín heima hjá sér. Það er best að segja ekki mikið meira. Juliet, sem sjálf missti íbúðina sína í loftárásum Þjóðverja, verður heilluð af meðlimum bókafélagsins og frásögnum þeirra af lífinu á eynni og þegar hún ákveður svo að flytja til Guernsey til að skrifa um hernámið, fléttast sögur þeirra og hennar. Bókin er á sendibréfaformi sem er snúið að gera vel og á einstaka stað verður frá- sögnin svolítið þvinguð af því að það er verið að reyna að koma svo miklum upp- lýsingum að í bréfunum. Það sama má segja um bækurnar sem félagar í bókaklúbbnum lesa, það er dálítið eins og það hafi legið fyrir listi af einhverjum stórbókmenntum sem höfundarnir vildu endilega koma að og hafa svo dreift niður á bókaklúbbsmeðlimi eftir því sem hentaði. Að því sögðu er Bókmennta- og kart- öflubökufélagið yndisleg bók. Það er aug- ljóst að Mary Ann hefur sankað að sér hafsjó af fróðleik um hernám Guernsey-eyjar og hún fléttar hann skemmtilega inn í sögu furðulegra og frábærra persóna sem manni fer smám saman að þykja vænt um. Í Bók- mennta- og kartöflubökufélaginu er að finna mikla sagnfræði, dálítið af bók- menntum og svona örlítið af væmni og rómantík. Tilvalin bók til að hjúfra sig með ef maður verður einhvern tímann stranda- glópur á flugvelli. Yndisleg bók um kostulegt félag Bækur Bókmennta- og kartöflubökufélagið bbbmn Eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Bjartur, 2010. 326 bls. Kilja. Hólmfríður Gísladóttir Þegar ég var að taka 101 dag í Bagdad á Bókasafninu kom bókavörður hlaupandi á eftir mér með þessa í hendinni og sagðist þess fullviss að ég vildi líka lesa hana. Hún hafði rétt fyrir sér. Höfundurinn Siba Sha- kib er alin upp í Íran en býr nú á Vestur- löndum. Hún hefur hins vegar eytt drjúg- um tíma í Afganistan og segir í þessari bók sögu Shirin-Gol, afganskrar konu sem lif- að hefur lífinu á flótta. Hún var neydd til að giftast manni sem vann hana í spilum, pínd, kvalin og niðurlægð á óteljandi hátt, en heldur samt í alveg magnaðan styrk og lífsvilja. Pigs in Heaven / Barbara Kingsolver Kingsolver er búin að raða inn verð- launum undanfarið, en þessa bók skildi gestur eftir á borðinu hjá okkur. Hún fjallar um Cherokee-indíána í Bandaríkj- unum og vanda þeirra við að halda í menningararfinn, þótt búningurinn sé spennandi skáldsaga, væmin á köflum og ósköp falleg. Fannst líka skemmtilegt að hún gerðist að hluta á þeim slóðum sem ég hef ferðast um, gerði mér auðveldara að sjá þetta allt fyrir mér. Hún sýnir líka hversu flókin þessi tilvera getur verið, að tilheyra tveimur menningarheimum – og gerir sitt til að draga upp aðra mynd af indíánum en að þeir séu allir með tölu drykkjusvolar og hálfgerðir aumingjar. Nígeríski rithöfundurinn Chimamanda Ngozi Adi- chie er í náttborðsbunka Þóru Arnórsdóttur. Ljósmynd/Beowulf Sheehan

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.