SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 8

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 8
8 15. ágúst 2010 S á yðar sem syndlaus er kasti fyrsta stein- inum,“ segir í Jóhannesarguðspjalli að Jesús Kristur hafi svarað til þegar skorað var á hann að dæma í máli konu sem staðin var að því að drýgja hór. Lögmál Móses boðaði að slíkar konur skyldu grýttar til dauða. Dauðarefsing með grýtingu hefur tíðkast í mörg- um trúarhópum og menningarsamfélögum í gegnum tíðina. Slíkar refsingar tíðkuðust meðal Forn-Grikkja og á þær er minnst bæði í Gamla og Nýja Testa- mentinu og í Talmúð. Í Kóraninum er hinsvegar hvergi minnst á grýtingu, en engu að síður eru dauðarefsingar með þessum hætti fyrst og fremst tengdar íslam í dag og vekja jafnan mikinn óhug umheimsins. Börnin berjast fyrir lífi móður sinnar Eitt slíkt dæmi hefur verið í kastljósi vestrænna fjölmiðla síðustu vikur. Vorið 2006 mátti Sakineh Mohammadi Ashtiani þola 99 svipuhögg fyrir að eiga í ólöglegu ástarsambandi við tvo menn eftir að hún varð ekkja. Haustið sama ár var mál hennar tekið upp að nýju og hún sökuð um að hafa haldið fram hjá eig- inmanni sínum meðan hann lifði. Fyrir hið meinta hórdómsbrot var hún dæmd til að verða grýtt til dauða. Hún hefur setið í fangelsi síðan og beðið dauða síns en athygli umheimsins var ekki vakin fyrr en í sumar fyrir þrotlausa baráttu tveggja barna hennar sem segja að móðir þeirra sé höfð fyrir rangri sök og vilja lífi hennar þyrmt. Sonur hennar Sajad, sem var á sínum tíma, þegar hann var 17 ára gamall, þvingaður til að horfa á Ashtiani hýdda, segir að tilhugsunin um móður þeirra grafna í jörðu og grýtta hafi verið honum og systur hans Farideh martraðarefni árum saman. Málið hefur orðið hið óþægilegasta fyrir írönsk yfirvöld eftir að börnum Ashtiani tókst, með að- stoð íranska lögfræðingsins Mohammed Mostafaei og þýska mannréttindafrömuðarins Mina Ahadi, að ná athygli vestrænna fjölmiðla, en breska blað- ið Guardian sagði fyrst frá því. Síðan hafa borist misvísandi skilaboð frá yf- irvöldum í Íran. Fyrst var tilkynnt að dauðarefs- ingunni hefði verið breytt úr grýtingu í hengingu en síðar héldu embættismenn í Íran því fram að Ashtiani væri einnig sek um aðild að morði manns- ins síns og skyldi eftir sem áður verða grýtt. Fjöl- miðlum í Íran er bannað að fjalla um málið og lög- fræðingur Ashtiani, Mohammed Mostafei er nú eftirlýstur og flúinn frá heimalandinu. Hann hefur óskað eftir pólitísku hæli í Noregi. Óvænt „játning“ í sjónvarpinu Ashtiani hefur alla tíð neitað því að hafa átt þátt í morði eiginmanns síns. Það er að segja þangað til síðastliðinn miðvikudag. Þá kom hún óvænt fram í ríkissjónvarpi Írans og játaði með titrandi röddu bæði framhjáhald og þátttöku í morðinu. Lögfræð- ingur hennar segir að hún hafi verið pyntuð og barin í tvo sólarhringa áður en hún las upp játn- inguna. Í útsendingunni fordæmdi hún meðal ann- ars vestræna fjölmiðla fyrir að skipta sér af einkalífi hennar. Hún gagnrýnd einnig lögfræðinginn Mos- tafaie fyrir að blanda sér í málið. „Hvers vegna þurfti hann að fara með mál mitt í sjónvarpið? Hvers vegna hefur hann niðurlægt mig svona,“ sagði hún. Fleiri bíða sömu örlaga Málflutningur hennar í „játningunni“ stangast al- gjörlega á við allar yfirlýsingar hennar hingað til sem og viðtal sem birtist við hana í The Guardian í síðustu viku. „Þeir ljúga. Þessi alþjóðlega athygli á máli mínu er svo óþægileg fyrir þá að þeir reyna hvað þeir geta til að dreifa athyglinni og rugla fjöl- miðla svo þeir geti drepið mig í laumi,“ hafði Gu- ardian eftir Ashtiani. Stuðningsmenn hennar óttast að nú þegar játning hafi verið þvinguð fram verði dauðadómnum yfir Ashtiani flýtt og honum fram- fylgt í skjóli nætur. Annað eins hefur gerst. Það óvenjulega í máli Ashtiani er ekki grimmdin í dómnum, heldur að hún fékk athygli umheims- ins, þökk sé börnum hennar. Írönsk yfirvöld til- kynna aldrei opinberlega þegar dæmt er til grýt- ingar. Það er því undir ættingjum og lögfræðingum komið að upplýsa fjölmiðla um slíka dauðadóma og fæstir taka þá áhættu. Að minnsta kosti 12 konur og 3 karlar sitja dauðadæmd í Íran og bíða þess að verða grýtt. Flest munu þau mæta örlögum sínum án þess að nokkur heyri sögu þeirra. Grýtt til bana Vikuspegill Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Grimmileg refsing sem viðgengst enn Dauðadæmd „Þegar ég sofna á kvöldin velti ég því fyrir mér hverjir gætu hugsað sér að grýta mig,“ segir Sakineh Ashti- ani. Dauðadómur með grýtingu er framkvæmdur þannig í Íran að hinn dæmdi er vafinn í hvít klæði og grafinn í jörð. Karlar eru grafnir upp að mitti en konur upp að hálsi. Þá er sér- staklega kveðið á um það í lögum að grjótið megi ekki vera svo stórt að það geti fram- kallað dauða í fyrsta kasti, né svo lítið að áverkar verði of vægir og aftakan dragist á langinn. Ítarlega skilgreint Grýtingar eru ekki rótgróið form dauðarefsingar í menningu Írans heldur voru þær innleiddar eftir byltinguna árið 1979 en á síðustu árum hafa þær raunar verið fremur fátíðar. Hugmyndafræðin á bak við grýtingu virðist vera sú að um refsingu alls samfélagsins sé að ræða, þar sem einn steinn, byssukúla, reipi eða eitur- sprauta valdi ekki dauðanum heldur sameiginlegt átak. Lögfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Shir- in Ebadi rifjar það upp í pistli, sem hún skrifar um mál Ashtiani og birtist í The Guardian, að þegar hún starfaði sjálf sem dómari í Íran fyrir bylting- una hafi lagabókstafurinn á engan hátt skipt sér af kynlífi tveggja fullorðinna einstaklinga. Með byltingunni hafi hinsvegar verið innleidd lög sem séu ótrúlega ströng, jafnvel fyrir íslam. Skv. þeim var kynlíf utan hjónabands gert refsi- vert með 100 svipuhöggum. Refsingin fyrir framhjáhald er grýting. Mun fleiri konur hljóta þann dóm en karlar, þótt fræðilega séð eigi refs- ingin við um bæði kynin. Dauðarefsing með grýtingu er afar umdeild meðal múslímskra klerka og ekki ríkir eining um hvort hún samræmist íslam eða ekki. Fjöldi ísl- amskra dómara og lögfræðinga hefur gagnrýnt grýtingu harðlega, þar á meðal Ayatollah Yousef Saanei. Auk Írans hafa verið dæmi um aftökur með grýtingu m.a. í Sómalíu, Afganistan og Súd- an. Síðan sjaríalög voru innleidd í Nígeríu árið 2000 hefur líka fjöldi múslíma verið dæmdur til grýtingar þar en engum dómanna hefur enn verið framfylgt. Engin eining um grýtingu í íslam Írönsk kona vekur athygli á grimmdinni sem felst í grýtingu með mótmælastöðu í Brussel.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.