SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 9
15. ágúst 2010 9
Þeir voru eitt vinsælasta stráka-
bandið á sínum tíma og trylltu
ófáar unglingsstúlkurnar sem
kiknuðu í hnjánum yfir syk-
ursætum drengjunum í Take
That. Segja má að nýtt Bítlaæði
hafi gripið um sig í heimaland-
inu og lög eins og Pray og Back
for good fóru beint í efsta sæti
breska vinsældalistans og víðar.
Ævintýrið entist í um áratug en
einn góðan daginn fékk Robbie
Williams nóg og skildi við félaga
sína sem eftir stóðu ráðalausir
og hljómsveitin var lögð niður.
Frægðarsól Robbie Williams hef-
ur heldur betur risið síðan þá en
það eru líklegast ekki margir
sem vita um afdrif hinna hljóm-
sveitarmeðlimanna.
Einn sykursætu drengjanna í
Take That er Manchester-
drengurinn Jason Thomas Or-
ange sem fæddist í iðnaðarborg-
inni góðu hinn 10. júlí árið
1970. Jason hætti í skóla 16
ára gamall til að láta draum
sinn um að verða dansari ræt-
ast og fékk loks starf sem dans-
ari í sjónvarpsþættinum The Hit-
man And Her sem vinsæll var í
Bretlandi á sínum tíma. Þannig
komust Jason og félagi hans í
kynni við Nigel Martin Smith
sem þá var að setja saman
strákaband. Þetta var árið 1990
og rúllaði boltinn hægt af stað
en um 1992 fór allt að gerast
og lög Take That að slá í gegn.
Þegar draumurinn var úti
ákvað Jason að nóg væri komið
af því að dansa og syngja í bili,
venti sínu kvæði í kross og hélt
í ferðalag til Taílands. Þar kúpl-
aði hann sig algjörlega út úr lífi
hinna ríku og frægu og eyddi
þess í stað dágóðum tíma í and-
lega leit að sjálfum sér. Það
datt því engum í hug að hann
myndi nokkurn tímann snúa aft-
ur á sviðið en hann stóðst þó
ekki mátið árið 2006 þegar
Take That kom saman aftur og
hélt í tónleikaferð. Síðan þá hef-
ur Jason aðallega komið fram í
breskum sjónvarpsþáttum bæði
sem leikari og söngvari. Nú í
sumar fagnaði Jason fertugs-
afmæli sínu í Manchester
ásamt tvíburabróður sínum Just-
in og leigði heilt hótel undir her-
legheitin svo honum virðist hafa
tekist að koma ár sinni ágæt-
lega fyrir borð.
Hvað varð um...
...Sæta sykurpúðann úr Take That
Jason, annar til vinstri, ásamt félögum sínum í Take That.
Óþekktaranginn Robbie er
sjálfsagt frægastur Take
That meðlima.
Reuters
nú er besti tíminn til aÐ
byggja, breyta og bæta
nýtum tækifærið og
ráðumst í framkvæmdir!
Þeir sem grípa tækifærið og ráðas
t í framkvæmdir núna,
fá 100% endurgreiðslu á virðisaukas
katti af keyptri vinnu
á byggingarstað. Að auki fæst frá
dráttur frá
tekjuskattsstofni sem getur numið
allt að
300.000 krónum.*
Við álagningu opinberra gjald
a árin 2011 og 2012 getur fólk
fengið frádrátt frá
tekjuskattsstofni sem nemu
r 50% af þeirri fjárhæð sem
greidd var vegna vinnu á
byggingarstað (án vsk.) á ár
unum 2010 og 2011. Hámark fr
ádráttarins er 200.000 kr.
hjá einstaklingi og 300.000 kr
. hjá hjónum og samsköttuð
um.
DÆMI:
Hjón láta vinna trésmíðavinnu
hjá sér árið 2010.
Heildarfjárhæð m. vsk.:
937.050 kr.
þar af er vinna án vsk.:
493.121 kr.
Endurgreiðsla vsk. samtals: 125.746kr.
Til viðbótar lækkar tekjuskatts
stofn þess
sem hefur hærri stofninn um 2
46.560 kr.
við álagningu árið 2011.
*
H
V
T
A
H
S
I
/S
A
1
0
-1
2
5
7