SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 21
15. ágúst 2010 21 V ið „Við meðhöndlum í fyrsta lagi fólk með hjartabilun sem er langt gengin og þá erum við að gefa því lyf í æð, fylgjast með einkennum, hvernig lyfjameðferðin virkar og fylgjast með blóðprufum,“ segir Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á göngudeild hjartabilunar. „Þetta fólk er í viðvarandi eftirliti og þarf mikinn stuðn- ing. En síðan kemur hingað fólk með vægari stig hjartabil- unar, sem er kannski hérna í þrjá til sex mánuði. Þá erum við að stilla lyfjameðferð við hæfi, fræða fólk um sjúk- dóminn og hjálpa því aftur af stað út í sitt daglega líf. Það heldur áfram með sína daglegu rútínu og er áfram í eftirliti hjá sínum hjartasérfræðingi úti í bæ.“ – Orsakir hjartabilunar geta verið ýmsar? „Já, algengasta orskökin er kransæðasjúkdómur, síðan eru það lokusjúkdómar, hár blóðþrýstingur og hjarta- vöðvasjúkdómar sem geta verið meðfæddir.“ – Er forvörn í því að greinast snemma? „Já, forvarnir skipta mjög miklu. Því fyrr sem fólk greinist t.d. með háþrýsting, kransæðasjúkdóm eða loku- sjúkdóma, því betra. Ef fólk er til dæmis með háan blóð- þrýsting í nokkur ár og ekkert er að gert, þá leiðir það smám saman til þess að starfsemi hjartavöðvans skerðist og oft er það ekki afturkræft. Of háum blóðþrýstingi fylgja ekki endilega nein einkenni en þó stundum höfuðverkur og svimi. Ég get nefnt sem dæmi, að ef konur greinast með háan blóðþrýsting á meðgöngu, þá þarf að fylgja því eftir. Yfirleitt gengur það til baka, en ekki endilega. Hingað hafa koma konur sem hafa fengið háan blóðþrýsting á með- göngu og einhverra hluta vegna ekki haldið áfram í eftirliti og blóðþrýstingurinn áfram verið of hár. Það hefur síðan leitt til starfsemisskerðingar í hjartavöðvanum. Hvað varðar kransæðasjúkdóm þá leyna einkenni sér yfirleitt ekki, honum fylgir brjóstverkur, með eða án leiðni út í handleggi eða kjálka og þrekskerðing. Þetta eru einkenni sem vekja strax grunsemdir. Mikilvægt er að fólk sé vakandi fyrir þessu og ef það er ættarsaga um krans- æðasjúkdóm þess þá heldur. Við vitum að það er sterk fylgni í fjölskyldum.“ – En háþrýstingur er varasamari? „Háþrýstingur er varhugaverður, hann getur komið aftan að fólki, því honum fylgja ekki endilega ákveðin ein- kenni. Hann hefur því stundum verið nefndur „the silent killer“, því hann skaðar ef ekkert er gert til langs tíma. Hjartavöðvinn er þá stöðugt að dæla blóði gegn háum þrýstingi í slagæðakerfinu. Það er áreynsla fyrir hjarta- vöðvann og með tímanum stækkar hann og samdrátt- argetan minnkar.“– Hvað koma margir á göngudeildina? „Á hverjum tíma eru að meðaltali fimmtíu einstaklingar í virku eftirliti, langflestir með alvarlega hjartabilun, langt gengna. Þá stýrum við lyfjameðferðinni, fólk fer í rann- sóknir eftir þörfum, það getur verið hjartaómun, rönt- genmyndataka, blóðprufur. Það er fundað um hvern sjúkling fyrir sig og farið yfir hvað er skynsamlegast í stöðinni ef einkennin versna mikið, hvaða úrræði höfum við. Þessir sjúkingar þurfa mikinn stuðning en lífsgæði þeirra eru oft mjög skert vegna mikilla einkenna auk þess sem álag á maka og aðra nákomna er mikið. Innlagnir á sjúkrahús eru gjarnan mjög tíðar en okkur hefur tekist að draga úr þeim með því að veita meðhöndlun hér í göngu- deildinni. Við reynum að vera í miklu samstarfi við heimaþjónustuna í Reykjavík, til að létta sjúklingum okk- ar sporin, þannig að þeir þurfi ekki alltaf að koma hingað. Þá gefur heimahjúkrunarfræðingur lyfin í æð og er í sam- ráði við okkur. Það er athyglisvert að þrátt fyrir að sjúklingar með hjartabilun hafi oftast fengið mikla og góða fræðslu í gegn- um tíðina, er gjarnan misskilningur um margt bæði er varðar orsakir og einkenni. Það er afar mikilvægt að þekkja einkennin til að geta lifað með þennan sjúkdóm, hvernig á að bregðast við og hvert er hægt að hringja ef eitthvað kemur upp á. Og það er meðal annars hlutverk göngudeildarinnar að taka við slíkum símtölum. Þetta gengur í raun út á að fólk geti lifað eins eðlilegu lífi og hægt er, þannig að sjúkdómurinn nái ekki að stjórna daglegu lífi. Um leið og einkennin versna, mæðin eykst og/eða þyngdin fer hratt upp á vigtinni, er það af því að það safnast fyrir vökvi/bjúgur. Þá þarf það strax að vita hvaða lyf á að taka eða hafa samband og koma hingað. Fólk þarf því að þekkja vel inn á sjúkdóminn, þannig að geti haft nokkra stjórn, og það getur síðan leitað til okkar eftir þörfum.“ – Hvað um forvarnir gagnvart kransæðasjúkdómum? „Reykingar eru mjög stór áhættuþáttur, mataræðið skipt- ir miklu og hreyfingin og einnig hefur langvarandi streita slæm áhrif. Einnig hefur sykursýki áhrif og mjög mik- ilvægt er að greina hana og meðhöndla. Það er ráðlegt að forðast þetta feita fæði, franskar og kokteilsósu, og hörðu fituna eða dýrafituna – alla fitu sem harðnar í ísskáp. Það er ágæt þumalputtaregla. Það er óhagstæð fita, sem safnast inn á æðaveggina. Kransæðasjúkdómur kemur til af því, að með tímanum harðna æðaveggirnir, missa eftirgefanleika sinn, og það leiðir til þess að úrgangsefni úr blóðinu safnast inn á æða- veggina. Þetta sést í kransæðamyndatöku, að æðavegg- irnir fara að þrengja að blóðrennslinu. Þarna getur síðan myndast blóðsegi og þá er yfirvofandi bráð lokun í krans- æðinni og öllu máli skiptir að enduropna hana sem fyrst til að lágmarka skaðann sem af hlýst í hjartavöðvanum. Við sjáum það strax í hjartalínuriti ef þetta gerist, förum beint með sjúklinginn á þræðingarstofu, tekin er röntgen- mynd af kransæðunum til að sjá hversu stór stíflan er og í hvaða æð, og svo er bara hafist handa við að enduropna æðina og gjarnan sett stoðnet til að halda henni opinni. En fyrir utan lífsstíl sem við stjórnum auðvitað alfarið sjálf þá eru ákveðnir áhættuþættir sem við getum ekki stjórnað. Sumir eru óheppnir og gen virðast hafa þarna áhrif., Tíðni hjarta-og æðasjúkdóma er meiri í sumum fjölskyldum en öðrum. Þannig t.d. er algengi hárrar blóðfitu meira í sum- um fjölskyldum en öðrum. Stundum má lækka kólester- ólmagn í blóðinu með því að hreyfa sig rösklega reglulega.. – Af hverju hafa reykingar áhrif? „Af því að það eru mörg skaðleg efni í sígarettum, eitt þeirra er níkótín sem eyðileggur æðaveggina að innan, það veldur háum blóðþrýstingi og eykur hjartslátt. Reykingar stuðla þannig beint að kransæðasjúkdómi. En reykingar eru ekki aðeins slæmar fyrir kransæðarnar, heldur einnig fyrir allt slagæðakerfið. Margir karlmenn sem reykja glíma við getuleysi og reykingar hafa svipuð áhrif á kynlíf kvenna. Þannig að við getum ekki bara einblínt á að reyk- ingar valdi kransæðasjúkdómum, þó okkur stafi mest ógn af þeim, heldur þurfum við að horfa til allrar líkamsstarfs- seminnar, útlima og líffæra.“ – Er mikið um reykingafólk hér á göngudeildinni? „Hér eru flestallir hættir að reykja. Við þurfum yfirleitt ekki að hjálpa fólki að hætta að reykja, það er yfirleitt komið með það mikinn sjúkdóm, að það hefur náð því að hætta að reykja upp á eigin spýtur. En auðvitað hafa alls ekki allir reykt sem koma hingað.“ – En harðari efni? „Kókaín er sérstaklega hættulegt, því ef fólk sprautar sig með því, þá veldur það svo miklum æðasamdrætti, krans- æðarnar geta lokast og fólk dottið niður í hjartastoppi. Þannig að kókaín veldur skyndidauða og hjartsláttartrufl- unum. Þetta getur líka gerst ef fólk sniffar það. Það koma hingað á Hjartagáttina einnig unglingar með hjartslátt- aróreglu af því að neyta örvandi efna og það getur þurft að leggjast inn til meðferðar. En það á líka við um ýmis þess- ara efna sem fólk neytir í tenglsum við líkamsrækt, það kemur alltaf annað slagið upp á yfirborðið, fyrir utan ster- ana sem geta verið skaðlegir og valdið því að hjartavöð- vinn stækkar og fer að missa samdráttargetu.“ Forvarnir skipta máli Stoðkerfi hjartans: Gunnar Mýrdal, hjartaskurðlæknir, Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur göngudeild hjartabilunar, Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir hjartadeildar, og Inga Þráinsdóttir hjartasérfræðingur. Göngudeildarstarfsemi í hjartalækningum á Landspít- alanum hefur verið vaxandi á undanförnum árum, ekki síst sérhæfð þjónusta eins og göngudeild hjartabilunar. Þá var nýlega opnuð hjartamiðstöð sem er kölluð Hjarta- gátt, en þar er samtvinnuð þríþætt starfsemi fyrir hjartasjúkl- inga; bráðaþjónusta, dagdeild og göngudeild, að sögn Dav- íðs O. Arnar, yfirlæknis Hjartagáttar. Áform eru um að efla dag- og gögnudeildarstarfsemi enn frekar á haustmánuðum. „Hjartagátt er staðsett á Hringbraut, í návígi við aðra mik- ilvæga þjónustu fyrir hjartasjúklinga, legudeildir, hjartarann- sókn og hjartaþræðingastofu. Hjartagáttin sinnir sjúklingum með allar tegundir hjartasjúkdóma þar með talið hjartabilun. Bráðveikum sjúklingum með hjartabilun er þannig sinnt á bráðaþjónustuhluta Hjartagáttar en þeim er síðan vísað áfram á legudeild hjartadeildar ef þörf krefur eða þeir útskrif- aðir til eftirlist á göngudeild hjartabilunar.“ Meðal annara sérhæfðra göngudeildir sem eru í boði fyrir hjartasjúklinga er göngudeild gangráða og bjargráða en þar er fylgt eftir einstaklingum sem hafa slík tæki. Starfsemi göngudeildar gangráða og bjargráða er mjög umfangsmikil með á fjórða þúsund heimsóknir á ári. „Notkun gangráða og bjargráða hefur farið vaxandi hjá þeim sem hafa hjartabilun,“ segir Davíð. „Sér í lagi hefur notkun á svokölluðum tvíslegla-gangráðum reynst gagnleg hjá þeim sem hafa hjartabilun. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að hjá völdum sjúklingum getur meðferð með tvíslegla- gangráði bætt hjartabilunareinkenni, bætt áreynsluþol og fækkað innlögnum á sjúkrahús vegna hjartabilunar- einkenna. Þessi ávinningur kemur til viðbótar við gagnsemi af lyfjameðferð við hjartabilun. Notkun tvísleglagangráða hefur farið vaxandi hérlendis undanfarin ár.“ Hjartagátt Flestallir eru löngu hættir að reykja, sem eru á göngudeild fyrir hjartabilun, að sögn Önnu G. Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings. Það er ekki að ástæðulausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.