SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Side 24
24 15. ágúst 2010 Gunnlaugur með suðurafrískum barnakór sem syngur á væntanlegri plötu Earth Affair. Þ ó flestir þekki Gunnlaug Briem eflaust helst fyr- ir það að vera trommuleikari í Mezzoforte, hef- ur hann einnig unnið talsvert að sólóverkefni síðustu ár. Verkefnið kallar hann Earth Affair og gaf út plötu undir því nafni fyrir fimm árum. Ný plata er í vinnslu og meðal annars tekin upp í Suður-Afríku þar sem Gunnlaugur kynnti sér stafsemi Nelson Mandela stofnunarinnar sem starfar í anda hugmyndafræði Mandelas. Fyrsta Afríkuferðin Gunnlaugur var nýlega staddur í Suður-Afríku með Mezzoforte, sem lék á Cape Town International- djasshátíðinni í fyrsta sinn. Að sögn Gunnlaugs hafði þá félaga lengi langað til að leika þar, en þetta var fyrsta Afr- íkuferð sveitarinnar frá því hún varð til fyrir aldarþriðj- ungi eða svo, en hún hefur víða farið á þeim tíma. Gunn- laugur segir og að það fylgi ákveðin forréttindi því að vera í hljómsveit eins og Mezzoforte, bæði það að sjá ólík lönd og svo að kynnast áhugaverðu fólki. „Djasshátíðin í Höfðaborg er þriðja stærsta djasshátíð í heimi og ótrúlegt að fá að spila í þessari heimsálfu á „Green Market Square“ í Höfðaborg fyrir tíú þúsund dansandi Afríkubúa. Við höfum stefnt lengi að því að taka þátt í hátíðinni, má segja að við höfum haft það á dagskránni í fimmtán eða tuttugu ár.“ Gunnlaugur segist jafnan hafa nýtt ferðir sveitarinnar til að skoða sig um í viðkomandi löndum eftir því sem færi hefur gefist og hann hafi líka gert það í þessari heimsókn til Suður-Afríku. „Eftirminnilegast fyrir mig var að fá að heimsækja Nelsons Mandela-stofnunina í Jóhannesarborg og fá að kynnast starfi hennar og því hvernig arfleifð Mandelas er haldið á lofti. Innan stofnunarinnar starfar öflugt fólk, en hann er enn tengdur henni þó hann sé orð- inn 92 ára, kemur enn á skrifstofuna heilsar upp á starfs- fólkið, skrifar undir skjöl o.fl. sem sýnir mikla tryggð við málstaðinn. Hann hefur gefið 67 ár ævi sinnar í baráttunni til félagslegs réttlætis og er mikil fyrirmynd okkar allra,“ segir Gunnlaugur. Earth Affair-hljómsveit Gunnlaugs lék á sínum tíma á sérstökum tónleikum til heiðurs Nelson Mandela í Noregi, en tónleikarnir sem haldnir voru í Tromsö í júní 2005 voru liður í alþjóðlegri alnæmistónleikaröð undir heitinu 46664, sem var fanganúmer Mandela í nærfellt þrjá ára- tugi á Robben eyju. Í framhaldinu gerðist Gunnlaugur ambassador fyrir Mandela og 46664. Heimsóknin til Jó- hannesarborgar var honum því innblástur, enda segir hann að sér þyki mikilvægt að geta tengt tónlist við eitt- hvað sem hann hafi trú á. „Ég hljóðritaði 10 barna kór í útjaðri Jóhannesarborgar fyrir nýju plötuna. Þau syngja ásamt íslenskum börnum svo það má segia að þarna syngi saman börn frá tveimur ólíkum heimsálfum sem búa við ólík skilyrði. Einnig var ég svo lánsamur að kynnast suð- ur-afrísku stórstjörnunni Vusi Mahlasela sem syngur með mér í einu lagi.Vusi er mikill karakter, vinur Mandela og frábær fulltrúi 46664. Hann er svona Bubbi Morthens þeirra Suður-Afríkubúa og syngur um harðræðið sem þetta fólk hefur þurft að þola.“ Við getum gert heilmikið „Það hafa margir fínir listamenn sett nafn sitt við þessi samtök og vilja gera eitthvað til að halda hugmyndum Mandela lifandi, enda hafa menn eðlilega áhyggjur af því hvað gerist þegar hann er horfinn, vilja reyna að halda þeim krafti sem er í samtökunum og þar komum við sem erum í músík aðeins við sögu. Okkar hlutverk er að gera það sem ég er að gera núna, að tala um starfið og láta það berast hvað stofnunin er að gera,“ segir Gunnlaugur, en hann fékk góða kynningu á starfseminni og því hvernig Mandela hefur barist gegn félagslegu óréttlæti í Afríku og í raun um heim, enda nái skilaboð hans til alls heimsins. „Það var líka upplifun að fá að hitta hann á sínum tíma, hann er svo gríðarlega sterkur einstaklingur með svo sterka rödd.“ Þó aðskilnaðarstefnan hafi verið lögð af í Suður-Afríku er enn margt ógert í landinu, þar er víða mikil fátækt og Öll tónlist er guðleg Gunnlaugur Briem hefur eytt lunganum af ævinni í að spila á trommur með Mezzo- forte, án þess þó að hafa beinlínis ætlað sér það. Hann segist hafa velt því fyrir sér um tíma að hætta að spila á trommur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Mezzoforte spilar á Cape Town International Jazz Festival í Suður-Afríku í apríl sl.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.