SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 34

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 34
M aðurinn er aldrei jarð- bundnari en svo, jafnvel hinn jarðbundnasti mað- ur, að hann fari ekki til Ameríku,“ skrifaði Halldór Kiljan Lax- ness í Sjálfstæðu fólki. New York er borg sem lyftir and- anum. Þó ekki væri nema þegar augun klifra upp skýjakljúfana. Það má öðlast skilning á Íslandssögunni með því að fara til Kaupmannahafnar, en New York er ein þeirra borga sem nauðsyn- legt er að heimsækja til að botna í mannkynssögunni. Manhattan er tiltölulega lítill reitur stórra atburða, enda vex borgin þar upp í loftið. Það má rekast á fræg kennileiti víða og þvælast um breið- götur með risaverslunum. En meira heillandi er að hanga í Soho og Lower East Side og skoða litlar búðir, margar sérviskufullar, og staldra við á smærri veitingastöðum og fá sér góðan mat. Þá er freistandi að leggja leið sína í Greenwich Village á kvöldin, til dæmis á Washington Square Park, samlagast ljósunum og myrkrinu og hverfa inn í stórborgina. Svo má líka hafa ýmislegt fyrir stafni. „Teflirðu í klúbbi?“ spyr tortrygginn skákmaður þegar nálgast miðnætti. Honum líst ekki á það þegar hann heyrir um þjóðerni mótherjans. Ísland. En lætur sig hafa það, blaðamaður leggur fimm dollara á borðið og skákin byrjar. Þetta er fyrir utan skákbúðina Vil- lage Chess Shop í Thompson-götu. Eigandanum bregður svo við atganginn að hann stingur höfðinu út. Þetta er lánsklukka og hann vill að hún haldist heil. Mannmergðin er mikil við Times Square, torg auglýs- ingaskiltanna, enda þarf að koma fyrir ógrynni af fólki og bílaumferð að auki. Fjölmargir hlaupa í Central Park, ekki síst á morgnana, og er óhætt að mæla með þeirri upp- lifun við hvern þann, sem vill kynnast hinni hliðinni á stórborgarlífinu – þeirri björtu. Sumir eru alltaf að hreyfa sig. Svo finnst öðrum notalegt að virða bara fyrir sér mannlífið. Fáir staðir eru kjörnari fyrir slíka tómstundaiðju en Central Park. Tíminn er fljótur að renna manni úr greipum í stórborginni New York. En það er líka allt í lagi. Manni leiðist ekki á meðan. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.