SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 42
42 15. ágúst 2010 S ony hefur gengið illa að halda lífi í MGM, þar sem eini blóð- gjafinn undanfarna áratugi er einmitt bálkurinn vinsæli um spæjara hennar hátignar, James Bond. Til stóð að sýna 23. myndina árið 2012, á 50 ára afmæli eins langlífasta „vöru- merkis“ kvikmyndasögunnar, þess í stað hlaðast hindranirnar upp, illvígari en nokkrar aðrar í langri sögu mynda- flokksins. Fyrir utan fjármálavandann og síaukið álag listamannanna sem eiga að koma við sögu, virðast erfiðleikarnir við að skrifa nothæft handrit, meiri en nokkurn grunaði. Það er ekki enn kom- ið fram á sjónarsviðið eftir stanslausa, áralanga yfirlegu. Í síðustu viku birtist ný hraðahindrun á torfærri leiðinni að 23. Bond- myndinni, þegar Daniel Craig, stjarna tveggja síðustu verkanna í bálknum, Casino Royale og Quantum of Fortune, skuldbatt sig til að leika í Hollywood- útgáfu The Girl With the Dragon Tattoo, eins og metsölubók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur, nefnist á ensku. Hún á að verða sannkölluð stórmynd undir leikstjórn Davids Fincher og eiga tökur að hefjast með haustinu. Það þýðir að Craig verður vant við látinn langt fram eftir árinu 2011. Nú um stundir er hann að leika í Cowboys and Indians, og búinn að lofa að manna framhaldsmynd – ef af verður. Á meðan Craig fjarlægist æ meir 007, er MGM að drukkna í baneitraðri skuldasúpu. Gamla stórveldið hefur safnað 4 milljörðum dala í hítina og hefur þegar orðið að gráta út sex fresti til að greiða niður vextina. Nú er komið að skuldadögum, lánardrottnar hafa gefið MGM lokafrest til 15. sept., annars fer fyrirtækið í gjaldþrot. Í millitíðinni fær það ekki leyfi til að stunda kvik- myndaframleiðslu. Löglega skotheldir samningar handhafa „vörumerkisins“, EON Productions, hafa staðið í vegi fyr- ir því að önnur kvikmyndaver hafi get- að hremmt þessa gullnámu. Á meðan fjárhagsvandamál og yf- irvofandi þrot MGM hafa verið nánast einu fréttirnar af þessu fyrrverandi stolti kvikmyndaborgarinnar, herma fregnir að þessi vandamál séu síður en svo þau einu hjá fyrirtækin. Leyndarm- úrar EON útiloka mestan hluta frétta um ástandið innan veggja kvikmynda- versins, en heimildarmenn, kunnugir innviðunum og óska nafnleyndar, segja að ósamkomulag listamanna og fram- leiðenda um útlit og inntak mynd- arinnar hafi tafið og skaðað hana gríð- arlega. Þessar heimildir greina frá því að Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes hafi unnið langtímum saman við að slípa og koma lagi á handrit Peters Morgan (Frost/Nixon), sem sjálfur hafði tekið yfir handrit Neils Purvis og Ro- berts Wade, gamalkunnra Bond- handritaskrifara. EON er því ekki búið að senda nothæft handrit til kvik- myndaversins sem á að dreifa mynd- inni, og er í þessu tilfelli MGM, eitt án stuðnings Sony, sem fjármagnaði síð- ustu tvær myndir. Vandinn er því sá að jafnvel þó að nýir eigendur komi að MGM og straui yfir hrukkurnar (talað er um Warner, eða samruna MGM, Spyglass og Sum- mit), þá bólar einfaldlega ekkert á skot- heldu handriti. Aukinheldur gæti 23. myndin lent í leikaravandræðum; Bond er búinn að skjóta Craig upp á stjörnu- himininn (hann fer t.d. með eitt aðal- hlutverkið í Tinna-mynd Spielbergs á næsta ári), og fræðingar telja víst að nýr leikari í hlutverkið komi ekki til greina. Handritsvandi nýjustu Bond- myndarinnar er hjúpaður leynd og þagnarskyldu en bestu menn hafa kom- ið við sögu og enginn efast um að að- dráttaraflið er enn til staðar. Einn vandinn er að gera myndina hæfa sem lok þrennu sem hófst á Casino Royale, en það hefur jafnan verið ásetningurinn. Þá þarf að fylla þúsund göt með góðum línum sem leysa erfiðleikana, m.a. vandann vegna fráfalls Vesper Lynde, ástkonu spæjarans. Það er augljóst að mikið er í húfi, ekki aðeins fyrir framleiðendurna, heldur alla leikarasúpuna sem hefur tekist á flug í síðustu tveimur myndum – sem tóku inn röskan milljarð dala á heimsvísu. Einlægir aðdáendur upp- götvuðu í Bondinum hans Craigs nýjan, myrkan Bond sem fjarlægðist gömlu njósnamynda-klisjurnar og yf- irgengilega brelluverkið sem allt var að kæfa í myndum Brosnans. Þó að vandi MGM lægi í loftinu, þá stóð aldrei til að hlutirnir færu á þenn- an veg. Þegar Mendes og Morgan komu að myndinni í ársbyrjun var MGM von- glatt um að tökur hæfust í sumar og myndin tilbúin að ári. Nú eru kvik- myndagerðarmennirnir sem áttu að leiða MGM og James Bond út úr eyði- mörkinni, horfnir á braut. Þó Mendes hafi ekki gefið James Bond #23, op- inberlega frá sér, er hann að hefja tökur á nýrri mynd, On Chesil Beach, sem byggð er á rómaðri bók Ians McEwan. Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond. Skyldi sögu njósnarans á hvíta tjaldinu ljúka með honum? REUTERS Er James Bond dauðans matur? Þar kom að því, nýjasta James Bond-myndin er í uppnámi. Öskur gamla ljónsins, MGM, eru að kafna í skuldafeni og engin bjargráð lengur tiltæk. Sjálfur 007, Daniel Craig, hefur engan tíma til að taka að sér hlutverkið í bráð og viðunandi handrit er ekki komið í leitirnar. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Laugardagur 14. ág., kl. 22.40 (RUV). Jackie Brown (1997) Leikstjóri Quentin Tarantino. J.B. (Pam Grier), flugfreyja, sem hefur lifað sitt fegursta, drýgir lág launin með peningaflutningum fyrir Ordell (Samu- el L. Jackson), smákrimma sem vill vera stórlax. Lögguna grunar einnig að skilorðs- gæslumaðurinn Louis (Robert Forster) sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Við sögu koma hjásvæfa Ordells, hin gufuruglaða og bólgraða Melanie (Bridget Fonda) og seinheppinn smákrimmi (Robert De Niro). Allir reyna að snúa á alla, en aðeins einn stendur uppi að lokum, með fúlguna í höndunum. Prýðileg skemmtun, glórulaust ofbeldið sem einkenndi fyrri myndir Tarant- inos, nánast horfið, nema sem nauðsyn- legt krydd í þessa gráglettnu jaðartilveru. Er á mörkum þess að sligast undir hömlu- lausri lengd, Q.T. hefði betur sleppt nokkr- um blaðsíðum úr bók Leonards. De Niro er óborganlegur sem einskisnýtur aulabárður og gaman að sjá Forster og Grier, smá- stjörnur frá sjöunda áratugnum, í fullri reisn. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. Gómorra – Gomorra (2008) Sunnudagur 15. ág. Kl. 21:00 (RUV). Leikstjóri:Matteo Garrone. Aðalleikarar: Toni Servillo, Gianfelice Imparato, Maria Nazionale. Ein eftirtektarverðasta og afdráttarlaus- asta mynd um ítök mafíunnar á Ítalíu á síðustu áratugum. Gómorra er byggð á bók Roberto Saviani um starfsemi glæpa- fjölskyldna í Napoli, háborg skipulagðrar glæpastarfsemi í landinu. Myndin hefur farið sigurför um heiminn, einkum á kvik- myndahátíðum og er hvalreki öllum kvik- myndaunnendum. Vann til fjölda verð- launa, meðal annars Gullpálmann í Cannes og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.  ½ Myndir helgarinnar í sjónvarpi Smástjörnur í fullri reisn Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.