SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 45
15. ágúst 2010 45 Þ jóðfræði hefur átt miklum vinsældum að fagna hér á landi síðan kreppan skall á. Fólk hefur keppst við að stunda þjóðlega iðju með því að taka slátur, prjóna eins og það eigi lífið að leysa og almennt að leita til fyrri gilda sem hér ríktu í sveitasamfélagi fyrri tíma. Sem fræði- grein hefur þjóðfræði líka sótt í sig veðrið og hafa sjaldan eða aldrei jafn margir nemendur lagt stund á nám í þjóðfræði við Háskólann og nú, bæði á grunn- og framhaldsstigi. Fræðigreinin er því sannarlega ekki lengur það olnbogabarn sem hún var í fyrstu en ýmist vildu fræðimenn setja hana undir aðrar fræði- greinar eða losna við hana að fullu. Svo virðist því sem þjóðfræðin hafi nú fengið uppreisn æru og óþarft að efast um annað en að komandi kynslóðir þjóð- fræðinga muni áfram halda merki hennar á lofti í framtíðinni. Þjóðin Menn leggja mjög mismunandi skilning í þjóðar- hugtakið og má kannski segja að það sé svolítið hol- ótt hugtak. Þótt oft sé talað um það af mikilli festu lekur úr því loftið þegar potað er í það. Þið eruð ekki þjóðin sagði stjórnmálamaður við fullan áhorfendasal ekki alls fyrir löngu og fékk bágt fyrir en hafði hann rangt fyrir sér? Hver er þjóðin er og hver talar fyrir hana? Hvernig lýsir maður henni? Þjóðin sem sérstök pólitísk eining er langt frá því að vera sjálfgefið fyr- irbæri og hugmyndin um sjálfræði þjóðar nokkuð ný af nálinni. Stundum er átt við alþýðuna þegar talað er um þjóðina – enda nátengd hugtök. En hverjir til- heyra henni? We are all the folk – við erum öll al- þýðan – er niðurstaða sem þjóðfræðingar komust að á síðustu öld og skilja því enga hópa frá þeirri reynslu að deila hefðum og tjá einhvers konar sam- eignlega menningu. Þjóð má þó m.a. skilgreina sem samfélag, ímyndað eður ei, sem lítur á sig sem slíka – og deilir þjóðfræðaefni; einhverjum menningarlegum verðmætum sem tengir það saman. Þjóð sem þjóð- fræðihópur getur því verið mjög raunveruleg þótt hann sé einhverju leyti byggður á óeiginlegum og breytilegum þáttum. Þó getur verið um einhvers konar þekkingu að ræða sem miðlað er á milli fólks og kynslóða. Ákveðin fræði í sjálfu sér. Þjóðernis- hugtakið er í rauninni það flókið að það þarf heila fræðigrein til að velta því fyrir sér. Deildir um allan heim velta fyrir sér þjóðernisfræðum, með hvaða hætti þjóðir verða til og hvernig eigi að skilgreina þjóð og hvaða rétt þjóðir hafa t.d. til sjálfsákvörð- unar. Nú er Ísland og Íslendingar kannski eitt þægi- legasta dæmið í skilgreiningu þjóða en það þarf ekki að fara nema til Skotlands eða Norður-Írlands til að málin flækist. Stundum er talað um að menn séu margra þjóða innan Bretlands og séu Bretar, Skotar, Walesbúar eða eitthvað annað. Enn flóknara er þar sem þjóðirnar eru landlausar. Í gegnum tíðina og innan þjóðernisstefnunnar var þjóðfræðiefni meðal annars notað til að undirbyggja þá hugmynd að ákveðinn hópur væri þjóð. Þjóðfræði tengd við þjóð- ernisstefnu en í nútímanum gagnrýnin á notkun þjóðfræðiefnis í þjóðernisstefnu. Talað er um þjóð- fræðiefni sem kjarna þjóðinnar sem finna mætti einna helst hjá afskekktum bændum þar sem samfélagið væri ósnert af iðnaði og öðrum slíkum nútíma. Þjóðfræði Þjóðfræði er í þeim skilningi rannsókn á fræði þjóð- arinnar, á alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdags- menningu okkar daga bæði á íslenska og og al- þjóðlega vísu. Það er safn sjónarhorna og aðferða til að skoða óopinbera menningu samfélaga. Þar má nefna orðlist allt frá Eddukvæðum til flökkusagna samtímans, tónlist og efnismenningu; siði og venjur sem tengjast ævihátíðum og öðrum hátíðarhöldum; og öll sú tjáða og hefðbundna menning sem þjóð- fræðihópar deila með sér. Þá er algengt meðal þjóð- fræðinga að fara ofan í saumana á þjóðernishug- myndum og notkun hefða – eins og við erum að gera núna. Ég held satt að segja að því nútímalegri og frjórri sem þjóðfræðin verður því fleiri nemendur bætast í hópinn. Margt skemmtilegt og spennandi er að gerast í þjóðfræðinni og meðal annars eru menn farnir að horfa í auknum mæli til fjölmiðla og kvik- mynda og þjóðfræðideildin farin að kenna nem- endum sínum að nota fjölmiðla. Í samfélaginu má nú greina ákveðnar taugar í þá átt að fara aftur til ein- hvers konar uppruna áður en við fórum að éta gull í útlöndum og stunda bankastarfsemi. Þá séu menn í auknum mæli farnir að taka slátur. Þeir nemendur sem sækja þjóðfræði í háskólanum hafa kannski helst heillast af þeim fjölbreytileika sem þar þrífst þar sem þjóðfræðingum er ekkert mannlegt óviðkomandi. Þjóðlegt Oft þegar við tölum um að eitthvað sé þjóðlegt eigum við einungis við ákveðna menningu frá tilteknum stað og tíma, t.d. bændasamfélag 19. aldar, sem hefur verið lyft á stall og göfgað. Oft er þetta þjóðlega þó mjög alþjóðlegt – það er ýmislegt sameinlegt í því sem Vesturlandabúar telja þjóðlegt – matur, tónlist eða siðir sem okkur finnst vera af einhverjum ástæð- um upprunalegri og meira ekta. Svokölluðum þjóð- söngvum svipar t.d. oft hverjum til annars. Þá getur líka verið erfitt að greina í sundur þjóðlagatónlist frá heimstónlist. Þegar við viljum kynna íslenska menn- ingu fyrir útlendingum berum við oft harðfisk, há- karl og jafnvel súrmat á borð fyrir þá. Skiptir þá máli hvort þessi matur er algengur meðal Íslendinga í dag? Erum við kannski að tjá eitthvað annað með þessum þjóðlega mat? Það sem við segjum og meinum með því þjóðlega er breytilegt á hverjum tíma. Stundum grundvöllum við þannig menningu okkar á menn- ingu fyrri kynslóða – þá er ætlaður „upprunaleiki“ reyndar ekki endilega á bjargi byggður eins og á við um þorrrablót síðari tíma. Þar er jafnvel byggt á húmor og óræðni fremur en eiginlegum uppruna- leika. Það er kannski heldur ekki aðalaðtriðið heldur er merking og iðkun þjóðfræða ávallt samhenginu háð. Hér má bæta við að þjóðfræðingar eru í auknum mæli farnir að skoða í hvaða mæli fólk leikur þjóð- fræðiefni og það er mjög mikilvægt að skoða það. Stundum er talað um sviðslistafræði, að menn búi til ákveðið svið í dægurmenningunni og leiki innan þess. Svona hugtök eins og „fakelore“ eða falsfræði eru dálítið að renna út í sandinn og erfitt að ætla að verðmerkja hvað er ekta og hvað óekta því þá yrði nú fátt eftir. Í þessu samhengi er ágætis hugtak að tala um opnar og lokaðar hefðir. Hefðir eru lokaðar þegar menn hafa fest þær í einni mynd sem má ekki breytast, eins og t.d. þjóðbúningurinn, en opnar fá hefðir að þróast og aðlagast eftir samhenginu á hverjum tíma. Rannsókn á fræðum þjóðarinnar Kristinn Schram þjóðfræðingur er forstöðumaður Þjóðfræði- stofu á Ströndum. Hann veltir hér fyrir sér þremur þjóðfræði- tengdum hugtökum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Kristinn Schram fer á kostum á Húmorsþingi á Hólmavík sem haldið var af Þjóðfræðistofu. Þrjú orð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.