SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 48
48 15. ágúst 2010
Þ
að sem þú gerðir, þú bauðst ro-
samörgum, svo fylltirðu upp
með starfsmönnum, skilurðu?
Þú keyptir allt miðað við
ákveðinn fjölda, svo býðurðu öllum og þú
veist að svona líkleg nýting er ákveðin
prósenta og svo ertu búinn að, svo býð-
urðu ákveðnum lykilstarfmönnum þú
vilt að starfsmenn séu að mingla við
kúnnana, er, til þess að tryggja, mynda
tengsl við þá, það er þá hugsunin, og
menn kynnist inn í bankann, það er
hugsunin, og síðan þegar eru einhver
laus sæti þá bara fylltirðu með fleiri
starfsmönnum.“ (Úr rannsóknarskýrslu)
Það er alkunna að þjóðir koma sér upp
aðli, jafnvel mörgum gerðum í einu. Við
Íslendingar erum þar engin undantekn-
ing; við höfum, eftir því sem tímarnir hafa
liðið og samfélagið tekið breytingum,
fundið okkur ýmsar gerðir aðals. Síðasta
tegundin var sú versta, fjármálaaðallinn,
sem nú hefur vonandi kvatt.
Það er eitt einkenni aðalsfólks víða um
heim að það tileinkar sér málfar sem verð-
ur nokkurs konar merkimiði þess; alþýð-
an mátti síðan mæla á óæðri tungu. Það
vildi og fylgja aðlinum að þróa með sér
ákveðna fyrirlitningu á þeim sem undir
hann þjónaði, siðum þeirra, hugmyndum
og ekki síst tungutaki þeirra. Það má hafa í
huga að franska byltingin gekk ekki ein-
göngu út á það að velta úreltu kerfi aðals-
ins úr sessi, tungumáli hans var og úthýst
sem valdatæki ónýtrar stéttar.
Ég hef verið að glugga í rannsókn-
arskýrsluna margumtöluðu, sorglegasta
rit íslenskt frá öndverðu og ætti að vera
skyldulesning allra Íslendinga. Þar er lýst
hnignun þjóðar, sem lendir á villigötum,
og loks falli hennar.
Einn höfunda skýrslunnar lét þess getið
að ýmislegt, sem þar kæmi fram, væri svo
hryggilegt að það megnaði að kalla fram
tár. Það voru orð að sönnu. Það sem vakti
meðal annars athygli mína, og margra fé-
laga minna raunar, var tungutak hins ís-
lenska fjármálaaðals og margra áhangenda
hans sem birtist í skýrslutökunni. Það sem
við blasir er átakanleg orðfæð auk þess
sem myndun setninga og málsgreina er
sem hjá litlum börnum sem eru að byrja að
tala. Slettur margar og óþarfar eru og
áberandi auk undarlegara hugtaka sem fá-
ir skilja en virðast hafa verið notuð einmitt
vegna þess. Þetta fólk er ekki heimskt,
hefur margt háskólanám að baki og langa
reynslu af samskiptum við annað fólk.
Hvað veldur því þá að málfar þess stendur
á þeim brauðfótum sem raun ber vitni?
Flestir kannast við það úr æsku sinni að
hafa unnið sér eitthvað til óhelgi og þurft
að standa fyrir máli sínu gegnt brúnasíð-
um föður og harmi lostinni móður. Þá gat
okkur skrikað tungufóturinn meðan við
vorum að semja haldgóðar sögur (ekki
alltaf trúlegar) til að bjarga skinninu. Ekki
er ólíklegt að svo hafi nú farið hjá þeim
sem nú þurftu að gera þjóð sinni reikn-
ingsskil. Varla hefur þeim öllum liðið vel
frekar en börnunum.
Svo má líka velta því fyrir sér hvort
þetta fólk hefur haft nokkurn áhuga á
tungumáli þjóðar sinnar. Það hafði í raun
sagt skilið við hana og örlög hennar, lifði
öðru lífi, þáði önnur laun, barst svo á að
engin dæmi eru slíks á Íslandi. Heims-
frægur hroki þess og rembingur auk lífs-
stíls, sem minnir mest á hegðan ólæsra
kókaínbaróna í Suður-Ameríku, átti lítið
skylt við lífsbaráttu alþýðunnar á Fróni.
Íslensk tunga, fegurð hennar og við-
gangur, hefur áreiðanlega ekki verið með-
al helstu áhugamála hinnar tignu stéttar.
Ekki efa ég að brátt mun enn rísa nýr
aðall á Íslandi. Þá ríður á að hann sé vand-
anum vaxinn, geti t.d. orðið til fyr-
irmyndar öðru fólki, ekki síst því sem er
að vaxa úr grasi. Fjármálaaðall okkar var
það ekki. Öllu heldur víti til að varast.
Það er deginum ljósara að hinn nýfallni
aðall þarf nú að meta líf sitt og lífsskoðanir
að nýju, verða nýtt og betra fólk, hluti af
samfélagi fólksins, ekki yfir neinn hafinn.
Hann þarf sem sé að endurfæðast fyrst
fyrri fæðingin tókst svo hrapallega.
Og hann þarf að læra móðurmálið!
Fjármálið
’
Þetta fólk er ekki
heimskt, hefur
margt háskólanám
að baki og langa reynslu af
samskiptum við annað
fólk. Hvað veldur því þá
að málfar þess stendur á
þeim brauðfótum sem
raun ber vitni?
Höfundur veltir því fyrir sér hvers vegna málfar fjármálaaðalsins hafi verið jafn fátæklegt og sjá
mmegi í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Frá kynningu Kaupþings á rekstrartekjum 2007.
Morgunblaðið/Golli
Tungutak
Þórður Helgason,
thhelga@hi.is
Í
Bókmennta- og kartöfluböku-
félaginu segir frá rithöfundinum
Juliet Ashton sem er að skapa sér
nafn í London árið 1946 þegar hún
fær bréf frá Dawsey nokkrum Adams.
Dawsey þessi býr á Guernsey og hefur
fyrir tilviljun eignast eintak af bók eftir
Charles Lamb sem eitt sinn var í eigu
Juliet. Hann biður hana aðstoðar við að
útvega sér fleiri og áður en langt um líð-
ur á Juliet í bréfaskriftum við meðlimi
hins sérkennilega Bókmennta- og kart-
öflubökufélags eyjarinnar, sem stofnað
var við furðulegar kringumstæður á
hernámsárum Þjóðverja á eynni.
Höfundur bókarinnar er Mary Ann
Shaffer en árið 1980 varð hún stranda-
glópur á flugvellinum á Guernsey þegar
mikil þoka lagðist yfir eyna. Á meðan
hún beið eftir að veðrinu létti úti fyrir,
las hún bækur um hernám Þjóðverja á
eynni og tuttugu árum seinna lauk hún
við skáldsöguna sem byggð er á lífi eyj-
arskeggja á árunum 1939-1944. Mary
Ann veiktist áður en hún gat gengið frá
handritinu eins og útgefandinn vildi en
fékk systurdóttur sína, barnabókahöf-
undinn Annie Barrows, til að ljúka
verkinu. Mary Ann lést í febrúar 2008.
Áratuga vinna í ruslið
– Ég las einhvers staðar að Mary Ann
hefði alltaf verið að skrifa en hefði aldrei
lokið við neitt?
„Já, hún var alltaf að byrja á einhverju
verkefni en kláraði þau aldrei. Hún
skildi ekkert eftir sig en í minningunni
er hún alltaf að skrifa. Ég man eftir því
að þegar ég var lítil skrifaði hún saka-
málasögu og frænkur mínar, dætur
hennar, muna eftir hverju verkefninu á
fætur öðru sem hún var að vinna að en
lauk aldrei við. Og hún henti þessu
öllu.“
– Veistu af hverju?
„Ég held að hún hafi einfaldlega ekki
verið sátt við það sem hún skrifaði og ég
held líka að hún hafi orðið þreytt á
miðri leið. Ég held að oft hafi þetta verið
þannig að hún vann að verkefni þar til
henni fannst það ekki ganga upp og þá
henti hún því.“
– Hún var sem sagt með dálitla full-
komnunaráráttu?
„Já. (Hlær) Og ég held að henni hafi
fundist þessi óþægilega tilfinning, þessi
efi á miðri leið, vera tákn um að það
sem hún var að vinna að væri mis-
heppnað. Að ef þú hefðir efasemdir þá
væri eitthvað að. Ég held að þetta sé alls
ekki rétt, maður þarf að gefa sér tíma til
að vinna sig í gegnum efann, en ég held
að hún hafi trúað því að hæfileikinn til
að skrifa og semja væri náðargáfa frá
guði frekar en vinna og æfing; að ef þú
værir ekki fæddur með þessa töfrandi
náðargáfu myndi efinn sækja að þér en
ef þú hefðir hana myndi þetta bara ger-
ast að sjálfu sér.“
– En af hverju heldur þú þá að hún
hafi náð að klára Bókmennta- og kart-
öflubökufélagið eftir öll þessi ár?
„Ég held að það sé tvennt sem skiptir
máli hvað það varðar og það fyrra er sú
staðreynd að hún hætti að vinna. Það er
virkilega erfitt að vera að skrifa og vera í
fullu starfi og henni tókst að ljúka við
bókina eftir að hún hætti að vinna
þannig að ég held að það sé pottþétt
tenging þarna á milli. En ég held líka að
rithópurinn sem hún var í hafi spilað
mjög stórt hlutverk hvað þetta varðar.
Þau hjálpuðu henni í gegnum þessi
tímabil þegar hún var í miðju kafi og
eitthvað var að pirra hana, efinn sótti að
henni og þetta var allt ómögulegt.“
– Heldur þú að hún hafi haft hug-
mynd um það að bókin yrði eins vinsæl
eins og raun ber vitni áður en hún lést?
„Ég vona það. Og já, ég held það. Það
voru teikn á lofti en ég veit ekki hversu
miklu máli það skipti hana. Viku eftir að
samið var um útgáfuréttinn í Bandaríkj-
unum var búið að semja um útgáfuna í
Bretlandi og Ástralíu. Þegar hún lést var
ljóst að bókin yrði gefin út í tólf lönd-
um, þannig að við vissum að það yrði
eitthvað úr þessu en gerðum okkur
Bókmennta-
og kartöflu-
bökufélagið
Það tók Mary Ann Shaffer 20 ár að ljúka við Bók-
mennta- og kartöflubökufélagið, skáldsögu sem
fjallar um hernámsárin á Guernsey í seinni
heimsstyrjöldinni. Hún veiktist áður en hún gat
gengið frá bókinni til útgáfu en frænka hennar,
Annie Barrows, lauk við verkið.
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is
Lesbók