SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 49
15. ágúst 2010 49 Þegar Annie vann að bókinni fór hún til Guernsey og heimsótti hernámssafn sem komið var upp á eyjunni í kringum 1955. Meðal safngripa var kassi af uppskriftum, eða öllu heldur leiðbein- ingum, um það hvað væri hægt að búa til úr einföldum matvælum eins og kartöflum, næpum og gulrótum. – Hefur þú smakkað kartöfluhýð- isböku? „Já! Hún er hræðileg! Í guðanna bænum ekki reyna að búa svoleiðis til. Einhvern veginn fannst mér að ég þyrfti að hafa prófað hana áður en ég færi út um allt að kynna bókina. Þannig að ég tók mig til, lagði kartöfluhýði í mót og stappaði kartöflurnar og rauðbeðurnar saman. Þetta var skelfilegt á bragðið. Málið er líka það að á Guernsey á her- námsárunum var ekki til neitt elds- neyti til að elda þetta almennilega, þannig að til þess að bakan verði eins og hún var hjá þeim má maður bara elda hana eins lítið og maður mögu- lega kemst upp með. Og þetta er eins og borða hveitilím nema hvað þetta er enn verra á bragðið. En ég skil af hverju fólk borðaði þetta, þetta fyllir magann, en það er nákvæmlega engin næring í þessu.“ Kartöflu- hýðisbaka kannski ekki alveg grein fyrir því að henni yrði svona rosalega vel tekið. En já, ég vona að hún hafi vitað það.“ – Hversu stórum hluta af bókinni var lokið þegar þú tókst við? „Þetta er erfið spurning. Hún var búin með bókina en það var ekki sú bók sem þú last.“ – Ég er bara að velta því fyrir mér hversu stór hluti af sögunni og hug- myndunum er frá þér? „Sagan er hennar. Þegar hún seldi út- gáfuréttinn fékk hún handritið til baka frá útgefandanum ásamt löngum lista af atriðum sem þurfti að endurskoða og endurskrifa. Á þeim tímapunkti var hún orðin veik og treysti sér ekki til þess að byrja upp á nýtt. Þannig að hún hringdi í mig og ég tók við. En það var ekki mitt hlutverk að breyta sögunni eða ljúka við hana heldur bæta við efni allt í gegn. Þannig að ég á eitthvað á fyrstu síðunni og eitthvað á þeirri síðustu og talsvert þar inni á milli.“ Charles Lamb og Jane Austen – Og fór þér að þykja jafnt vænt um söguna og Mary Ann? „Já, svo sannarlega, ég var heilluð af þessari sögu, hver væri það ekki? Mary Ann var búin að vera að tala um Guern- sey í fjöldamörg ár og því meira sem ég vissi um eyjuna og hernámið því heill- aðri var ég. Og svo þegar hún varð veik varð þetta að ástríðu af því að það að vinna að þessu verkefni var eins og að eiga samtal við Mary Ann. Og ég var ákveðin í því að þessi bók myndi verða eins góð og hún mögulega gæti verið af því að hún var hennar og mig langaði að heimurinn fengi að kynnast Mary Ann og þannig gæti ég haldið áfram að tala við hana.“ – Það eru svo skrýtnir og frábærir at- burðir og persónur í bókinni, eru þær að einhverju leyti sóttar í raunveruleikann? „(Hlær) Ó já. Ég þekki margar af þess- um persónum. (Hlær ennþá meira) Til dæmis uppáhaldið mitt, hún Adelaide Addison, þessi hræðilega kona. Ég veit nákvæmlega á hverjum hún er byggð. Alltaf á jólunum þegar ég var yngri, fengum við hræðilega leiðinlega konu í heimsókn. Hún sat í sófanum á meðan við opnuðum jólagjafirnar okkar og sí- endurtók að við skyldum nú njóta þess- arar stundar á meðan við gætum af því að heimsendir væri á næsta leiti. Hún var ömurleg! Þegar ég les Bókmennta- og kartöflubökufélagið heyri ég í Mary Ann segja frá því þarna eru ótal litlar sögur og viðburðir sem hún hefur sótt í raunveruleikann og svo laumaði ég líka nokkrum þarna inn sjálf.“ – Bókmenntaverkin sem talað er um í sögunni, voru þau í uppáhaldi hjá Mary Ann? „Já, það eru þarna verk sem bæði hún og ég höldum mikið upp á. Ég held að Mary Ann hafi litið á þetta sem tækifæri til að hvetja fólk til að lesa þau verk sem hún elskaði. Eins og bréf Charles Lamb, hún hélt mikið upp á hann og ég held að þá staðreynd að skrif hans marka upp- hafið á samskiptum Juliet og Dawsey megi rekja til þess að henni fannst ein- faldlega að allir ættu að lesa Charles Lamb!“ – Er Dawsey Darcy? „(Hlær) Já. Dawsey er reyndar mun lægri en Darcy held ég. En þegar ég fékk fyrstu útgáfu af handritinu frá Mary Ann sendi hún mér útgáfu sem hún var að vinna á tölvunni og á nokkrum stöðum var Dawsey stafsett Darcy. Hún dáði Jane Austen. Og við báðar. Það er engin tilviljun að upphafsstafir Juliet Ashton eru JA.“ Vinir og óvinir – Heimsstyrjöldin virðist svo fjarri okk- ur núna en samt eru þetta ekki svo mörg ár síðan. „Nei, einmitt. En þetta er allt annar heimur. Í dag er erfitt að ímynda sér hversu einangruð eyjan var, að það væri hægt að skera svona gjörsamlega á öll samskipti við umheiminn. Íbúar eyj- arinnar voru bara í sínum eigin heimi þarna í fimm ár. Ásamt mönnunum sem héldu þeim föngnum.“ – Samskipti eyjarskeggja og Þjóðverj- anna sem hernumdu eyna eru mjög for- vitnileg.. „Já, þau eru það. Þetta voru óvinir en samt þróast þarna sambönd og eftir D- dag voru Þjóðverjarnir einangraðir á eynni alveg eins og íbúarnir.“ – Er þá kannski kynslóð á Guernsey sem á rætur sínar að rekja þangað og til Þýskalands? „Já, það varð gríðarleg fjölgun á fæð- ingum óskilgetinna barna á þessum tíma og mörg þeirra barna voru börn her- námsmanna. Og ég held líka að þrátt fyrir allt hafi samskiptin oft verið góð. Þegar ég heimsótti Guernsey spurði ég mann sem ég var að tala við út í þetta. Hann var augljóslega of ungur til að hafa upplifað hernámið en ég spurði hann hvað móður hans hefði fundist um Þjóð- verjana. Og hann svona skimaði í kring- um sig, hallaði sér svo að mér og hvísl- aði „Henni fannst þeir bara indælir.“ (Hlær) Þannig að það er margt í þessu.“ ’ Í dag er erfitt að ímynda sér hversu einangruð eyjan var, að það væri hægt að skera svona gjörsamlega á öll samskipti við umheiminn. Höfundar bókarinnar, Annie Barrows og Mary Ann Shaffer. Annie býr í Kaliforníu og er barnabókahöfundur en vinnur um þessar mundir að sinni fyrstu „fullorðinsbók.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.