SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Síða 53
15. ágúst 2010 53 Eymundsson 1. Under the Dome – S. King 2. The Short Second Life of Bree Tanner – S. Meyer 3. Intervention – Robin Cook 4. The Paris Vendetta – Steve Berry 5. Meltdown – Ben Elton 6. The Spire – Richard North Patterson 7. Dead in the Family – Char- laine Harris 8. Eat, Pray, Love – E. Gilbert 9. The Girl Who Kicked The Hornet’s Nest – S. Larsson 10. True Blood Omnibus – Charlaine Harris New York Times 1. The Girl Who Kicked The Hornet’s Nest – S. Larsson 2. Star Island – Carl Hiaasen 3. The Rembrandt Affair – Daniel Silva 4. The Help – Kathryn Stoc- kett 5. Fly Away Home – J. Weiner 6. Private – James Patterson & Maxine Paetro 7. The Search – Nora Roberts 8. Sizzling Sixteen – Janet Ev- anovich 9. The Glass Rainbow – James Lee Burke 10. The Overton Window – Glenn Beck Waterstones 1. Breaking Dawn – S. Meyer 2. The Lost Symbol – Dan Brown 3. Heartstone – C. J. Sansom 4. A Dance with Dragons – George R.R. Martin 5. The Girl Who Kicked the Hornets’ Nest – S. Larsson 6. The Red Queen – Philippa Gregory 7. Her Fearful Symmetry – Audrey Niffenegger 8. The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 9. The Girl Who Played with Fire – Stieg Larsson 10. I Shall Wear Midnight – Terry Pratchett Bóksölulisti Í flóði skandinavískra krimma er hvíld í að lesa krimma eins og þá sem Robert Goddard skrifar þar sem ekki er sífellt verið að velta fyrir sér frumskemmd sögupersónanna og öll af- brot útskýrð með tilvísun til menning- arkima og rofs. Víst eru bækur hans eilít- ið gamaldags en þær eru líka hugvitssamlegar og halda manni við efn- ið út í gegn. Fléttan í Svipnum, sem er nítjánda bók Goddards, er óhemju snúin og greiðist ekki í sundur almennilega fyrr en á síð- ustu tuttugu síðunum eða svo. Síðurnar á undan eykst flækjan við hverja upp- ljóstrun. Það er reyndar ókostur við bókina hvað það eru sífellt að detta inn í hana nýjar og nýjar persónur; um tíma var ég að velta því fyrir mér að punkta hjá mér jafnharðan nöfn manna til að missa ekki af neinu, allt fór vel að lokum. Í sem stystu máli snýst sagan um hring sem rænt var af skipbrotsmanni á Scilly- eyjum í upphafi átjándu aldar, en þó ekki. Hún er nefnilega líka um atburði sem áttu sér stað löngu áður og líka at- burði sem áttu sér stað löngu síðar. Og allt þar á milli. Söguhetja okkar er garðyrkjumaðurinn Tim Harding sem flutti til Monte Carlo til að jafna sig á andláti konu sinnar nokkr- um árum fyrr. Hann vinnur helst fyrir auðkýfinginn Barney Tozer sem biður Harding um að fara til Cornwall að bjóða í hring á húsmunauppboði, en Tozer segir ekki allt það rétta um uppruna hringsins og þær hættur sem honum fylgja. Svona er það fram eftir allri bók; allir sem Harding hittir hafa eitthvað að fela og flækjan verður smám saman að því er virðist óleysanleg. Allir hafa eitthvað að fela Bækur Svipurinn bbmnn Eftir Robert Goddard. Bjartur gefur út. 404 bls. kilja. Árni MatthíassonSvipurinn er nítjánda bók enska spennusagnahöfundarins Roberts Goddards. Höfundurinn í hlutverki lesarans er óhjá- kvæmilega líkastur töframanninum sem sækir sýningu hjá klókum kollega sínum. Tilgangurinn er sjaldnast að slaka á og taka andköf yfir vel heppnuðu töfra- bragði, tilgangurinn er að skilja hvernig töfrabragðið er framið og geta annaðhvort framkvæmt það sjálfur eða gert betur. Að gleyma sér í lestri, sogast viðstöðulaust inn í textann, eru forréttindi sem flestir höfundar hafa afsalað sér, nauðugir vilj- ugir. Öfugt við yndislestur æskunnar, þar sem atburðarásin var allsráðandi, er höf- undur sem opnar bók um leið að opna dyrnar á vinnustofunni sinni. Lestur verður tæki til að hluta í sundur verk annars höfundar, rýna í byggingu þess, stíl og inntak, leita að styrkleika og veil- um, stúdera galdurinn, læra. En þegar og ef höfundur gleymir sér í verki annars höfundar – hrifningin verður greining- unni yfirsterkari – veit hann líka að eit- ursnjall listamaður (eða glúrinn klækja- refur) hefur orðið á vegi hans. Höfundurinn í hlutverki lesarans fagnar því vitaskuld því það er fátt eftirsókn- arverðara en samruni texta og lesanda. Hásumarið eða réttara sagt linnulaus birtan laðar mig frekar út til athafna en inn í heim lestursins. Því verða júní og júlí fremur ódrjúgir til lestrar miðað við aðra mánuði ársins. Ég er líka löngu hættur að tengja sumarið við léttmetið og baða mig ekki í blóði reyfara um leið og glittir í sól. Ég er hins vegar alltaf með nokkrar ólíkar bækur í gangi í einu og les þær jöfnum höndum eftir því sem tóm gefst. Núna má nefna dópknúnu ferða- bókin Yoga for People Who Can’t Be Bot- hered to Do It eftir Geoff Dyer, sem breskur vinur minn, leikstjóri og jógaiðk- andi til margra ára, færði mér að gjöf, Skrifað við núllpunkt eftir Roland Bart- hes, sem kom út fyrir nokkrum árum í snjallri þýðingu Gauta Kristmannssonar og Gunnars Harðarsonar, og Laura og Ju- lio eftir Juan José Millás sem Bjartur gaf út í fyrra í rennilegri þýðingu Hermanns Stefánssonar. Í augnablikinu eru fæstar blaðsíður eftir af Pnin eftir Nabokov, saga af landflótta Rússa, velviljuðum en ólánlegum hrak- fallabálki, sem rekst illa í hátimbruðu há- skólasamfélaginu á austurströnd Banda- ríkjanna þar sem hann kennir af meiri vilja en getu. Undirfurðuleg kímnigáfa Nabokov er sínálæg í verkinu og þessi stíllega ofurnákvæmni sem sumum hefur fundist minna á skurðhnífa en sýnir ein- faldlega hversu mikið vald Nabokov hefur á bæði tungumálinu og hljómborði skáld- skaparins. Hann dregur upp firnasterkar myndir og vefur áreynslulaust lýsingar af hálffarsakenndum kringumstæðum hins fullorðna Pnin saman við saknaðarfullar æskuminningar hins landlausa prófessors. Úr verður göróttur og auðdrukkinn gambri sem minnir mann á þá furðu að aðeins ein eða tvær bóka Nabokovs eru til í íslenskri þýðingu og hvorki Lolita né Pale Fire. Skandall! Lesarinn Sindri Freysson rithöfundur Höfundur í hlutverki lesara Vladimir Nabokov hafði mikið vald á bæði tungumálinu og hljómborði skáldskaparins.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.