SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 6

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 6
6 26. september 2010 Eftir að dómur í máli Teresu Lewis gekk grófu lögmenn hennar upp gögn sem þeir telja sanna að Matthew Shallenberger hafi dreg- ið Lewis á tálar en ekki öfugt. Lögðu þeir annars vegar fram yf- irlýsingu hans, þess efnis að hann hefði skipulagt morðin og hins vegar bréf frá honum til unnustu sinnar, þar sem hann kveðst hafa gabbað Lewis til að falla fyrir sér í því skyni að komast yfir trygg- ingaféð. Ekki verður Shallenber- ger spurður nánar út í þessar full- yrðingar úr þessu því hann svipti sig lífi í fangelsinu árið 2006. Þessar upplýsingar voru aldrei lagðar fyrir dóm en Bob McDon- nell ríkisstjóri hafði vitneskju um þær þegar hann sagði sitt loka- orð. Honum var einnig kunnugt um að Lewis hafði verið greind með röskun sem gerði það að verkum að hún var alla tíð háð öðru fólki og að hún væri háð verkjalyfjum. Saksóknari svaraði þessu á þann veg að fyrir hefði legið að Lewis hefði með skipulegum hætti reynt að taka út fé af reikn- ingum bónda síns, fyrir og eftir ódæðið. Það benti til meira sjálf- stæðis og vitsmuna en lögmenn hennar vildu halda fram. Í úrskurði sínum gat McDonnell ríkisstjóri þess að enginn læknir hefði sýnt fram á að Lewis félli undir þá skilgreiningu að vera þroskaheft enda þótt greind- arvísitala hennar væri lág. Lögmenn Lewis fóru fram á það við hæstarétt Bandaríkjanna að málið yrði tekið upp að nýju á þeim forsendum að upprunalegur lögmaður hennar hefði ekki kann- að hvort Lewis væri yfirhöfuð fær um ráðabrugg af þessu tagi vegna takmarkaðrar greindar og and- legrar viðkvæmni. Beiðni lög- mannanna var ekki tekin til greina. Hver var raunverulega dregin(n) á tálar? Nýleg mynd af Teresu Lewis. T eresa Lewis, sem dæmd var fyrir að leggja á ráðin um morð á eiginmanni sínum og syni hans fyrir átta árum, var tekin af lífi með banvænni innspýtingu á fimmtudag, fyrst kvenna í Bandaríkjunum í fimm ár og fyrst kvenna í Virginiu-ríki frá árinu 1912. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og víð- ar enda þóttu áhöld um að dómurinn væri sann- gjarn vegna meintrar andlegrar vanhæfni Lewis. Lögmenn hennar og velunnarar, þeirra á meðal spennusagnahöfundurinn John Grisham, börðust fram á elleftu stundu fyrir náðun á grundvelli þess að Lewis, sem var með greindarvísitöluna 72, væri á þröm þess að vera þroskaheft, auk þess sem hún hefði aðeins verið viljalaust verkfæri í höndum ungu mannanna tveggja, sem frömdu ódæðið, í því skyni að komast yfir sparifé og líftryggingar feðganna, hundruð þúsunda dala. Lokaorðið var hjá Bob McDonnell, ríkisstjóra Virginiu, en hann synjaði að vel athuguðu máli Lewis náðunar á þeim forsendum að glæpur hennar væri svívirðilegur. Því fór sem fór. Málið í höndum Jesú Krists Hermt er að Lewis hafi hangið á haldreipi sínu í klefanum á dauðadeildinni síðustu dagana – trúnni. „Hún segir að málið sé nú í höndum Jesú Krists,“ sagði lögmaður hennar skömmu fyrir af- tökuna. Sjálf lét Lewis hafa eftir sér að hún iðraðist frá dýpstu hjartarótum og óskaði þess að verkn- aðurinn hefði aldrei verið framinn. Síðasta máltíð Lewis hérna megin var kjúklingur. Hún var 41 árs. Forsaga málsins er sú að Teresa Lewis hitti tvo unga menn, Matthew J. Shallenberger, 21 árs, og Rodney L. Fuller, 20 ára, í kassaröðinni í Wal- Mart-verslun í Pittsylvania-sýslu árið 2002, sam- kvæmt vitnisburði. Vinskapur tókst með þríeyk- inu, bæði á andlegum og holdlegum nótum. Lewis laðaðist sérstaklega að Shallenberger og laugaði hann í gjöfum. Staðfest er að hún naut ásta þeirra beggja, auk þess að hvetja sextán ára gamla dóttur sína til að sænga hjá Fuller. Fljótlega kom upp sú hugmynd að ungu menn- irnir myndu myrða eiginmann Lewis, Julian C. Lewis, 51 árs, og 25 ára gamlan son hans, Charles. Markmiðið var einfalt: Að hirða líftrygginguna. Fyrir dómi kom fram að Lewis lét ungu menn- ina tvo hafa fé til haglabyssukaupa, andvirði tæp- lega 140 þúsund króna. Hún skildi svo dyrnar á hjólhýsi þeirra hjóna eftir opnar nóttina sem Shal- lenberger og Fuller bar að garði, 30. október 2002. Horfði svo hin rólegasta á meðan þeir skutu feðg- ana til bana. Meðan bóndi hennar lá í blóði sínu fór hún í veski hans og afhenti Shallenberger 300 dali sem þar var að finna. Að því búnu hurfu tilræðis- mennirnir á braut. Lewis beið í þrjá stundarfjórðunga áður en hún hringdi í neyðarlínuna. Þegar lögreglan kom var eiginmaður hennar ennþá með lífsmarki. „Konan mín veit hverjir léku mig svona grátt,“ er hermt að hann hafi sagt. Síðan var hann allur. Lewis neitaði í upphafi allri sök en gaf sig fljótt og vísaði lögreglu á banamennina. Árið 2003 var hún dæmd til dauða fyrir að skipuleggja morðin, Shallenberger og Fuller fengu hvor um sig lífstíð- ardóm. Dóttir Lewis, Christie Lynn Bean, fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir að þegja yfir áformum þríeykisins, sem henni var kunnugt um. Var hún fær um að skipuleggja morð? Teresa Lewis tekin af lífi þrátt fyrir áhöld um andlega hæfni Teresa Lewis þegar hún var handtekin fyrir að leggja á ráðin um morð. Eins og gefur að skilja er vistin á dauðadeild nöturleg. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frá því dauðarefsingin var endurvakin í Bandaríkjunum á́rið 1976 hafa 108 ein- staklingar verið teknir af lífi í Virginiu-ríki, þar af þrír á þessu ári, í valdatíð Bobs McDonnells ríkisstjóra. Allir voru þeir dæmdir fyrir morð, sumir fyrir fleiri en eitt, jafnvel fleiri en tvö. Teresa Lewis er fyrsta konan í hópnum. 108 teknir af lífi frá 1976 Bob McDonnell ríkisstjóri.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.