SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 51
26. september 2010 51 þannig mætti lengi telja, en ekki skipti minna máli hvað hann hafði mikinn áhuga á okkur og því sem við vorum að hugsa; og sumir nokkuð ósparir á hugsanir sínar, eins- og verða vill og fara gerir. Orðin eru einsog atómið sem sundrast og sameinast á ný. Saga kemur og saga fer, og þegar hún kemur aftur, er hún allt öðruvísi en hún var … það er ekki um að ræða neitt afturhvarf, og ekki heldur nýtt plan, heldur annað plan … En sagan sem hvarf í brotum sínum og upplausn, einhvers staðar leyndist hún og sneri aftur með öll brotin í farteskinu sem svo eftirminnilega vaknaði til lífs á næsta söguskeiði Thors sem hefst með Grámosinn glóir og lifir enn í jafn ólíkum verkum og Morgunþula í stráum og Raddir í garðinum. Með nýjum aðferðum nálgast Thor eldri stef, hér er hinn víðförli maður dómari og skáld sem togast á milli heimabyggðarinnar og heimsins. Eins eru réttarhöldin sem áður voru huglæg togstreita við til- veruna nú sótt í raunveruleg dómsskjöl þar sem sakborn- ingar standa andspænis lífsvandanun, já skáldið og dóm- arinn líkist á margan hátt unga manninum, í togstreitu sinni við heiminn og umheiminn, einsog eyjabúi sem hverfur á vit ævintýranna. Til að verða ekki of nærsýnn snýr hann sjónaukanum við, en uppgötvar svo að æv- intýrin voru allan tímann í kringum hann og andinn býr í auðninni, grámosanum, já hvert sem maðurinn fer skilur hann eftir sig slóða af orðum og þegar hann snýr aftur er hann með fjarskann í farangrinum. Já, minnið mig bara á, það er margt sem ég minnist ekki á, margt sem ég gleymi, eða kem ekki fyrir. Það liðu sex ár frá Turnleikhúsinu þar til Grámosinn glóir kom út, en Thor sendi frá sér ljóðabækur, málaði myndir og þýddi stórvirki, var iðinn, en dugnaðurinn er ekki bara bróðir hans og systir, dugnaðurinn er hann, án þess að ég ætli að fara út í íþróttaferil eða sjómennsku eða styrkleikann sem gat brotið borð, bara með því að banka í þau og biðja um sörvis, en borðin bara hrynja niður og brotna, ekki síst meðal þjóða sem lagt hafa heiminn í rúst en æsa sig svo yfir einu borði, en ég get ekki skilið við Thor án þess að nefna ferðalög sem við höfum farið í saman, um Norð- urlönd, Þýskaland, Ítalíu og einu sinni hitti ég hann á Hólmavík, á bensínstöðinni, en ég skildi hvað ég hafði lært af Thor þegar ég fór sjálfur að skrifa, sjálf aðferð hans og nútímaskáldanna, hjá henni varð ekki komist, hún var lykillinn að þeim sagnaheimum sem ég gekk inn í, fyrir mér var ljóðið og sagan sami hluturinn, og ég held einmitt að þessi nútími kallist á við fortíðina, þá tíma þegar ljóð og saga var sami hluturinn, og sagt var í bundnu máli frá víðförlum mönnum sem hröktust mjög víða, sáu borgir og þekktu skaplyndi margra manna og trúðu á annað líf og önnur, að hér og nú sé þar og þá og þar og þá sé hér og nú. … Hér lýkur hinni eiginlegu umfjöllun en mig langar ljúka máli mínu á smábroti úr Hvítu bókinni, en þá erum við staddir í Færeyjum: Þegar ég hugsa um Færeyinga hugsa ég um norður- ljósin. Þess vegna byrja ég á norðurljósunum og læt þau varpa bjarma sínum á síður þessa kafla, en fátt er fegurra en stjörnubjartur himinn og svífandi norðurljós þegar úti er kalt en lygnt. Þá ávarpar einveran heiminn og hjartað fyllist ljóðrænum töfrum. Þetta er jóga norðursins, af- slappað samband við alheiminn. Þótt norðurljósin skreyti oft himininn yfir Íslandi finnst mér Færeyingar eiga þau og kannski borgum við þeim lánið með norðurljósum eða hlutabréfum í þeim. Það væri ekki ólíkt okkur miðað við allt sem gengið hefur á. Ég hef aldrei heyrt að nokkur Færeyingur hafi reynt að selja norðurljósin einsog skáldið Einar Benediktsson, sem bauð þau til kaups í London fyrir hundrað árum, þó ekki hefði það brölt sömu afleiðingar og Icesave-reikningarnir, enda ekki búið að finna upp hryðjuverkalögin þá. Ég nefndi Juan Rulfo frá Mexíkó og Gabriel Garcia Mar- quez frá Kólumbíu. Færeyingar eiga jafn stóran höfund og þessa tvo. Hann heitir William Heinesen, fæddur árið 1900, dáinn árið 1992. Þegar ég les lýsingar Williams Heinesen á bænum Þórshöfn fæ ég á tilfinninguna að göt- ur bæjarins séu lýstar upp með norðurljósum, að þau streymi frá ljósastaurunum. Það er einhver undarlegur alheimur sem William Heinesen hefur skapað úr Þórs- höfn, svo ljóðrænn og tær, fullur af dulrænni einveru sem um leið fær á sig blæ samkenndar með öllu sem er til. Ég hef sjálfur orðið vitni að þessu eina febrúarnótt þegar unglingarnir í Þórshöfn fögnuðu mér og skáldinu Thor Vilhjálmssyni einsog þjóðhöfðingjum einmitt á meðan norðurljósin svifu yfir bænum og stjörnurnar fylgdust með okkur einsog augu úr öðrum heimi. Þetta var árið 1993. Í blöðunum stóð að við værum tveir þekktir rithöfundar sem myndu lesa upp í Norðurlanda- húsinu, en orðið þekktur á færeysku er kenndur, sem þýðir á íslensku ölvaður eða drukkinn. Fyrirsögnin í blaðinu var: Tveir kenndir rithöfundar lesa upp í Norð- urlandahúsinu. Hentu landar okkar gaman að. Morgunblaðið/Kristinn ’ Ævisaga Thors Vil- hjálmssonar gæti hafist með orð- unum, seg mér frá þeim víðförla manni … manni sem enn siglir sinn sjó og ferðast um vegina; og ber með sér forvitni ung- lingsins, unga mannsins sem við hittum í bókum hans í ótal myndum á ýmsum aldri, manni sem reynir að ná utan um óreiðu tímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.