SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 28
28 26. september 2010
F
lestum er ljóst að mjög sérstakar að-
stæður þurfa að ríkja í landinu til þess að
flokkar eins og þeir sem nú fara fyrir
málum nái tveir saman hreinum meiri-
hluta í kosningum. Þar er um að ræða sömu for-
sendurnar og skiluðu Jóni Gnarr í borgar-
stjórastólinn í höfuðborginni. Kjósendur urðu að
vera í eins konar losti, svo þannig færi. Og þeir
voru það svo sannarlega vorið 2009 og ekki er
hægt að áfellast þá fyrir það. Lostið var aðeins
tekið að rjátlast af mönnum ári síðar og þess
vegna náði framboð sem kynnti sjálft sig sem vit-
leysingaframboð, sem segði jafnan ósatt og
stefndi að aukinni spillingu, ekki hreinum meiri-
hluta í höfuðborg landsins, eins og virtist stefna í
um hríð.
Enn er kynt undir
Forystumenn stjórnarflokkanna gerðu sér sjálf-
sagt grein fyrir þessu, að minnsta kosti í undir-
meðvitund sinni. Þess vegna hafa þeir leitast við
að ala á heift og hatri og bera sakir á stjórn-
málalega andstæðinga og jafnvel á gamla and-
stæðinga sem látið hafa af stjórnmálaþátttöku,
hvenær sem þeir þykjast fá tækifæri til. Sífelldar
hótanir eru hafðar uppi. Minnir þetta allt óþægi-
lega mikið á framferði manna sem náð hafa völd-
um í byltingu og eru á fullri ferð við að afnema
lýðræðisleg réttindi andstæðinga sinna áður en
börnin átta sig á að mamma bylting er að éta þau.
Óeirðirnar, sem Ríkisútvarpið og Stöð 2 kyntu
undir vorið 2009, eru stundum kallaðar því lögu-
lega nafni „búsáhaldabyltingin“. Og stóra aldan
úr þeirri „byltingu“ skolaði núverandi stjórn til
valda og eftirhreyturnar af henni Jóni Gnarr og
múmínálfum hans. Samfylkingin í borginni, sem
galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum, var nógu
siðlaus til að setja gnarrliðið til valda, án þess að
raunverulegur málefnasamningur lægi til grund-
vallar þeirri gerð. En hafi „búsáhaldabyltingin“
eitthvað til síns ágætis þá er það sú staðreynd að
hún náði ekki að breytast í raunverulega byltingu
vegna staðfestu og kjarks hins fámenna lög-
regluliðs landsins. En tæpt stóð það. Og þar sem
það tókst ekki mun núverandi ríkisstjórn fyrr eða
síðar þurfa að lúta lýðræðislegum lögmálum.
Fyrst með því að laga stjórnarhætti sína á ný að
hinni lýðræðislegu kröfu sem gerð er til stjórn-
sýslunnar. Hún rauf allar griðaskyldur strax frá
upphafi. Hún flæmdi opinbera embættismenn úr
störfum, hún hlóð handbendum sínum inn í
stjórnarráðið og braut öll laga- og formskilyrði
við þær aðgerðir og þar fram eftir götunum. Síðan
hóf hún að færa skattkerfið í það form sem hentar
pólitískri hugsun haturs, öfundar og stjórnlyndis,
sem óhjákvæmilega dregur fljótt úr möguleikum
efnahagslífsins til að ná sér á strik á nýjan leik.
Það gerði hún með tilvísun til „hrunsins“ og tókst
því miður að nota grunnhyggna forystumenn ís-
lensks atvinnulífs sem stimpilpúða við þá gjörð.
Sú blindingshlýðni virðist nú loks vera að renna
af mönnum á þeim bæ, en það gerðist bæði seint
og illa og er mikill skaði skeður. Lagður hefur
verið á stighækkandi hátekjuskattur. Eignaskött-
um, sem flest ríki hafa afnumið, hefur verið í raun
komið á að nýju og eiga að fara stighækkandi. Og
fjármagnstekjuskattur (vaxtaskattur) hefur verið
stórhækkaður og hann að auki notaður til að berja
sérstaklega á öldruðum og öryrkjum. Allt er þetta
gert í nafni „hrunsins“. En hér skal fullyrt að
þessar breytingar hafa ekkert með „hrun“ að gera
og munu seinka endurreisninni verulega en ekki
flýta. Fullyrðingin er sem sagt sú að verið er að
nota tækifærið til að þrýsta í gegn pólitískum
skattagrillum í skjóli hrunsins og með vísun til
þess. Og kallaður skal til vitnis þessum fullyrð-
ingum maður sem vita má og nýtur verðskuld-
aðrar hylli núverandi stjórnvalda.
Sjónarrönd
Það er sjaldgæft að stjórnmálaleiðtogar síðustu
ára hafi burði og þrótt til að setja pólitíska hugsun
frá sér með skýrum hætti í bók sem þeir gefa út.
Það gerði sá öflugi forsvarsmaður vinstrimanna
um langt skeið, Svavar Gestsson. Var ástæða til að
taka ofan hattinn af því tilefni. Bók sína kallaði
Svavar Gestsson: SJÓNARRÖND - jafnaðar-
stefnan, viðhorf. Hún kom út í maí 1995 og er þar
ekki aðllega horft um öxl heldur miklu fremur
fram á veginn. Í kafla sem heitir „Horft til ársins
2015“ spyr bókarhöfundur, í nafni lesandans, eft-
ir að hafa áður lýst hinum pólitísku góðverkum
sem stefnt er að: „Hvaðan eiga peningarnir að
koma?“ Og hann svarar í fjórum töluliðum:
1. Með því að leggja á raunverulegan há-
tekjuskatt má ná inn í sameiginlega sjóði veruleg-
um fjármunum …“
2. Með því að leggja skatta á vaxtatekjur ALLRA
ætlum við að taka inn í sjóði samneyslunnar
verulega fjármuni.
3. Með því að leggja á stighækkandi eignaskatt,
eins og Alþýðuflokkurinn lagði til um árið, mætti
taka inn í viðbót um 10 milljarða króna.
4. Við ætlum að afnema skattsvik og ná þar í 10
milljarða króna.
Rétt er að undirstrika að Svavar Gestsson
minnist hvergi á í sínu testamenti að forsendan
fyrir slíkum trakteringum inn um lúgu skatt-
greiðenda sé að efnahagslegt hrun hafi orðið í
landinu. Og einnig er rétt að halda því til haga að
leturbreytingin í orðinu „ALLRA“ er Svavars en
Reykjavíkurbréf 24.09.10
Hrunið sem skálkaskjól