SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 44
44 26. september 2010 Greg Dulli (Afghan Whigs) er loksins með nýja Twilight Singers-plötu í farteskinu. Plat- an nýja kemur út 2011 og fær Dulli til liðs við sig m.a. Mark Lanegan (en saman mynda þeir dúettinn Gutter Twins), Ani Di- Franco, Joseph Arthur, Petra Haden og Nick McCabe, gítarleikara Verve. Dulli með nýja Twi- light Singers-plötu Greg Dulli og Mark Lanegan. Michael Gove Breska ríkið áformar að hvetja ungt fólk áfram í því að læra á hljóðfæri. Mennta- málaráðherra landsins, Michael Gove, stendur að baki þessu átaki. Ætlunin er að kanna stöðu tónlistarmenntunar í land- inu, en einnig á að bæta úr tónleika- aðstöðu og skapa betri tækifæri fyrir unga tónlistarmenn sem vilja hasla sér völl. Breska tónlistarritið NME slær fréttinni upp og segir þar að breska ríkið sé með því að hvetja ungt fólk í landinu til að stofna hljómsveitir. Gove leggur áherslu á að allir ættu að eiga þess kost að læra á hljóðfæri, lesa nótur og fá toppmenntun í tónlist. Gove segist þá harma það að sumir krakkar eigi ekki kost á þessu sökum fjárráða og úr því hyggist hann bæta. Breska ríkið hvetur hljómsveitir áfram Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ennio Morricone, Muse og Boards of Canada. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Pet Sounds með Brian Wilson og Beach Boys. Mér finnst OK Computer eftir Radiohead líka stórvirki Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Man ekki alveg en grunar að það hafi verið Guns’n’Roses, Use your Illusions – fjögurra platna safnið – í hljómplötudeild KEA Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Álfa eftir Magnús Þór. Örugglega fyrsta platan sem ég man eftir að hafa hlustað á. Hún er sígild og ótrúlega flott. Hvaða tónlistarmaður værirðu helst til í að vera? Elvis. Hvað syngur þú í sturtunni? Eitthvað sem ég er að semja. Núna syng ég t.d. mikið nýtt Nagl- bítalag, Í mararskauti mjúku. Hvað fær að hljóma villt og gal- ið á föstudagskvöldum? „Piano Man“ með Billy Joel. KLASSSSÍK. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Álfar með Magnúsi Þór og einhver smellur frá Beethoven eða Bach. Í mínum eyrum Vilhelm Anton Jónsson Villi Nagl- bítur vill vera Elvis. Guns’n’Roses og KEA H inn sérlegi Íslandsvinur Eric Clapton hefur verið iðinn við kol- ann undanfarin tíu ár eða svo, jafnt á tónleika- sem útgáfusviði. Margar hetjur á hans aldri láta sér nægja að hafa það náðugt, sleikja sólina á Malibu á meðan stefgjöldin raðast inn. Virkni Claptons hefur þó ekki beinst að því að finna upp hjólið tónlistarlega (og hefur reyndar aldrei gert) heldur hefur hann verið að þaulrannsaka ræt- ur sínar, sóst eftir samvinnu við goðin sín og aðra sameiginlega anda. Gusan hófst fyrir tíu árum er platan Riding with the King kom út (sem hann hljóðritaði ásamt BB King) og svo komu út plötur eins og Me and Mr. Johnson (sjá fylgju) og The Road to Escondido sem hann gerði ásamt gítargúrúinum JJ Cale. Clapton er kominn í þannig stöðu að hann getur leyft sér að kalla plötuna nýju, sem er hans nítjánda, Clapton, og það er mikil og annars konar vigt komin í þetta nafn hér í seinni tíð. Clapton er ósnertanlegur en margir sverja og sárt við leggja að hann sé færasti blúsgítarleikari allra tíma. Clapton lætur hafa eftir sér hvað plötuna varðar að þegar komi að slíkum verkum hafi hann annaðhvort eitthvað að segja (eins og í tilfelli Back Home t.d., 2005) eða ekki neitt! Í þetta skiptið hafi hann komið slakur í hljóð- verið, ekki verið að pæla of mikið í hlutunum og sjá! Útkoman afslöppuð plata þar sem „hlutirnir bara gerðust“ eins og hann orðar það sjálfur. Stjörnustóð kemur Clapton til aðstoðar á plötunni, þar á meðal Jim Keltner, Stevie Winwood, JJ Cale, Wynton Marsalis, Sheryl Crow og Allen Toussaint. Blúsinn hefur alltaf verið Clapton hug- stæður en á þessari plötu má finna djasslög og eldgömul dægurlög sem hann ólst upp við þegar hann var polli. Þannig má finna hið margspilaða staðallag „Autumn Leaves“ t.d. en einnig lög eftir Fats Waller og Dixieland- djass. Næst langar Clapton að kafa lengra í New Orleans-tónlistina (með Toussaint þá og kannski Costello líka?) eða fara í „latin“- tónlist. Kannski er Clapton ekki eins fastur í rótunum og maður hefði haldið eftir allt sam- an. Gefum honum fimm ár, þá kemur dauða- rokksplatan. Ert þetta þú, Guð? Eric Clapton gefur eftir helgi út plötuna Clapton sem inniheldur blöndu af frumsömdum lögum og töku- lögum. Er það vel? Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Maðurinn sem þeir kalla Guð ræðir um plötuna nýju í vefviðtali. Þegar tónlistarmenn eru komnir yfir miðjan aldur er eins og slakni á þeim, það þarf ekki lengur að sanna þetta eða hitt og notaleg fortíðarþrá sækir stund- um að. Þetta getur verið bæði til bölvunar og blessunar, stundum kveikja menn í einhverjum neista með þessu en oft er líka verið að plægja einhvern akur sem er fyrir löngu orðinn ófrjór. Síðastliðin tíu ár eða svo hefur Clapton verið á þessum slóðum með misjöfnum árangri vissu- lega. Skýrasta merkið um þessar þreifingar var að sjálfsögðu plat- an Me and Mr. Johnson (2004), hreinskiptinn óður Claptons til andlegs læriföður síns, blús- arans Roberts Johnsons. Umslag Me and Mr. Johnson. Aftur til rótanna Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.