SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 52
52 26. september 2010
Í
eina tíð var sagt að Ís-
lenskir þjóðhættir eftir séra
Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili væri sú íslenska bók
sem hefði fengið besta dóma.
Íslenskir þjóðhættir er
skemmtileg bók. Ef hún væri það
ekki þá væri hún einungis hent-
ug fræðimönnum, grúskurum og
sérsinna fólki sem læsi bókina
einungis til að nýta sér allan
þann fróðleik sem hún geymir en
léti sér standa hjartanlega á sama
hvernig sagt væri frá. En vegna
þess að svo vel er sagt frá þá ætti
bókin að höfða til þó nokkuð
breiðs hóps. Eina skilyrðið er að
lesandinn hafi sæmilegan áhuga
á þjóð sinni og sögu hennar.
Þetta má þó ekki skilja sem svo
að um óslitinn skemmtilestur sé
að ræða. Örugglega mun ekki allt
í verkinu, sem er um 500 blað-
Það sakar sannarlega ekki að
oft í frásögn sinni skiptir höf-
undur yfir í fyrstu persónu, stíg-
ur inn í verkið og rabbar við les-
andann. Þar sem séra Jónas hefur
svo geðþekkan stíl þá myndast
skemmtileg nánd við hann. Á
einum stað þegar hann talar um
útsaum segir hann skyndilega,
og það vottar fyrir uppgjafartón,
að hann geti ekki gert grein fyrir
mismuninum „af því að ég er
enginn hannyrðafræðingur“. Á
öðrum stað talar hann um lög og
refsingar og kemur skoðun sinni
rækilega að þegar hann segir:
„Sú er venjan að vitlaus og of
ströng lög verða til þess að þau
eru brotin af þrjósku. Því vægari
sem lögin eru, því minna eru þau
brotin.“ Þetta er viturlega sagt af
manni sem var lýst þannig:
„Hann var hógvær og prúður
gleðimaður, manna fróðastur og
skemmtilegastur í viðræðu, –
barnssál í meðlæti og hetjusál í
mótlæti.“
Ekki er annað hægt en að dást
að þeirri elju og dugnaði sem séra
Jónas sýndi við samningu þessa
mikla verks. Honum entist ekki
ævin til að ljúka því en Einar Ól.
Sveinsson bjó það til prentunar. Í
þessari nýju útgáfu fylgir inn-
gangur Einars að verkinu og
sömuleiðis aðfaraorð eftir Hall-
dóru J. Rafnar, sonarsonardóttur
séra Jónasar. Gríðarlegur fjöldi
mynda og teikninga er í bókinni
og eiga þær sinn þátt í að skapa
verk sem á að vera til á hverju ís-
lensku heimili. Það eru einfald-
lega ekki margar bækur þjóðlegri
en þessi.
síður, vekja jafn mikinn áhuga
lesenda. Svo víða er komið við og
um svo margt er fjallað að ekki er
hægt að ætlast til að nútíma les-
andi lifi sig inn í það allt. Samt er
langflest forvitnilegt. Og þegar
séra Jónas lýsir ömurlegum
húsakosti, húsum sem „láku eins
og hrip í rigningum“, vinnu-
hörku og því harðræði sem börn
voru beitt vegna þeirrar gömlu
trúar að „harðneskja og hræðsla
væri eini vegurinn til að gera
menn úr börnum“ þá hefur hann
lesandann svo sannarlega með
sér.
Og skemmtilegur er Jónas oft.
Kannski er skemmtilegasti kafli
verksins frásagnir hans af föru-
mönnum og flækingum en þar
fer Jónas á kostum í lýsingum, og
dregur hvergi af sér.
Kaupstað-
arferð: Ein af
fjölmörgum
teikningum í
merku riti.
Þjóðlegt stórvirki
Bókaforlagið
Opna hefur sent
frá sér Íslenska
þjóðhætti eftir
Jónas frá Hrafna-
gili. Þessi marg-
lofaða bók, sem
kom fyrst út árið
1934, er nú gefin
út í fjórða sinn.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is Jónas frá Hrafnagili Bók hans Ís-
lenskir þjóðhættir er stórvirki.
Lesbókbækur
Conspiracy of Fools bbbbn
Saga orkufyrirtækisins Enron er með ólíkindum.
Fyrirtækið varð eitt hið stærsta í Bandaríkjunum.
Linnulausar fjárfestingar heima og erlendis voru
fjármagnaðar með lánum, tekjur voru búnar til
með bókhaldsbrellum og skuldirnar faldar með
því að færa þær yfir í sjóði, sem í orði voru
ótengdir, en á borði voru það alls ekki. Þarna
fléttast saman hroki, dramb og einbeittur brota-
vilji og viljalausir endurskoðendur, sem þora
ekki annað en að loka augunum vegna þess að annars missa þeir of
miklar tekjur. Öllum þessum fléttum og snúningum lýsir Kurt Eic-
henwald, blaðamaður The New York Times, af mikilli list í bókinni
Conspiracy of Fools eða Samsæri fífla svo úr verður magnaður reyf-
ari. Leikritið Enron var frumsýnt á fjölum Borgarleikhússins í vik-
unni og þeir, sem vilja glöggva sig nánar á sögunni, verða ekki svikn-
ir af að leita í smiðju Eichenwalds.
The Mullah’s Storm bbbnn
Bandarísk herflutningavél er skotin niður og
brotlendir skömmu eftir flugtak í Afganistan.
Farmurinn er afganskur klerkur, sem flytja átti til
yfirheyrslu. Tveir hermenn, karl og kona, forða
sér af vettvangi með fangann inn í miskunn-
arlausan afganskan vetur þar sem engin leið er að
átta sig á hverjir eru bandamenn og hverjir fjand-
menn. Ekkert er sem sýnist og versti óvinurinn
er kuldinn. Thomas W. Young tekst vel í frum-
raun sinni, The Mullah’s Storm, og hann þekkir það vel til aðstæðna
að bókin verður trúverðug. Ein söguhetjan rifjar upp að eitt sinn hafi
Afganistan verið lýst sem grafreit heimsvelda. Um það geta Bretar og
Rússar vitnað. Bandaríkjamenn vilja láta reyna á kenninguna. Kulda-
hrollurinn situr í lesandanum löngu eftir að lestrinum er lokið.
If the Dead Rise Not bbbnn
Bernie Gunther hraktist vegna skoðana sinna úr
rannsóknarlögreglunni í Berlín þegar nasistar
komust til valda og þarf að draga fram lífið með
ýmsum hætti. Í bókinni If the Dead Rise Not er
hann í þjónustu Adlon, eins fínasta hótels Berl-
ínar, og hefur það hlutverk að greiða úr vanda-
málum, sem upp koma. Af þeim er nóg. Sagan
hefst árið 1934. Hitler og félagar ætla að halda ól-
ympíuleika eftir tvö ár og gera að sýningarglugga
fyrir þriðja ríkið. Spillingin kraumar undir yfirborðinu og það miklir
fjármunir eru í húfi að mannslíf verða aukaatriði. Ekki eins og þau
hafi skipt miklu máli í þriðja ríkinu. Þeir verða ekki mikið harðsoðn-
ari en Gunther, sem kemur fram við útsendara nasista af fullkomnu
virðingarleysi, en reynir þó að ganga ekki svo langt að það kosti hann
lífið. Höfundurinn Philip Kerr er þaulkunnugur tímabilinu, sem
hann gerir að sögusviði, og frásögnin verður að því leyti trúverðug.
Þetta er sjötta bókin um Gunther og ágæt viðbót.
kbl@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. True Blue - David Baldacci
2. Eat, Pray, Love - Elizabeth
Gilbert
3. And Thereby Hangs a Tale -
Jeffrey Archer
4. House Rules - Jodi Picoult
5. Breathless - Dean Koontz
6. Knockout - Catherine Coul-
ter
7. Tough Customer - Sandra
Brown
8. The Defector - Daniel Silva
9. A Journey - Tony Blair
10. Blue Lightning - Anne Clee-
ves
New York Times
1. Freedom - Jonathan Fran-
zen
2. The Girl Who Kicked the
Hornet’s Nest - Stieg Lars-
son
3. No Mercy - Sherrilyn Kenyon
4. Getting to Happy - Terry
McMillan
5. The Help - Kathryn Stockett
6. The Postcard Killers -
James Patterson & Liza
Marklund
7. Lost Empire - Clive Cussler
8. Ape House - Sara Gruen
9. Zero History - William Gib-
son
10. Dark Peril - Christine Feeh-
an
Waterstone’s
1. A Journey - Tony Blair
2. The Fry Chronicles - Steph-
en Fry
3. I Shall Wear Midnight - Terry
Pratchett
4. A Dance with Dragons -
George R.R. Martin
5. The Grand Design - Steph-
en Hawking
6. A Week in December - Seb-
astian Faulks
7. Torment - Lauren Kate
8. The Girl Who Kicked the
Hornets’ Nest - Stieg Lars-
son
9. Worth Dying for - Lee Child
10. Coco Chanel: The Legend
and the Life - Justine Pic-
ardie
Bóksölulisti