SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 34

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 34
34 26. september 2010 En ég botnaði ekkert í þessu fólki sem var á bakkanum með mér. Þarna kom ég, kona sem vissi eiginlega ekkert um veiði en þau voru hokin af reynslu og öll að sýna myndir af sér í Noregi og á öðrum fjarlægum veiðistöð- um með sannkölluð tröll. Ég átti engar slíkar myndir að sýna neinum – en ég átti mynd af stórum fiski að sýna eftir þennan veiðidag.“ Lilla hlær hjartanlega. „Það var merkilegt að sjá svipinn á fólkinu þegar ég var komin með þennan risafisk í hendurnar. Þau höfðu verið svo andstyggileg við mig. Sumir veiðimenn hafa svo mikið keppnisskap að þeir þola ekki að sjá aðra veiðimenn á veiðistöðum sem þeir ásælast. Ég skil það ekki, því fluguveiði er svo indæl og róleg íþrótt. Ég skil ekki hvernig veiðar geta gert suma hálf-kvikindislega. Það eru einfaldlega forréttindi að fá að vera á bakkanum á fallegri á. Kannski þarf maður samt að lenda í ævintýri eins og því sem ég lenti í við ána Spey, til að fyllast ástríðu fyrir veiðum. Ég man að ég hugsaði strax þarna að þetta væri ekki svo galið áhugamál.“ Veðmál í stangveiðinni Lilla Rowcliffe segist hafa uppgötvað það upp úr fimm- tugu að stangveiði væri einstaklega skemmtilegt áhuga- mál. Reyndar stundaði hún einnig skotveiði til skamms tíma og náði eftirtektarverðum árangri á því sviði, með- al annars segist hún ekki vita um annan veiðimann sem hafi náð svokölluðum „tvöföldum McNab“ á skoskri landareign, en í því felst að veiða sama daginn tvo laxa, tvo dádýrstarfa og tvær rjúpur. Stangveiðin hefur þó ætíð verið í forgangi. „Um tíma átti ég tvær góðar veiðivinkonur sem nú eru látnar en oftast fer ég ein til veiða,“ segir hún. „Síð- an ég var lítil stelpa hef ég verið undir það búin að lifa lífinu ein og hef viljað vera úti í náttúrunni. Þegar ég var lítil áttum við fallegasta garð sem þú getur ímyndað þér og við systir mín vorum alltaf þar að leika okkur. Þar kviknaði þessi ást mín á útiveru og náttúrunni. Við urð- um að læra að skemmta okkur sjálfar, við vorum ekki sífellt að fara í heimsóknir, í bíó eða að glápa á sjónvarp eins og börn nú til dags. En þegar ég var að byrja að veiða og ferðast var ég svo heppin að þá voru veiðihús að verða til í þeirri mynd sem við þekkjum þau. Þau fyrstu sem ég tók að stunda voru suður í Eldlandi. Ég var þar annað árið sem kunn- asta veiðihúsið þar var starfrækt og lenti í ævintýrum.“ Lilla hafði stundum gert sér það til gamans á veiðum, að veðja við sjálfa sig í huganum hvort henni tækist að ná óvenjulegum árangri. „Þarna hafði ég veðjað við sjálfa mig að ég vildi á sama tíma sjá kondór á flugi og vera að togast á við sjóbirting. Það er svo sannarlega erfitt. Ég fór til veiða í nokkrum ám á svæðinu, veiddi vel, en aldrei tókst mér að sjá kondór um leið. En dag einn leit ég upp og sá kondór á flugi, kastaði og fékk töku. En þegar ég leit aftur upp var kondórinn horfinn. Ég kastaði aftur og fyrir kraftaverk þá birtist kondórinn aftur – og ég fékk annan fisk.“ Lilla var ánægð með að hafa náð markmiði sínu og sagði unglingssyni eiganda veiðihússins, Fernando að nafni, frá því. Hann veðjaði þá við Lillu, að henni tækist ekki að leysa erfiðar veiðiþrautir sem hann lagði fyrir hana. Ef það tækist myndi hann láta vin sinn fljúga með þau saman í fínan kvöldverð á landareign afa síns og ömmu. „Ég tók veðmálinu,“ segir Lilla. „Fyrst átti ég að veiða samanlagt einhverja ægilega þyngd af sjóbirtingi. Ég var svo heppin að ná því á tveimur dögum. Sumir fiskanna sem ég náði þá voru mjög stórir, 10 til 15 pund. Þeir voru nýgengnir og svo fáir veiðimenn á svæðinu að mér gat ekki mistekist,“ segir hún full sjálfsöryggis. „Næst sagði Fernando að ég þyrfti að veiða silung um leið og guanaco, villt lamadýr, horfði á mig. Það var erf- itt! Guanaco eru svo stygg. Næsta dag fór ég með argentínskum leiðsögumanni til veiða á svæði þar sem enginn hafði verið að veiða og landeigandinn sagði að ef ég veiddi eitthvað þar yrði veiðistaðurinn nefndur eftir mér. En mér fannst þetta vonlaust veðmál, þessu næði ég aldrei. Þegar við kom- um að gullfallegum hyl, hvað var þá á hinum bakkanum nema stórt guanaco-karldýr! Ég trúði ekki eigin augum. Sem betur fer var leiðsögumaðurinn með mér, annars hefði enginn trúað þessu. Ég læddist að ánni, tók tvö falsköst og lét fluguna falla í vatnið. Beið síðan smá- stund meðan flugan sökk. Ég leit upp, guanaco-dýrið horfði á mig, ég veifaði honum – og um leið tók sjóbirt- ingur! Þegar ég kom heim í veiðihúsið gat fólk varla trúað þessu en Fernando nefndi síðustu þrautina: ég átti að hafa fisk á línunni um leið og bifur synti yfir ána. Hann ætlaði að klekkja á mér, en ég gaf mig ekki … Daginn eftir fór ég út með norskum leiðsögumanni og skyndilega kallaði hann æstur: „Lilla, bifur bifur!“ Viss- lega var bifur að synda yfir ána fyrir ofan okkur. Skömmu síðar setti ég í fisk en þá var enginn bifur að synda yfir ána. Ég hélt áfram að veiða og eftir dágóða stund setti ég í annan fisk. Þá öskraði leiðsögumað- urinn: „Bifurinn er að koma aftur!“ Og það var hann. Fernando varð að játa sig sigraðan og ég fékk flugferð í þennan líka fína kvöldverð hjá afa hans og ömmu.“ Í dag rekur Fernando veiðihúsið sem Lilla hefur dval- ið í í tvær vikur í janúar á hverju ári. Frekar tvo stóra en tuttugu litla „Í nær tuttugu ár hef ég veitt á hverju ári í Argentínu og hér í Aðaldalnum. Þetta eru þau veiðisvæði sem ég er hrifnust af. Hér er náttúran svo falleg og fólkið yndis- legt, en annaðhvort dáist fólk að náttúrunni í Argentínu eða hatar hana. Á Eldlandi er ekkert að sjá svo langt sem augað eygir, annað en gras og auðn. Svo mikla auðn. Og það er eins og það sé meira af himni en jörð. Engin fjöll. Mér finnst það stórkostlega fallegt. Stærsti sjóbirtingur sem ég hef veitt þar er 29 og hálft pund. Ég fer alltaf strax eftir jól. Það er góður tími, við upphaf veiðitímans. Stóri fiskurinn kemur fyrst , tekur frá bestu staðina, en síðan koma þeir smærri. Á þessum tíma fær maður ekki marga fiska – en þeir eru alltaf stærri,“ segir Lilla og það kemur glampi í augun. Hún vill veiða stóra fiska. „Ég er mjög ánægð með að fá einn eða tvo á morgnana og einn á kvöldin, ég er ekki eins og þessir agalegu Bandaríkjamenn sem ég veiði stundum með. Um leið og þeir koma inn í veiðihús á kvöldin spyrja þeir: „Lilla, var þetta góður dagur? Hvað fékkstu marga?“ Þessi þrá- hyggja varðandi fjöldann fer SVO í taugarnar á mér. Eft- ir nokkra daga sagði ég við einn sem var alltaf að spyrja, sjúkur í tölur: „Þetta var yndislegur dagur. Ég veiddi að vísu ekki neitt en þetta var einhver besti dagur sem ég hef átt hér við ána.“ Tölur hafa ekkert að gera með veiðiskap að gera. Ég vil frekar fá tvo stóra fiska en tuttugu litla.“ - Þú ert hrifin af þeim stóru. „Já. Því það er svo erfitt að ná þeim, ekki satt? Ég hef annars bara náð tveimur sem teljast til sannkallaðra risa. Fyrir utan þá hafa mínir stóru fiskar yfirleitt verið laxar og birtingar á milli tíu og rúm tuttugu pund.“ Lilla segir að á síðustu árum hafi henni þótt stórlöx- unum í Laxá í Aðaldal hafa farið fækkandi en í sumar sé skyndilega meira að sjá af stórum fiski í ánni en mörg síðustu ár. „Annars er það þannig í lífinu, að þegar allt kemur til alls, þá man maður best eftir góðu stundunum – sem betur fer. Eins man maður best eftir stóru fiskunum, bæði þeim sem maður nær og þeim sem sleppa. Fólk er alltaf að segja við mig að ég sé alltaf að veiða þessa stóru fiska en það er ekki alltaf satt, stundum hef ég veitt í viku en samt bara náð einum fiski. Stundum hef ég þó verið heppin, ég get ekki neitað því. En veistu „Ég hugsa aftur og aftur til fiska sem sleppa, ætli ég muni ekki betur eftir þeim en fiskunum sem maður hefur hendur á,“ segir Lilla Rowcliffe sem togast hér á við vænan lax í Aðaldal. Sá slapp ekki heldur var sleppt. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.