SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 20

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 20
20 26. september 2010 I nnan í ofvöxnum, uppblásnum sundkútum kútveltast þeir um æfingagólfið, dansararnir í Ís- lenska dansflokknum, þar sem þeir æfa fyrir frumsýningu á nýju verki eftir Ernu Ómars- dóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Stundum liggja mannkúlurnar stakar hér og þar en hrúgast svo saman í lifandi loftbólufjall, sem teygir mannlega anga sína í allar áttir. Hvernig dansararnir fara að því að hreyfa sig er nokkur ráðgáta því engu líkara er en að kafloðnir leggir þeirra hangi líflausir upp úr kúlunni, og því sennilega ónýtir til hreyfingar. Þegar betur er að gáð eru hárugir strigaskrokkar dansfélagar sumra þeirra, svo allar áhyggjur af máttleysi lista- mannanna reynast óþarfar. Eitthvað sem líkist gasgrímum er dregið fram og það gerir dansarana svipmeiri en ella. Þetta er undarlegur dans með ennþá undarlegra nafn: Transaquania – Into Thin Air. Tónlistin er í höndum Bens Frosts og Valdimars Jóhanssonar en verkið er sjálfstætt framhald verksins Transaquania – Out of the Blue, sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa lóninu í apríl í fyrra. Kynjaverurnar sem áhorfendur kynntust við það tækifæri halda áfram að þróast en eru að þessu sinni með fast land undir fótum, nánar tiltekið stóra svið Borgarleikhússins. Saga þeirra hófst „fyrir þúsundum ára þegar líf kviknaði undir silkimjúku vatni Bláa lónsins og til varð nýr flokkur manna sem kenndur er við Transaquaniu, afsprengi móður jarðar og hins út- dauða ættbálks vitiborinna manna“. Hópurinn lifir af hrikalegar náttúruhamfarir og tekst nú á við taumlaus náttúruöflin í vatnslausri veröld. Það þarf heilmikla samhæfingu þegar danslist, tónlist og myndlist er brædd saman með þessum hætti. Um leið og dansararnir fóta sig áfram í furðulegum búningunum taka þeir við leiðbeiningum frá höfundunum og fetta sig og bretta eftir kúnstarinnar reglum. Útkomuna verður svo hægt að berja augum, frá og með 7. október þegar verkið verður frumsýnt. Gjugg í borg! Horft innan úr uppblásinni kúlunni meðan félagarnir fetta sig og bretta. Lifandi loftbólufjall teygir mann- lega anga sína í allar áttir. Afvelta og upp á tá. Möguleikar ofvöxnu sund- kútanna eru endalausir. Í matarhlénu er tekið hraustlega til matar síns enda er glíman við loftbólurnar orkufrek iðja. Í vatnslausri veröld Bak við tjöldin Náttúruöflin eru í forgrunni í nýju dansverki eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í október. Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.