SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 30
30 26. september 2010 B reska tónlistarkonan Imogen Heap er önnum kafin, kemur móð og másandi í símann, þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. En henni vefst svo sannarlega ekki tunga um tönn, þegar viðtalið hefst talar hún svo hratt að blaðamaður má hafa sig allan við að skilja hana. Heap mun halda fyrirlestur á ráðstefn- unni You Are in Control sem haldin verð- ur í fjórða sinn á Hilton-hótelinu í Reykja- vík, 1. og 2. október næstkomandi. Hún mun þar fjalla um hvernig hún hefur nýtt stafræn tól við sköpun og aðferðir sem leyfa áhorfendum að taka þátt í tónleikum hennar, að því er segir á vef ráðstefn- unnar. Heap hefur nýtt sér skapandi greinar við framleiðslu á margþættum tónlistarviðburðum. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Stafræn framtíð: Tækifæri skapandi greina“ en á henni verður „rýnt í þróun stafrænna viðskipta í skapandi greinum“. Heap hlaut Grammy-verðlaun í ár fyrir þriðju sólóplötu sína, Ellipse, fyrir þá plötu sem best þótti unnin í flokki þeirra sem ekki heyra undir sígilda tónlist (Best Engineered Album, Non Classical) en var auk þess tilnefnd fyrir besta flutning á popplagi án söngs (Best Pop Instrumental Performance) fyrir lagið „The Fire“. Auk þess er hún þekkt sem liðsmaður hljóm- sveitarinnar Frou Frou, annar helmingur þess ágæta tvíeykis. Til hjálpar fórnarlömbum flóðanna Heap rekur fyrirtæki með vini sínum Thomas Ermacora, Bubbletank, og saman hafa þau komið að verkefninu CLEAR Vil- lage sem hefur það að markmiði að auka sjálfbærni og bæta heiminn, svo að segja, m.a. með því að nýta nútímatækni á net- inu til að sameina ólík samfélög heims. Ermacora mun einnig koma fram á ráð- stefnunni og fjalla um þetta samstarf þeirra Heap. „Ég mun í raun fjalla um öll þau sam- starfsverkefni sem ég hef komið að sem hafa snúið að því að tengjast aðdáendum mínum og þar frameftir götunum, að nýta samskiptatækni með hugvitssamlegum hætti og einnig verkefni sem við Thomas ætlum okkur að vinna að sem snúa að hinu og þessu. Nokkrum þeirra höfum við þegar hleypt af stokkunm,“ segir Heap. Hún nefnir m.a. nýlegt verkefni, Live 4 Pakistan, þar sem markmiðið var að veita fólki aðstoð á flóðasvæðunum í Pakistan, safna fé til hjálparstarfs þar, en talið er að allt að 20 milljónir manna hafi orðið fyrir áföllum af völdum flóðanna sem þar gengu yfir á árinu. Thomas og Heap fengu fjölda þekktra einstaklinga, m.a. tónlist- armenn, til að leggja verkefninu lið, streymdu tónleikum og myndböndum á vefsíðunni live4pakistan.tv og öfluðu þannig fjár til hjálparstarfsins. Þá gat fólk rætt beint við þá á netinu sem lögðu mál- efninu lið. Á tveimur sólarhringum komu fram á vefnum átta listamenn og fjöldi annarra, m.a. Richard Branson, stjórn- arformaður Virgin-flugfélagsins, og Mary Robinson, heiðursforseti hjálparsamtak- anna Oxfam, og fluttu ávörp. „Við skipu- lögðum þennan viðburð í miklum flýti, með blöndu af tónlistarviðburðum, ræðu- mönnum og frábærum kynni, Dave Frank, sem tókst að koma þessu öllu sam- an á síðustu stundu,“ segir Heap. Þau Thomas telji þetta framtíð fjáröflunar, að „Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni“ Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Imogen Heap heldur fyrirlestur á ráðstefnunni You Are in Control í Reykjavík 1. október nk. Heap hefur náð langt í tónlistarheiminum á eigin spýtur og hefur til þess nýtt sér möguleika staf- rænnar tækni og samskiptaleiðir netsins. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heap á tónleikum í Birmingham Aca- demy árið 2006. Heap segist fegin að vera uppi á tímum stafrænnar tækni og veraldarvefjarins og er bjartsýn á framtíðina. Það er því einkar viðeigandi að í bakgrunni sé klukka. Prúðbúin Imogen Heap á Grammy-verðlaunahátíðinni síðustu, að taka við verðlaun- um fyrir sólóskífu sína Ellipse.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.