SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 8

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Síða 8
8 26. september 2010 Athugasemdir af spjallþráðum huga.is:  ég sé svo mikið eftir því að kynna mömmu og pabba fyrir facebook eftir að þau lærðu á þetta gat maður ekki gert NEITT á facebook ég meina maður þurfti að passa sig á hjá hverjum maður gerir com- ment því ef maður commentar hjá e-h stelpu þá verð- ur maður yfirheyrður eins og andskotinn kannist þið við þetta sjálf?  fékk reglulega póst og kvart frá pabba um hversu siðblind og óskynsöm ég er á facebook og endaði með því að ég þurfti að sérsníða allt privacy hjá mér.  ef að ég eyði foreldrum mínum af facebook þá verð- ur heimstyrjöld D*:  og amma mín og afi eru líka á facebook sem gerir þetta enn meira óþolandi  Ég VAR með mömmu á facebookinu mínu og þurfti að passa mig á hvað ég gerði þar... þannig að ég sagði henni að ég ætlaði að hætta með facebook, lok- aði því... og opnaði það aftur eftir ca viku, og svo eyddi ég henni útaf...  þú veist... það er svona hide button.. stelstu bara inná facebook síðurnar hjá foreldrum þínum og hæd- aðu þig  Mamma er alltaf að biðja mig um að accepta sig á facebook. Er að hugsa um að gera það eftir einn og hálfan mánuð, þegar ég verð 18, og hún mun ekki geta tekið af mér bílprófið.  hún kemur alltaf inn í herbergið „sonur sæll, ég var að sjá þessar nýju myndir af þér á facebook...“ frekar vandræðalegt.  ja hata að mamma er á facebook xd!! alltaf ein- hverjir 15 ára strákar að adda henni og segja að hun sé sæt xd!!!  Það er bara nett að hafa mömmu á facebook, bróðir minn er samt ekki á sama máli þar sem hún er alltaf með svona mömmu comment á alla statusina hanns og svona „ohh er svo stolt af þér snúðurinn minn, koss koss“ Er svo stolt af þér snúðurinn minn! Morgunblaðið/Golli M æður hafa fundið jafnvel betri leið til að niðurlægja börn sín en að sýna af þeim smábarnamyndir – að gerast vinir þeirra á fésbókinni.“ Þannig hefst grein LA Times sem fjallar um neyðarlega reynslu unglinga af veru foreldra sinna inni á samskiptavefnum góðkunna. Bandarískar rannsóknir sýna að yfir þrír fjórðu foreldra eru vinir barna sinna á fésbókinni en á sama tíma langar þriðjung unglinga að úthýsa foreldrum sín- um úr hinum rafræna vinahóp. Ástæðan er uppá- komur á borð við nöldur foreldranna á síðunum fyrir augum vinanna og pínlegar athugasemdir sem foreldrarnir skrifa á eigin síður eða barnanna. Svo rammt kveður að slíkum upplifunum ung- linganna að stofnuð hefur verið sérstök vefsíða sem heldur utan um vandræðagang foreldranna. Yfirskrift hennar er „Oh Crap! My Parents Joined Facebook“ þar sem úttauguðum unglingum gefst kostur á að senda inn neyðarlegar athugasemdir frá foreldrum, ömmum, öfum og öðrum skyld- mennum sem verða þeim til skammar á netinu. Í ávarpi sínu óska síðuhaldarar notendum hennar til hamingju en bæta svo kaldhæðnislega við: „Lífi þínu er formlega lokið.“ Annar þeirra, Jeanne Lei- tenberg, segir í samtali við LA Times um mæður á fésinu: „Þær gerast félagar á fésinu af því að þær langar að vera svalar mömmur og hluti af hópn- um. Þær gera sér ekki grein fyrir hversu hræðileg- ar og uppáþrengjandi þær geta verið.“ Yfirheyrslur og nöldur Og hvað er það svo sem kallar fram roða í kinnum unga fólksins? Jú, þegar status á borð við „Ætla út að hitta strákana“ kallar fram svar móðurinnar: „Ertu til í að skella í uppþvottavélina áður en þú ferð?“ Eða þegar amma setur á vegg barnabarns- ins: „Á einhver vina þinna jafn svala ömmu og mig, sem er á fésinu? Annars ættuð þið vinkona þín að vera í peysum, þið kvefist bara ef þið eruð svona klæðalitlar!“ Og hversu átakanlegur er pabbi sem á bara 16 vini? Það eru þó ekki aðeins athugasemdir á netinu sem fara fyrir brjóstið á unglingunum. Kvabb í raunheimum vegna fésbókarinnar getur verið allt eins erfitt að eiga við ef marka má unglingaspjall- síðuna hugi.is, en þar má sjá líflegar samræður ís- lenskra unglinga um það „bögg“ sem þeir verða fyrir af hálfu netnotandi foreldra. Krakkarnir eru yfirheyrðir vegna ljósmynda af þeim sem gjarnan eru teknar á djamminu, krafðir upplýsinga um nýja fésvini eða ávítaðir fyrir orðbragð sem for- eldrar hafa engar forsendur til að skilja. Ekkert svona orðbragð, gæskurinn Sumir hafa verið séðir, og hafnað vinabeiðnum foreldra sinna á netinu. Aðrir hafa takmarkað skaðann með því að breyta notendastillingum sín- um þannig að tilteknir vinir – í þessu tilfelli for- eldrarnir – hafi takmarkaðri aðgang en aðrir að síðunni þeirra. Og svo eru það þeir sem hafa gripið til örþrifaráða og strikað foreldrana út af vinalist- anum, iðulega með hörmulegum afleiðingum: „Ég prófaði að deleta henni einu sinni og það gekk í svona þrjár vikur þangað til hún fattaði það og addaði mér aftur. Ég gat ekki ignorað það því hún kom til mín og sagði „deletaðirðu mér af facebo- ok?!“ og var voða sár...“ segir íslensk stelpa. Og svo var það íslenska amman sem blöskraði svo orðbragð barnabarnsins á fésinu að hún skrif- aði athugasemd við það: „Heyrðu gæskurinn, ekkert svona orðbragð á meðan þú ert ekki orðinn kynþroska...“ Menn geta ímyndað sér hvort pilti var skemmt. Er það furða að yngri kynslóðirnar séu að verða afhuga fésinu! Samkvæmt könnun Roiworld sem LA Times vitnar í hefur einn af hverjum fimm unglingum misst áhugann á þessari vinsælustu samskiptasíðu heims, og eru það sömu nið- urstöður og fengust í annarri könnun sem danska vefsíðan BT bar undir tækninjörðinn Tony Perkins frá AlwaysOn í sumar. Hann gekk jafnvel svo langt að lýsa því yfir að fésbókin væri deyjandi risi, þar sem unga fólkið legði gjarnan línurnar fyrir það sem koma skal á netinu. „Og ef það notar ekki fésbókina þýðir það að það notar eitthvað annað.“ Nálægðin við foreldrana er yfirþyrmandi á netinu að mati táninganna. Morgunblaðið/Golli Neyðarlegir foreldrar á fésinu Eru pabbi og mamma að hrekja unglingana af Facebook? Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Hrellingar unglinga út af foreldrum á fésbókinni hafa orðið hljómsveitinni Back of the Class að yrkisefni. Í metal– ballöðunni „My mom’s on Facebook“, sem finna má á You- Tube rekja þeir þær fésbókarraunir sem unglingspiltur upplifir vegna netvæddrar móður sinnar. Þrátt fyrir að hvorki tónlistin né textinn geti talist meðal stærstu afreka rokksögunnar hefur lagið notið töluverðra vin- sælda en hátt í 1,3 milljónir manna hafa skoðað það á net- inu. Þar til viðbótar koma viðbótarútgáfur lagsins, þar sem þýðingu á önnur tungumál hefur verið bætt við í textaræmu undir myndbandinu, en áhorfendur þeirra eru nokkur hundruð þúsund. Mamma mín er á Facebook 50%afsláttur Verð áður 2598 kr. Grísalundir 1299 kr.kg meira fyrir minna

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.