SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 47
26. september 2010 47 LÁRÉTT 1. Læsing sett niður á blað. (8) 6. Garðyrkjufræðingur missir jarðfræðing þakinn dufti. (7) 7. Bófaflokkar Fíu með langskólapróf? Nei hópur glæpamanna. (10) 9. Búinn að flækja húsgögn. (5) 10. Í þann kasti ryki einfaldlega án lóðrétts striks til þess að fá lárétta strikið. (12) 12. Opinbert illgresi hjá erfingja. (9) 14. Mataráhald frásagnar á tímabili. (9) 15. Hljóðfæri snikkara? (5) 18. Ekki allar verslanir eru stöðvar fyrir börn. (10) 20. Kristin útvarpsstöð þarf aðeins líkamshluta til að skapa deilurnar. (8) 21. Föðuramma missir ör við að taka utan um. (7) 22. Kröftugra á að vefa ílát. (10) 24. Þrumuræða hjá stórum manni. (5) 26. Árás á þann sem á sælgæti. (6) 28. Þrífa óbrotna með því að breyta huga þeirra. (8) 29. Ólaunaður fær vellíðan. (6) 30. Það eru not að hafi hjá glærri. (6) 31. Leikæfing endar í morði. (6) 32. Cessna raðist á réttan stað þegar hún skrapp. (9) LÓÐRÉTT 1. Sem við flækt netið um byggingarefnið. (8) 2. Bleytukrap hjá hjartardýri. (5) 3. Ekki skítugar bækur eru villulaust uppkast. (8) 4. Silfur nær að núast við að nöldra. (7) 5. Smækki hjá rándýri að því sagt er. (6) 8. Flækist til fiskjar í fjarlægð. (7) 10. Andstæðan við Áfengisverslun ríkisins er í tómthúsum. (10) 11. Leitar að kokk til að hrista drykki. (10) 13. Kr. 1999-2001 fyrir bók. (6) 15. Norðurálma veiðistaðar. (7) 16. Kveði upp dóm í erlendu máli Ara vegna ríkis. (11) 17. Háttur gerir ytra form bundins máls. (12) 18. Vinnufólk hjá fiski er par. (8) 19. Rúm á hrekkjavöku. (6) 23. Flyt og fer inn og er farinn. (7) 25. Stefnumerki tjöru gefur okkur miðju. (6) 27. Að setja merki sem hefur enga stærð. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 26. september rennur út fimmtudaginn 30. sept- ember. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 3. október. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 19. sept- ember er Guðrún D. Ágústsdóttir. Hún hlýtur í verð- laun bókina Arsenik Turninn eftir Anne B. Ragde. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Að heimsmeistaranum Anand undanskildum eru allir bestu skákmenn heims samankomnir á ólympíuskákmótinu í í Khanty Manyisk í Síberíu sem hófst á þriðjudaginn. Hér spranga um sali meistarar á borð við Vla- dimir Kramnik, Venselin Topla- ov, Levon Aronjan, Boris Gelf- and, Peter Leko, Hikaru Nakamura og Judit Polgar. Eng- inn er þó jafn vel klæddur og stigahæsti skákmaður heims, Norðmaðurinn Magnús Carlsen sem nýverið hefur hafið störf fyrir þekktan framleiðenda tískufatnaðar. Ýmsum finnst támjóu rú-skinnsskórnir hans býsna svalir. Að loknum þrem umferðum hefur karlasveitin, sem er skipuð Hannesi Hlífari Stefánssyni Héðni Steingríms- syni, bræðrunum Braga og Birni Þorfinnssonum og Hjörvar Steini Grétarssyni, unnið eina viðureign, gert jafntefli og tapað einni. Kvennasveitin sem er skipuð Lenku Ptacnikovu, Hall- gerði Helgu Þorsteinsdóttur, Sigurlaugu Friðþjófsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Jóhönnu Björgu Jóhanns- dóttur hefur unnið eina við- ureign og tapað tveimur. Tefldar verða ellefu umferðir. Nú skipta stigin úr hverri viðureign höf- uðmáli. Karlasveitin er með þrjú stig og sjö vinninga en konurnar 2 stig og fimm vinninga. Greinarhöfundur er í fyrsta sinn í hlutverki liðsstjóra ís- lenska liðsins og er það í sjálfu sér ágætis tilbreyting. Sam- anburður við framkvæmd ann- arra Ólympíumóta er stað- arhöldurum hagstæður. Íbúar Khanty Manyisk munu vera um 70 þúsund og er þetta uppgangspláss sakir mikils olíu- auðs. Mikið um stórfram- kvæmdir og flest nýtt af nálinni, hótelinu var komið upp síðustu dagana og skipuleggjendur hafa greinilega kostað miklu til að allt fari vel fram. Öldum fyrr rigsuðu um steppurnar í grennd við þennan bæ hinir forsögulegu loðfílar, löngu útdauð tegund sem er höfð í miklum metum hér og mega heita einkennisdýr Khanty Manyisk. Þó keppnin sé komin of stutt á veg til þess að hægt sé að draga víðtækar ályktanir þá hafa hér orðið ýmis óvænt úrslit. Kín- verjar eru næsta stórveldi skák- arinnar stóð einhvers staðar og það er örugglega rétt, en hvað getur maður sagt um granna þeirra í Víetnam sem hafa unnið allar viðureignir sínar, þar af eina sterkustu sveitina frá Azer- badsjan? Hollendingar eru með þétta sveit og þar vekur mesta athygli undrabarnið Giri sem er líklegur til mikilla afreka í fram- tíðinni. Hann er einn þeirra sem virðast ekkert hafa fyrir því að tefla. En í fyrstu umferð tapaði Hollendingur, sem mikið hefur verið látið með, fyrir einum af minni spámönnunum sem er frá Dóminíska lýðveldinu. Ol Khanty Manyisk 2010 – 1. umferð: Jan Smeets – Lisandro Munoz Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. O-O Bd7 9. Rb3 b5 10. a4 b4 11. Re2 Rf6 12. a5 e5 13. c3 Be6 14. Bg5 Hb8 15. Hc1Be7 16. Rbd4?! Snotur leikur á yfirborðinu en svartur á einfalda vörn. 16. .. . Rxd4 17. cxd4 Dxa5 18. Dd3 Bd7! Riddarinn á e2 er vandræða- gripur. 19. Hfe1 Bb5 20. Db3 O-O 21. Ha1 Dc7 22. Da2 h6 23. Bd2 Dc2 24. b3 Hfc8 25. Rc1 exd4 26. Bxb4 Rg4 27. Bh3 ( STÖÐUMYND ) 27. … Re5! Bráðsnjall leikur sem gerir út um taflið. 28. Bxc8 Rf3+ 29. Kh1 Rxe1 30. Bf5 Dd1 31. Re2 Dxe2 32. Bxe1 32. Dxe2 Bxe2 33. Bxe1 var skárra en gjörtapað engu að síð- ur. 32. … Df1 mát! Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ólympíumót á slóðum loðfílanna Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.