SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 11
26. september 2010 11
Hönnun
H
aldin var samkeppni um hönnun allra lausamuna í
Menningarhúsið Hof, það er að segja öll húsgögn og
innanstokksmuni fyrir utan föst sæti í sýning-
arsalnum. Það var Reynir Sírusson, húsgagnahönn-
uður, sem fór með sigur af hólmi í keppninni og hannaði hann
allt frá útibekkjum til stóla á kaffi- og veitingahús.
Sérstakur Akureyrarstóll
„Það er algjört draumaverkefni að fá að hanna svona inn í heilt
hús. Þetta byrjaði sem hönnunarsamkeppni og var mjög
skemmtilegt ferli sem tók langan tíma en á því urðu líka til
margir nýir hlutir. Í þessu tilfelli var engin klausa um það að ég
gæti ekki nýtt hönnunina annars staðar og mun ég klárlega gera
það að einhverju leyti. En þarna eru líka fullt af hlutum sem voru
sérhannaðir fyrir húsið og heildarútlit þess. Ég gerði t.d. sér-
stakan stól á kaffihúsið sem ég kalla
Akureyrarstólinn. Í honum er mikill
karakter en hann vitnar í glugga húss-
ins sem eru dálítið spes og í bakinu er
líka falinn bókstafurinn A. Þessi stóll er
til í nokkrum útgáfum en á veit-
ingastaðnum á efri hæðinni er hann
með heilbólstruðu baki og svo voru
nokkrir hannaðar til að standa úti og
þeir eru bólstraðir meðsérstöku, vatns-
heldu efni,“ segir Reynir.
Skírskotað til náttúrunnar
Hönnun Reynis dreifist víða en það sem
er miðsvæðis í húsinu í Gjánni er hvað
mest áberandi. Utandyra hannaði
Reynir útibekki og ytri merkingar en
inni í rýminu hannaði hann meðal annars rusladalla, standborð,
bari, miðasölu og fundarborð og stóla ásamt innimerkingum.
Húsgögn eins og afgreiðsluskenkar fylgja flæði hússins sem
Reynir segir að vissu leyti vera eins og hringleikahús þar sem
alltaf sé verið að færa og breyta. Flestir hlutirnir eru sérhannaðir
fyrir Hof eins og ný barnalína með barnastól, kollum og borði en
nokkrir hlutir voru mjög nýlegir úr smiðju Reynis. Svarti liturinn
er ríkjandi í hönnuninni en Reynir lífgaði upp á hann með mjög
skærum jarðbundnum litum. Í vali á þeim skírskotar hann til
náttúrunnar eins og með mosagrænu og rauðbleiku eins og í
blóðberginu. Á kaffihúsinu eru sessurnar til að mynda í skærari
lit á móti svörtum. Þá er á kaffiborðinu fótur fyrir miðju og síðan
þrjár stakar lappir sem settar eru óreglulega undir og vísa þannig
í stuðlabergið utan á húsinu.
Allt á sama stað
„Eins og allt sem ég hanna fór öll smíðin fram hér heima í einum
tólf sérhæfðum fyrirtækjum. Nærri allt hráefnið kemur þó að ut-
an en er eins óunnið og hugsast getur þannig að á bak við hvern
hlut er samt sem áður 80% íslensk vinna. Í einn staflastól, sem
notaðir eru í ráðstefnusölunum, þarf til að mynda sex metra
járnlengju sem kemur að utan algjörlega óunnin. En í þeim stól-
um þróaðist ný segultækni þannig að hægt er að tengja stólana
saman á örmunum með kraftsegli. Suma hlutina sá maður ekki
endanlega fyrr en þeir voru settir saman fyrir norðan. Því var oft
svolítil spenna í loftinu en allir voru gríðarlega ánægðir með út-
komuna og það skiptir mestu. Þetta er stærsta einstaka verkefnið
sem ég hef tekið að mér en áður hafði ég hannað allan lausabúnað
inn í Guðríðarkirkju sem var líka gríðarlega skemmtilegt. Það var
mikill heiður að fá að hanna inn í þetta glæsilega hús og inn í
hönnunina tengist líka lista-
verk yfir stofnaðila hússins
sem ég fékk að gera og
stendur í anddyrinu. Þetta er
hús sem sameinar margt og
yfir vetrartímann þegar kalt er
í veðri þarf maður ekki að fara
inn og út heldur getur fengið
sér að borða, kíkt í verslunina
sem þarna er og notið við-
burða, allt á sama stað,“ segir
Reynir.
Hannað
inn í
heilt hús
Reynir Sýrusson í Hofi.
Ný lína af barnahúsgögnum varð til í ferlinu, barnastóll, kollar og borð fyrir yngstu kynslóðina.
Reynir Sýrusson, húsgagna-
hönnuður, sá um hönnun
innanstokksmuna í Menningar-
húsinu Hofi á Akureyri.
Í hönnuninni er lögð áhersla
á skírskotun í náttúruna og
hönnun hússins.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Tetris bekkur úr
smiðju Reynis.
PORGY AND BESS®
Lögin úr Porgy and Bess eru löngu orðin
ódauðleg; Summertime, I got plenty o' nuttin',
Bess, You is my woman now, It ain't necessarily
so. Stórvirki í flutningi Sinfóníunnar og fjögurra
erlendra úrvalssöngvara.
Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500
Stórvirki Gershwin-bræðra
„Lífið er eins og djass …
það er best að impróvísera.“
George Gershwin