SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 12
12 26. september 2010 Mánudagur Marsibil Sæmund- ardóttir „Allir sem eru svalir drekka kaffi.“ (Úlfur Máni 6 ára) Þriðjudagur Stefán Hrafn Haga- lín beitti vestfirskri hörku og hafði betur í návígi við tröllkarl í kvöld, en braut víst smávegis á sér sköflunginn í leiðinni … Gifs í 1-2 mánuði, svo jafngóður og nýr – og með helvíti fína sögu. Skelltu <like> á ef þessi maður á skilið Thule! Börkur Gunnarsson er kominn heim. Djöfull er kalt á þessu landi. Hvers vegna í ósköpunum hélt landneminn Ingólfur Arn- arson ekki áfram suður og stoppaði á Azor-eyjum, þá vær- um við öll á ströndinni í lúxuslífi og myndum ekki einu sinni nenna að sinna rollunum. Miðvikudagur Stefán Máni Sann- leikann eða kont- ór? Þórunn Sigurð- ardóttir Stebbi bú- inn að taka upp – mest af rauðum, þær eru rosalega góðar, næst- um eins og sætar kartöflur á bragðið – og nú er líka komið næturfrost! Fésbók vikunnar flett T il að svara stutt og laggott þá er svarið nei, ég tel ekki að nú sé tími fyrir kvenna- framboð. Sjálf er ég það ung að ég þekki ekki tíma kvenna- framboðanna og man lítið eftir Kvennalistanum. Um kvenna- framboð hef ég því aðeins lesið í sögubókum. En til að svara fyrir sjálfa mig og þann tíma sem ég upp- lifi þá tel ég að kyn í sjálfu sér sé hreinlega ekki nógu sterkur samnefnari fyrir pólitískt framboð. Ég held að ég ætti til dæmis erfitt með að ná saman um málefni og aðferðir við stallsystur mínar af vinstri vængnum þótt við séum sam- mála um eitthvað. Ég lít í raun á kvennaframboð sem réttlæt- anlegt ef það er eina lausnin sem konur hafa til að komast til valda, ef þær geta það ekki eftir öðrum leiðum, til dæmis í gegnum stjórnmálaflokkana. Sú staða er ekki uppi í dag. Það er þó ekki þar með sagt að staða kvenna sé orðin ásætt- anleg, langt í frá, en það er okkar kvenna að láta í okkur heyra og bjóða fram krafta okkar. Mér finnst þó athygl- isvert að þessi umræða komi upp núna þegar kona er í fyrsta sinn forsætisráðherra, einnig er kona forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. Hand- hafar forsetavalds eru því allir konur í dag. Almennt séð trúi ég því að ég hafi sömu tækifæri til að ná markmiðum mínum og láta drauma mína rætast og karlar. En það að alast upp við þá trú er að sjálfsögðu áratuga jafn- réttisbaráttu öflugra kvenna og karla að þakka og fyrir það er ég þakklát. MÓTI Helga Lára Haarde ritstjóri vefritsins Deiglan.com É g held það sé alltaf þörf fyrir kvennaframboð. Konur eru skemmtilegar og skilja hver aðra. Það fer einhver sérstök orka í gang þegar þær koma saman, það er mín reynsla af kvennafundum, kvennaráð- stefnum eða þegar ég hitti vinkonur mín- ar. Það þarf kvennaframboð á meðan launamismunur, kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi líðst í samfélaginu. Í öðru lagi ættu konur að skoða sín mál í ljósi hrunsins, það hefur verið kallað banka- hrunið eða hrun kapítalismans en í raun- inni ætti að kalla það karlahrunið. Samt er það svo að margar konur sem sitja í skilanefndum þiggja milljónir að launum á meðan kynsystur þeirra standa í biðröð til að fá mat og brýnustu nauð- synjar. Það þarf að skoða hvort við getum byggt upp jafnréttisþjóðfélag hér á Íslandi, látið smæðina vinna með okkur. Á sama hátt verður að skoða hvort við getum notað auðlindir okkar á frumlegan hátt, ræktað rósir í staðinn fyrir að framleiða ál, eða leyft hverunum að hvísla í friði. Stórfyrirtæki sem standa jöfnum hönd- um í stríði og virkjanagerð hafa haft forgang að vatnsafli og jarðvarma á meðan gróð- urhúsin standa dimm og ljóslaus. Hver er rétti vettvangurinn fyrir konur að breyta þessu; smygla sér inní menninguna eða listirnar? Á þeim bæ er reyndar him- inhrópandi ójafnrétti, kaldhæðnislegt í ljósi kröfu listamannsins um „frelsi listarinnar“. Hvað með Alþingi, er það gömul úrelt valdastofnun sem hefur misst völd sín til viðskiptalífsins? Eiga konur að flykkjast í viðskiptalífið og breyta hlutunum þaðan? Eða gætum við flikkað uppá Alþingi með nýju framboði, vinkvennaframboði. Ég hringdi einmitt í vinkonu mína til að spyrja út í launamismuninn. Hún sagði ef miðað væri við vinnutímann 9-5 fengju konur 65% af launum karla. Það þýðir að konur gætu hætt að vinna klukkan 14.25 – þá eru þær búnar að vinna fyrir laununum sínum. Það er þá spurning um að stofna Ljóskuframboðið því hverjar aðrar en ljós- kur vinna í sjálfboðavinnu til klukkan fimm. Skoðum Vinkvennaframboð. Til að sjá hverja konu sem vinkonu sína því að ójafn- réttið sundrar konum, og þær sjá ekki heildarmyndina. MEÐ Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur Er kominn tími á nýtt kvennaframboð? Það þarf kvenna- framboð á meðan launamismunur, kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi líðst í samfélaginu Ég held að ég ætti til dæmis erfitt með að ná saman um málefni og að- ferðir við stall- systur mínar af vinstri vængnum þótt við séum sammála um eitt- hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.