SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Qupperneq 33
26. september 2010 33 berja mann og ræna. En hér er ég nokkuð örugg,“ segir hún, lítur suður Aðaldalinn og hlær. Ævintýralegt lífshlaup Öryggi hefur ekki alltaf verið tryggt á litríkri og ævin- týralegri ævi Lillu Rowcliffe. Sökum ótta við að þeim yrði rænt, gengu hún og systir hennar til að mynda ekki í barnaskóla heldur var þeim kennt heima, þar sem þær ólust upp við mikla auðlegð. „Faðir minn naut nefnilega mikillar velgengi í við- skiptum, hann átti sér því öfundarmenn,“ segir Lilla þegar hún útskýrir einangrun þeirra systra í uppeldinu. Óhætt er að segja að faðir hennar, Sir Henri Deterding, hafi verið umsvifamikill í viðskiptum. Hann var einn mesti áhrifamaður olíuheimsins á fyrri hluta 20. aldar, kallaður „Napóleón olíunnar“, annar stofnenda og aðal- eigenda Royal Dutch - Shell olíufélagsins, og talinn ein- hver efnaðasti maður í heimi á sínum tíma. Móðir Lillu, Lydia Pavlovna Koudoyarov, var rússnesk og hafði verið við rússnesu keisarahirðina eftir aldamótin þar sem hún kynntist meðal annars munkinum Raspútín, sem hún talaði ekki vel um. Móðirin var eitthvert mesta sam- kvæmisljón Lundúnaborgar. „Hún var mjög glæsileg kona en vonlaus móðir, sú versta,“ segir Lilla og glottir. „Ég leit frekar á hana sem kvikmyndastjörnu en móður mína, þar sem hún klæddist loðfeldum sínum, með Car- tier-nælur, risastóra demanta og perlur,“ segir hún. Eftir andlát föðurins í Sviss árið 1936, en dæturnar Lilla og Olga voru þá í skóla í Þýskalandi þar sem Sir De- terding hafði kvænst þýskum ritara sínum og vann með nasistum, tók hálfbróðir stúlknanna þær með sér yfir til Englands, þar sem þær voru aldar upp að miklu leyti hjá fjarskyldum ættingjum og í stórum heimavistarskólum. Þegar skólagöngu Lillu lauk, í miðri síðari heimsstyrj- öldinni, starfaði hún sem aðstoðarkona fallhlífarher- manna, meðal annars í Orkneyjum, og sá um að brjóta saman fallhlífar. Eftir stríðið giftist hún síðan þeim fyrsta af þremur eiginmönnum sínum. „Hann var svo leiðinlegur að við skildum,“ segir hún hlæjandi. Eiginmennirnir urðu tveir til en báðir létust, og það var henni mikil raun. Þegar Lilla var um fimmtugt lést Olga systir hennar einnig af slysförum, en þær voru mjög nánar. „Ég missti því á nokkrum árum þrjá ástvini, það var erfitt og mér leið mjög illa á þeim tíma,“ segir Lilla. Það var þá sem hún byrjaði að veiða, og svo er að heyra að veiðin hafi hjálpað þessari lífsglöðu konu að finna lífsneistann að nýju. Þess má geta að Lilla Rowcliffe á sex börn og sautján barnabörn. Stórlaxinn í Skotlandi Þegar Lilla var um fimmtugt og hafði á sex árum misst systur sína og tvo eiginmenn, þáði hún boð vina um að koma með þeim til laxveiða í ánni Spey í Skotlandi. Hún segir að sjálfsálitið hafi verið af skornum skammti á þeim tíma og ekki styrktist það þegar hún mætti afar leiðinlegu viðmóti á árbakkanum. „Þarna voru allir þessir fagmannlegu veiðimenn sam- an komnir en ég bara með mína einu stöng og eitt flugu- veski. Leiðsögumaðurinn hugsaði greinilega með sér að ég væri vonlaus og hann hafði rétt fyrir sér! Karlarnir flýttu sér á alla góðu staðina en ég gekk til leiðsögu- mannsins og spurði hvort ég mætti ganga upp með ánni og kasta þar. „Það fær enginn neitt þarna upp frá, þetta er enginn veiðistaður,“ sagði hann. Ég var ekkert að segja honum að ég hefði séð fisk bylta sér þar, heldur rölti bara þangað upp eftir og fram á bakkann. Ég kunni eiginlega ekkert að kasta þá, kom línunni einhverja tíu metra út, en tók þrjú köst og laxinn var á. Ég vissi í raun ekkert hvað ég átti að gera. Ég hafði bara veitt fimm laxa áður en var alltaf sagt að halda stönginni upp og ég gerði það. Síðan gerðist ekkert í nokkurn tíma. Þá kallaði ég: „Ég held ég sé með fisk!“ „Það er líklega fast í botni eða þú hefur krækt í trjá- bol,“ var svarið.“ Lilla hlær. „En ég beið,“ segir hún. „Í dag myndi hjartað berjast svo í brjósti mér ef ég setti í svona fisk, en þarna beið ég og fylgdist með fuglunum í trjánum og náttúrunni í kringum mig, og stöngin var í keng. Loks synti laxinn af stað, hægt og rólega og ég gekk bara með honum. Af og til stoppaði hann. Ég held að sú staðreynd að ég var ekkert alltof spennt hafi seytlað gegnum línuna til fisksins, því ég var svo róleg. En eftir svona hálfa klukkustund var ég komin með fiskinn niður í hylinn þar sem allir hinir voru – og þar velti laxinn sér. Þá tóku menn við sér! Ég var svo heppin að taumurinn kræktist aftan við tálknin og það hjálpaði mér við að ná laxinum inn. Ég bakkaði og dró hann að landi og einhver kom með háf. Ég sá ekki laxinn því ég var hátt uppi á bakkanum og fannst allir þarna vera á móti mér. Þegar maður er bugaður af sorg og eftirsjá, eins og ég var á þessum tíma, þá hverfur sjálfsálitið og öryggið – ég var ekki stjórnsöm þá eins og ég er núna – en ég kallaði til fylgdarmannanna sem bogruðu yfir lax- inum: „Hvað eruð þið að gera við fiskinn minn?“ „Fjandinn sjálfur, hann er svo stór að við komum honum ekki í háfinn!“ svöruðu þeir.“ Hún brosir. „Lax- inn var hrikalegur. Þvílík stærð. Ég er með hann upp- stoppaðan uppi á vegg heima. Nú veit ég meira um stangveiði en þá, en ég get enn ekki trúað að ég hafi veitt þennan lax. Hann var 45 pund og þrjár únsur. Sá stærsti sem hefur veiðst í ánni Spey. Morgunblaðið/Einar Falur Lilla Rowcliffe og Árni Pétur Hilmarsson fylgdarmaður hennar á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, með fallega hrygnu sem hún veiddi á Lönguflúð á lognkyrru ágústkvöldi. „Ég hef aldrei verið góður kastari en hef verið heppin hvað það varðar að ég hef veitt marga stóra fiska,“ segir hún.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.