SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 13
26. september 2010 13 Þ egar Daniel Ellsberg lak Penta- gon-skjölunum í bandaríska fjölmiðla og afhjúpaði hinn raunverulega gang Víetnam- stríðsins varð gríðarlegt uppnám. Ellsberg var stimplaður svikari, en andstæðingum stríðsins fannst komin staðfesting á því, sem þeir höfðu haldið fram alla tíð. Saga Ellsbergs er sögð í myndinni The Most Dangerous Man in America, sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð. Judith Ehrlich og Rick Goldsmith gerðu myndina. Ehrlich er nú stödd hér á landi og segir að margt hafi búið að baki því að hún ákvað að gera mynd um sögu Daniels Ellsbergs. „Við vorum komin út í tvö stríð, sem kölluðust mjög á við Víetnam,“ segir hún og á við Afganistan og Írak. „Lygar komu okkur út í yfirstandandi stríð og saga Pentagon-skjalanna er um lygar forseta og hvernig stríð er óhjá- kvæmilegt í því kerfi, sem við búum við. Það er mjög lítil hvatning til að stöðva stríð, en mikil hvatning til að hefja stríð.“ Þegar Ehrlich talar um óhjákvæmileika stríðs segist hún eiga við skörun hernaðar og iðnaðar í Bandaríkjunum. Blygðunarlaust sneitt hjá sannleikanum „Hún skapar tilefni,“ segir hún. „Fólkið, sem er við völd, hagnast á stríði, en því miður ekki á friði. Þeir, sem segja fyrir verkum eiga mikla hagsmuni í stríðsvél- inni.“ Ehrlich segir að aðdragandinn að Íraksstríðinu hafi kveikt í sér. „Það var svo blygðunarlaust sneitt hjá sannleik- anum og fjölmiðlar tóku þátt í að halda sannleikanum frá almenningi. En stund- um er auðveldara að segja sögu með því að styðjast við sagnfræðina. Það er auðveld- ara að líta aftur en að horfa beint í sólina og þá getur maður áttað sig á að þetta hef- ur gerst áður.“ Ehrlich byrjaði ekki að vinna að mynd- inni fyrr en 2005. Ellsberg hafði ekki vilj- að koma að gerð myndar um sögu sína fyrr vegna þess að hann var að vinna að bók, Secrets, sem kom út 2002. Ellsberg kemur fram í myndinni ásamt 32 einstaklingum, sem tengjast sögu hans. „Margir höfðu áhrif á Ellsberg og við vild- um endurspegla það,“ segir hún. „Það þurftu margir að ýta á hann til að færa hann úr hlutverki hauksins og herfræð- ings í að rísa upp gegn stríðinu.“ Ehrlich kveðst viss um að margir af samstarfsmönnum Ellsbergs hafi haft sín- ar efasemdir, en ekkert gert. „Í mínum huga er myndin um hugrekki. Hann talar í myndinni um fórnina, sem hann þurfti að færa, en ég held að hann sjái ekki eftir neinu, nema þá helst aðganginum að upp- lýsingum, að vera ekki lengur innan- búðar,“ segir hún hlæjandi. Ehrlich segist hafa velt fyrir sér áhrif- unum af uppljóstrunum Ellsbergs. „Hann var viss um að allir myndu lesa skjölin og fólk myndi sjá að stjórnvöld hefðu haft rangt fyrir sér og rísa upp,“ segir hún. „En svo var Nixon endurkjörinn með sögu- legum meirihluta. Hlutirnir breytast þó ekki á einni nóttu. Fólk þarf að meðtaka þá. Svo komst upp um innbrotið í Water- gate. Í myndinni er rakið hvernig inn- brotið í skrifstofu Lewis Fieldings, sál- fræðings Ellsbergs, reyndist slóðin, sem leiddi inn í Hvíta húsið, á meðan ekki hefði verið hægt að rekja innbrotið í Wa- tergate til Hvíta hússins og hægt hefði verið að skrifa það á reikning full- kappsamra repúblikana. Ljóst var að Nix- on fyrirskipaði innbrotið á stofu lækn- isins.“ Heimildamynd um Wikileaks Áhugi Ehrlich hefur nú beinst að Wiki- leaks og hún hefur þegar rætt við Kristin Hrafnsson fréttamann og Birgittu Jóns- dóttur um það efni. Nú er hún að reyna að fá Julian Assange, forsprakka Wikileaks, til samstarfs. Þúsundir bandarískra leyni- skjala um hernaðinn í Afganistan voru birtar hjá Wikileaks í sumar. „Dan segir sjálfur að Bradley Manning sé fyrsti uppljóstrarinn – meinti – í 40 ár, sem hefur lekið skjölum í líkingu við það sem hann gerði sjálfur og verið tilbúinn að taka afleiðingunum. Fyrir mér er hug- rekkið til að bjóða kerfinu byrginn og taka rétt almennings til að fá að vita hlutina fram yfir eigin hag og öryggi lykilatriði. Því finnst mér einnig íslenska frumkvæðið um verndun tjáningar- og upplýs- ingafrelsis mjög mikilvægt. Ég hef kannað það mál og í mínum huga er það kannski mikilvægast að hafa skoðað fordæmin, tekið bestu dæmin um málfrelsi og gagn- sætt stjórnarfar og farið yfir það hvernig hið nýja fjölmiðlaumhverfi getur þjónað fólkinu og sannleikanum.“ Ehrlich segir að bera megi lekann á Pentagon-skjölunum og skjölunum um Afganistan saman að mörgu leyti. „Ég tók þátt í mótmælunum gegn Víet- nam-stríðinu á sínum tíma,“ segir hún. „Við töldum okkur vita það sem síðan kom fram í Pentagon-skjölunum, en við höfðum ekki skjölin til að staðfesta það. Ég held að það sama eigi við um lekann á Wikileaks, hann staðfestir það, sem í raun var vitað. Ég held að Bradley Manning hafi ekki haft aðgang að jafnmiklum leynd- arskjölum og Dan Ellsberg. Eins og hann útskýrir í myndinni eru mörg leyndarstig og hann birti ekki þau skjöl, sem mest leynd hvíldi yfir, aðeins það, sem hann vissi að var öruggt að birta. Ég held að Manning hafi ekki haft þekkinguna til að gera þann greinarmun og Wikileaks hafi ekki haft sömu þekkingu og The New York Times. Þess vegna held ég að þeir hefðu getað farið varlegar. Það sem þau gerðu var frábært og hugrakkt, en færri síður hefðu gert sama gagn og ekki gefið sama færi á þeim. Það var ljóst að það myndi hitna undir Wikileaks við birt- inguna og ég sagði við Ellsberg að hann væri sennilega sá eini, sem vissi hvað Juli- an Assange væri að ganga í gegnum. Hann sagði að það væri sennilega rétt og þegar ég spurði hvort hann fengi of harða með- ferð sagði hann á móti: Hvernig heldur þú að þeir hafi farið með mig? Ég var kallaður landráðamaður og hótað lífláti. Það má gera ráð fyrir að reynt verði að fella menn eins og Ellsberg og Assange.“ Hún segir að viðbrögð bandarískra stjórnvalda við Wikileaks segi sína sögu. „Þeir eru búnir að stofna nýja deild með 120 manns til að vega að Wikileaks.“ Mynd um hugrekki „Það er auðveldara að líta aftur en að horfa beint í sólina og þá getur maður áttað sig á að þetta hefur gerst áður,“ segir Judith Ehrlich, annar leikstjóra mynd- arinnar The Most Dangerous Man in America, sem sýnd er á kvikmyndahátíð. Karl Blöndal kbl@mbl.is Daniel Ellsberg var að verki fyrir daga minnislykla. Daglega laumaðist hann framhjá öryggisvörðum með hluta af hinum leynilegu Pentagon-skjölunum, sjö þúsund síður alls, af skrifstofu sinni og ljósritaði út í bæ. Judith Ehrlich gerði myndina um Daniel Ellsberg: „Fólkið, sem er við völd, hagnast á stríði.“ Morgunblaðið/RAX Bandarískir fjölmiðlar voru lengi að taka við sér í Víetnamstríðinu og voru lengi framan af ógagnrýnir á skýringar stjórnvalda. Svipað var uppi á teningnum í aðdraganda Íraksstríðs- ins þegar umræðan um gereyðingarvopnin stóð sem hæst og fréttaflutningur af innrás- inni í Írak. „Ég held að það hafi verið snjallt að leyfa blaðamönnum að fylgjast með eins og þeir væru hluti af hersveitunum,“ segir Ju- dith Ehrlich. „Fyrir vikið eru jafnvel þeir, sem vilja tala hreint út, svo þakklátir hermönn- unum, sem gæta lífs þeirra, að þeir myndu aldrei segja neitt neikvætt um hvernig stríðið er háð. Þeir eru orðnir hluti af stríðinu og þá skortir hina nauðsynlegu fjarlægð. Í Víetnamstríðinu sáum við hermenn deyja fyrir augum okkar á hverju kvöldi í sjónvarpi. Nú sést slíkt aldrei, líkkisturnar fá ekki einu sinni að sjást. Þetta stríð hefur verið alger- lega dauðhreinsað. Þess utan er engin her- skylda. Ég þekki engan, sem er að berjast, og veit ekki hvaðan hermennirnir koma – ekki úr mínu hverfi. Þegar ég var í háskóla var helmingurinn af samstúdentum mínum kvaddur í herinn og við stóðum á háskólalóð- inni og biðum eftir að tilkynnt yrði að hverjum röðin kæmi næst.“ Blaðamenn í stríði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.