SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 17
26. september 2010 17 Föstudagur kl. 05:07 Gamla hjartað hefur verið fjarlægt. Hjartalokan sýnileg. Föstudagur kl. 05:05 Gamla hjartað tekið úr Kjartani. Nýja hjartað komið í hús og væntanlegt á hverri mínútu. Föstudagur kl. 05:33 Nýja hjartanu komið fyrir og saumað við æðarnar. Föstudagur kl. 06:02 Hjartað byrjar að slá í Kjartani. Föstudagur kl. 05:24 Nýtt hjarta í kælipoka. Bráðum fer það að slá. vita. Þetta gekk hratt fyrir sig, en við vorum tilbúin með vegabréf, peninga og grófa fatnaðinn – helstu undirstöðurnar. Við þurftum bara að tína til þetta dag- lega, hleðslutæki, tannbursta og tannkrem.“ Kjartan sagði í samtali við Sunnudagsmoggann fyrir hjartaígræðsluna, að hann gætti sín að skuldbinda sig aldrei, því ef síminn hringdi, þá gæti hann ekki staðið við það. En blaðamaður stríðir honum á því, að hann hafi verið búinn að setja þau skilaboð á fésbókina, dag- inn sem hann flaug utan, að hann ætlaði á leik með KR um kvöldið. „Já, og ég átti von á þremur sem ætluðu með mér á leikinn,“ segir hann og hlær. „Það fréttu reyndar tveir að ég kæmist ekki á leikinn, en sá þriðji kom og bankaði húsið utan. Þetta er svona, ef maður lofar einhverju, þá verður maður að svíkja það. Ég var daginn áður búinn að ganga frá bókun á akstri frá Ferðaþjónustu fatlaðra á Reykjalund frá og með næsta mánudegi, en dró það til baka. Þetta gerist alltaf svona. Það er ekki fyrr en maður gerir áætlanir um framtíðina, sem framtíðin er tekin af manni. Ef maður er búinn að lifa klukkutíma fyrir klukkutíma í nítján vikur, þá kemur að því að maður bókar sig út daginn.“ Hann bætir við eftir augnabliksþögn: „Svo má líka koma fram, að það er fyrir okkur sjúk- lingana agalegt og erfitt að vita af ættingjum og vinum, sem bíða frétta látlaust, alla daga, alltaf. Við reynum að uppfæra upplýsingarnar eins mikið og við getum, en í raun eru að minnsta kosti til tvö svör við hverri spurn- ingu. Það vilja allir fá svar við því, hvað ef þetta eða hitt, fá að vita möguleikana, en temja jafnframt sér að nýta jákvæða svarið og það er það sem við höldum á lofti. Svo þegar koma krappari beygjur, þá er alltaf erfiðara að segja til. Og þegar maður reynir að miðla upplýsingum í litlu skeyti, þá er illmögulegt að vera með lærðan fyr- irlestur – hagtölur um ef þetta, þá hitt. Það myndi hvort eð er enginn nenna að lesa þá ritgerð!“ Og hann neitar því að hafa verið stressaður fyrir að- gerðina. „Ég var alveg rólegur. Það var svo mikið að gera síðasta hálftímann eftir að við komum út. Ég náði ekki að festa hugann við neitt. Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í, en jafnframt að ég gæti ekkert gert fyrir að- gerðina sem myndi breyta neinu, nema bara vera róleg- ur – og síðan tæki úrvinnslan við eftir aðgerðina. Og það var ekki alfarið heldur í mínum höndum. Þetta er það sem reynslan hefur kennt mér.“ – Hvað var það síðasta sem þú manst? „Þá var ég að segja svæfingarlækninum góð úrslit úr íslenska fótboltanum, að KR hefði unnið Fylki 4-1. Þá kviknuðu möguleikar á að KR yrði meistari, en nú er búið að slökkva þá. En þeim tekst ekki að slökkva á mér. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.