SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 10
10 26. september 2010
É
g ætla ekki að minnast einu orði á landsdóm og þær deilur
sem nú standa á Alþingi um hugsanlega ráðherraábyrgð í
þessum pistli. Ég ætla að vera á jákvæðu nótunum, bara á
þeim, enda hef ég verið spurð að því hvort ég hafi aldrei
tilefni til þess að skrifa eitthvað jákvætt.
Ég ætla að leyfa mér að fjalla um frammistöðu míns liðs í sumar,
meistaraflokks Víkings í fótbolta. Víkingur vann 1. deildina sl. laug-
ardag og leikur þess vegna í úrvalsdeild að ári.
Það er okkur Víkingum mikið fagnaðarefni. Meira að segja sam-
einuðumst við Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar
margumræddu, í gleðinni á vellinum í Víkinni sl. laugardag, þegar
Víkingar lögðu lið HK að velli með
3-1-sigri, mjög svo verðskuld-
uðum.
Sannast sagna hefur það verið
afskaplega ánægjulegt að fylgjast
með Víkingum í sumar. Ég hef
mætt á alla leiki félagsins nema
tvo.
Vissulega hafa skipst á skin og
skúrir, en skinið hefur þó verið
mun meira, eins og lokatölur
segja til um.
Það er margt sem er ánægjulegt
við frammistöðu Víkinga í sumar. Í
fyrsta lagi er aðstaða félagsins í Vík-
inni í Fossvogsdal svo glæsileg orð-
in að hún hæfir bara úrvalsdeild-
arliði. Þeir eru margir Víkingarnir í
gegnum tíðina, sem hafa lagt hönd
á plóginn við uppbyggingu þessarar
glæsilegu aðstöðu, vallanna, stúk-
unnar, félagsheimilisins og íþrótta-
salarins.
Í öðru lagi hafa stuðningsmenn Víkings sýnt stuðning sinn í verki
með því að mæta á völlinn og hvetja sína menn. Liðsmenn Víkings
hafa margsinnis sagt í sumar að þeir litu á okkur stuðningsmenn
sína sem tólfta leikmanninn og hygg ég að það séu engar ýkjur. Mig
langar sérstaklega að nefna einn hóp sem hefur verið iðinn við að
mæta, en það er fjórði flokkur karla í fótbolta Víkings. Þessir ungu,
glöðu, prúðu og flottu strákar hafa verið til hreinnar fyrirmyndar á
leikjunum. Þeir mæta saman, klæddir Víkingstreyjum, eru með
undirbúin stuðningsslagorð á hreinu, hrópa, kalla og hvetja sína
menn áfram, en eru alltaf prúðmennskan uppmáluð. Enginn dóna-
skapur í garð andstæðingsins þar á ferð, heldur íþróttamannsleg og
prúðmannleg framkoma í hvívetna, þannig að við Víkingar sem
eldri erum höfum fyllst stolti og bjartsýni hvað varðar framtíð þessa
ágæta félags, sem nú er 102 ára gamalt.
Þá vil ég nefna liðið sjálft. Flestir leikmannanna eru ungir og efni-
legir, aldir upp í félaginu og eru nú að uppskera árangur erfiðisins.
Vitanlega eru einstaka leikmenn meira en efnilegir. Þeir eru bara
þegar orðnir góðir, en margir strákanna eru fækkir á árunum 1988
til 1990, þannig að þeir eiga vonandi mörg góð og árangursrík fót-
boltaár framundan.
Í bland eru svo reynsluboltar eins og Helgi Sigurðsson, sem ólst
upp í Víkingi, fór svo utan í atvinnumennsku, er nú kominn aftur til
síns uppeldisfélags og hefur svo sannarlega sýnt það í sumar, að þótt
hann sé 36 ára gamall á hann heilmikið eftir á vellinum. Annar
reynslubolti, Daníel Hjaltason, sem er að vísu aðeins 32 ára gamall,
leikur nú einu sinni þannig knattspyrnu, að það er oftast hrein unun
að horfa á leik hans og knattmeðferð.
Marteinn Briem sprakk út eins og rós, þegar líða tók á sumarið;
Þorvaldur Sveinn Sveinsson lauk vertíðinni sl. laugardag með því að
skora tvennu. Frábært hjá honum. Viktor Örn Guðmundsson, láns-
maður frá FH, hefur staðið sig með mikilli prýði í allt sumar. Horn-
spyrnur hans og fríspyrnur eru stórhættulegar og vona ég svo sann-
arlega að hann sé kominn til að vera. Dofri Snorrason, lánsmaður frá
KR, gerði sömuleiðis góða hluti á meðan hann var með félaginu en
KR innkallaði hann aftur til sín á lokasprettinum í úrvalsdeild.
En að megninu til eru strákarnir okkar í Víkingi uppaldir hjá fé-
laginu og það er ekkert fararsnið á þeim núna úr röðum félagsins,
því mér skildist sl. laugardag á þeim, að þeir hlökkuðu til þess að fá
að spreyta sig í úrvalsdeild að ári.
Við stuðningsmenn þeirra hlökkum líka til að fylgjast með þeim
og hvetja til dáða.
Víkingar í
vígahug
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fölskvalaus Víkings-fögnuður.
’
Þessir ungu,
glöðu, prúðu og
flottu strákar
hafa verið til hreinn-
ar fyrirmyndar á
leikjunum
7:07 Dagurinn gat ekki byrj-
að verr. Eiginkonan leggur fram
hljóðupptöku frá nýliðinni nótt
sem sönnunargagn í „Stóra
hrotumálinu“. Þó ljós í myrkr-
inu að sárið á fæti Þóru, 7 ára,
er betra í dag en í gær – sú
stutta datt í skólanum í gær og
um fátt annað rætt.
8:28 Skunda með Gunnsa, 4
ára, í leikskólann. Mikill
spenningur á þeim bæ þar sem
Vesturborg á að koma í heim-
sókn í Þjóðleikhúsið á Sögu-
stund seinna um daginn (nei,
þetta var ekki planað fyrir
greinina!).
9:00 Vinnudagurinn hefst á
vikulegum skipulagsfundi. Allir
deildarstjórar mættir. Aðal-
umræðan snýst um nýsamda
mannauðsstefnu leikhússins því
að hér á að vera gott að vinna!
10:02 Næsti fundur. Komið
að lokasprettinum við gerð 60
ára afmælismyndar sem Jón
Karl Helgason er að filma. Ís-
landsklukkan er hryggj-
arstykkið í myndinni og nú þarf
t.d. að ná lifandi myndum af
Benedikt Erlingssyni í hlutverki
Arnas Arnæusar en hann stekk-
ur í hlutverkið í nokkrum sýn-
ingum.
11:15 Kíkti inn á æfingu á
Finnska hestinum. Leikararnir
fóru á kostum – en engu að síð-
ur tókst mér að stela senunni
þegar síminn minn glumdi yfir
salinn. Læddist út við litlar vin-
sældir.
12:58 Vesturborgarhóp-
urinn kemur askvaðandi yfir
portið í grænu vestunum sín-
um. Minn maður er hvort
tveggja í senn montinn og
feiminn þegar hann sér pápa
sinn. Mínum manni fannst
leikritið „alveg frábært“ en
viðurkenndi þó að hafa verið
dálítið smeykur við tröllkerl-
inguna.
15:05Sest niður með Núma
kokki til að ræða um veitingar
fyrir hópa sem koma á sýn-
ingar. Númi er snillingur í eld-
húsinu. Fyrir þá sem fá sér mat
í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir
sýningu á leikhúsferðin að vera
veisla fyrir bæði andann og
efnið.
16:15 Skaust upp á leik-
húsloft þar sem Fíasól galdraði
fram eina útvarpsauglýsingu –
ekki mikið mál fyrir snilling
eins og hana.
18:45 Mamma kemur í
þriðjudagsmat. Fjörugar um-
ræður yfir matnum og ekki síð-
ur uppvaskinu – þetta er eitt af
örfáum heimilum á landinu þar
sem ekki er uppþvottavél og
því praktíserað gamalt en sam-
ræðuhvetjandi verklag. Bíð allt-
af eftir því að Þjóðminjasafnið
hafi samband við okkur.
20:10 „Að duga eða drep-
ast“ er besti sjónvarpsþáttur í
heimi – eða það finnst okkur
Þóru allavega. Augun verða eins
stór og Sívali turninn í mestu
fimleikaspennuatriðunum.
23:30 Eftir að hafa leitað af
mér allan grun um að það séu
hljóðupptökutæki í svefn-
herberginu leggst ég á koddann
og segir ekki meira af mér þann
daginn.
Dagur í lífi Þóris Hrafnssonar, markaðs- og
kynningarstjóra Þjóðleikhússins
Morgunblaðið/Ernir
Hrotur og leikhúslíf
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn