SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Side 24
24 26. september 2010 G uðmundur Ólafsson, hagfræðingur, er þekktur fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar. Hann kennir stærðfræði og hag- fræði í Háskólanum á Bifröst og Háskóla Íslands og er auk þess tíður gestur í spjallþáttum fjölmiðla. Hann er fyrst spurður hvort hann telji að refisgleði sé of áberandi á Íslandi samtímans. „Ég held að refsigleðin hafi alltaf lúrt á bak við stein,“ segir hann. „Fólk er heiftúðugt vegna þess að það skilur ekki hvers vegna það er að missa eignir sínar, sem er oft því sjálfu að kenna, þótt að- stæður hafi vissulega hjálpað til. Menn sem eru að rannsaka aðstæður fólks sem stendur illa segja mér að þarna séu margir einstaklingar sem hafi reist sér hurðarás um öxl löngu fyrir hrun. Fólk hélt að það hefði meiri kaupmátt en það hafði og gengi krónunnar var alltof hátt. Svo kom að því að gengið hrundi og þá finnst mönnum að sökudólgarnir hljóti að vera þeir sem voru á vaktinni þegar gengið leiðréttist. Þess vegna vilja einhverjir ákæra Ingibjörgu Sól- rúnu og Geir Haarde, þetta væna fólk, fyrir hluti sem þau bera sáralitla ábyrgð á. Satt best að segja finnst mér hæpið að telja að þeir sem hafi stjórnað landinu síðustu tíu árin beri sök. Þeir gerðu í sjálfu sér ekki annað en þeir héldu að væri rétt. Þetta á við um flesta stjórn- málamenn. Það gagnrýndu þetta engir nema þá við Sigurður G. Tómasson og Þorvaldur Gylfason, menn fóru ekki að skrifa allar þessar fínu hrun- bækur fyrr en 2008 og síðar.“ Er hjarðhegðun áberandi í þjóðfélaginu? „Að sumu leyti er hjarðhegðun áberandi, en það er ekki endilega vegna kreppunnar. Miklu fremur stafar hjarðhegðun af því að tækifæri fólks til að Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Það þarf hugrakka menn Guðmundur Ólafsson fór ungur til Rússlands, sannfærður kommúnisti. Í dag segir hann mikilvægt að feta slóð hefð- arinnar og telur Guð vera brú milli manna. Í viðtali ræðir hann meðal annars um refsigleði, hugrakkan þingmann Sjálfstæðisflokksins og vonda skattastefnu stjórnvalda. ’ Satt best að segja finnst mér hæpið að telja að þeir sem hafi stjórnað landinu síðustu tíu árin beri sök. Þeir gerðu í sjálfu sér ekki annað en þeir héldu að væri rétt.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.