SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 22
Á
stundun jóga hefur notið vax-
andi vinsælda að undanförnu
en ekki eru mörg ár síðan þessi
forna lífsspeki ruddi sér til
rúms hér á landi. Einstaka leikskóli hefur
tekið upp jóga og nýtt sér spekina sem leið
til náms og lífsleikni. Leikskólinn Reyn-
isholt reið á vaðið í jógastarfi með börnum
hér á landi, en hann var formlega opnaður
árið 2005, undir stjórn leikskólastjórans,
Sigurlaugar Einarsdóttur.
„Frá því að skólinn var vígður hefur
hugmyndafræði jógafræðanna verið inn-
byggt í veggi skólans og mótað alla hans
starfsemi. Jóga er einstaklega hentug
námsleið að vinna með börnum, þau eru
svo liðtæk. Hugarróin og hreyfingin sem
fylgir jóganu veitir þeim vellíðan. Að
herma eftir dýrum og hlutum úr um-
hverfinu höfðar vel til þeirra og vekur upp
mikla kátínu. Um leið er jógaiðkun
skemmtileg leið til að auka víðsýni og
umhverfisvitund,“ segir Sigurlaug sem er
sjálf menntaður jógakennari.
Leikskólinn Reynisholt er á grænni
grein og rík áhersla er lögð á umhverf-
ismennt. Samhliða jógaiðkuninni eru
hollar neysluvenjur í hávegum hafðar og
leitast er við að hafa matinn úr lífrænu
hráefni og brauðin eru bökuð á staðnum.
Snerting og slökun
Börn hafa mikla þörf fyrir snertingu. Í
snertiæfingum verður nánd barna mikil,
þau þurfa að taka tillit hvert til annars,
virða tilfinningar og mörk um leið og
snertingin stuðlar að vellíðan og öryggi.
„Við leggjum ríka áherslu á snertinguna.
Við kennum þeim að snertingin sé ætíð á
forsendum einstaklingsins sem snertur er.
Sum börn þola litla snertingu og slíkt ber
að virða. Í jógaæfingum teikna börnin sól
með fingrunum á bakið á hvert öðru og
gefa félaga sínum tásunudd.“
Gildi slökunar í nútímasamfélagi verður
seint ofmetin. Unnið er bæði með snert-
ingu og slökun á Reynisholti, en rann-
sóknir sýna að ef unnið er markvisst með
þessa þætti megi vinna bug á streitu og
kvíða og um leið auka námsárangur
barna. „Tónlistin er mikið notuð sem tæki
til slökunar. Það hefur verið andlit hússins
að slökunartónlist taki á móti foreldrum
þegar þeir koma með börnin í leikskólann
á morgnana og einnig þegar þau eru sótt í
eftirmiðdaginn. Þetta er ein leið til þess að
staldra við frá amstri hversdagsins. Með
börnunum er tásunuddið og það að gefa
sól á bakið okkar helsta slökunarleið.“
Ævintýri þungamiðja í æfingum
Í leikskólanum starfar jógakennari sem
hefur alltaf eina stund á hverjum degi til-
einkuð jóga. „Þá förum við inn í sal og
röðum dýnum upp í stjörnu á gólfinu. Æf-
ingunum er iðulega fléttað inn í leiki og
sögur eða þeim búin umgjörð sem börn-
unum finnst áhugaverð. Byrjað er á að
Jóga sem leið
að lífsleikni
22 26. september 2010
Flest börn undir sex ára aldri eyða drjúgum hluta
dagsins á leikskólum. Unnur Stefánsdóttir,
frumkvöðull og stofnandi Heilsustefnunnar og
Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri á Reyn-
isholti, ræddu við Sunnudagsmoggann um
heilsueflingu í leikskólastarfi og gildi jóga sem
leið til náms- og lífsleikni.
Ingunn Eyþórsdóttir
Börnin læra
það sem
fyrir þeim
er haft
Á
undanförnum áratugum hafa
orðið róttækar breytingar á
leikskólastarfi hérlendis. Árið
1994 var leikskólinn skil-
greindur sem fyrsta menntunarstig
skólakerfisins. Starfsheitið fóstra var lagt
niður og heitið leikskólakennari var tekið
upp. Samhliða því fór menntun leik-
skólakennara fram á háskólastigi og
miklar breytingar hafa orðið á fræðasviði
þeirra síðan.
Starfsumhverfi leikskólans hefur
sömuleiðis tekið stökkbreytingum. Ís-
land hefur smám saman orðið að fjöl-
menningarsamfélagi og nú eru um 10-
15% barna í leikskólum landsins af er-
lendu bergi brotin. Orðræðan um
umhverfismennt hefur einnig verið
áberandi í þjóðfélaginu og leikskólar hafa
gegnt þar mikilvægu fræðsluhlutverki
með góðum árangri. Um 40% allra leik-
og grunnskóla í landinu flagga nú græn-
fánanum, sem er alþjóðleg viðurkenning
í þágu umhverfismála. Síðast en ekki síst
hefur umræðan um gildi heilsunnar verið
á allra vörum. Sífellt fleiri leikskólar
leggja áherslu á heilsusamlegt fæði,
hreyfingu og jóga. Það er öllum til hags-
bóta að leggja grunninn að góðum lífs-
háttum í æsku. Þá verður eftirleikurinn
auðveldari.
Fjölmargar stefnur í boði
Að ýmsu þarf að huga þegar barn er vist-
að á leikskóla. Valið er ekki einfalt og
ræðst til að mynda af efnahag foreldra,
sérstöðu barnsins, hvar barninu býðst
leikskólavist og hvort staðsetningin
henti. Margir leikskólar starfa í anda
hugmyndafræði Reggio Emilía og kenn-
ismiðsins Johns Dewey og allnokkrir
leggja kapp á myndlistar-, stærðfræði-
eða tónlistarmiðað nám. Jafnframt eru
hér starfandi nokkrir leikskólar undir
formerkjum Waldorf-uppeldisfræðanna.
Þrátt fyrir að uppeldisaðferðirnar séu
ólíkar er leikurinn ávallt hornsteinn að
starfinu og jafnframt helsta námsleið
barnsins. Hér verður fjallað um tvær inn-
lendar leikskólastefnur sem gengið hafa
skrefinu lengra og mótað sér töluverða
sérstöðu.
Heilsustefnan
Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri í
Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópa-
vogi, hafði frumkvæði að mótun heilsu-
stefnu fyrir leikskóla hér landi, en alls
hafa fjórtán leikskólar hlotið nafnbótina
heilsuleikskóli. Níu leikskólar til viðbótar
eru verðandi heilsuleikskólar, eða eru á
heilsubraut eins og það er kallað, en þeir
þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þess
að fá viðurkenninguna.
Markmið stefnunnar er að auka gleði
og vellíðan barna með áherslu á næringu,
hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Í
næringu er lögð áhersla á hollt heim-
ilisfæði þar sem markmiðið er að auka
grænmetis- og ávaxtaneyslu og að nota
fitu, salt og sykur í hófi. Við upphaf leik-
skólagöngu fær hvert barn Heilsubók
barnsins og gæðamatskvarði heilsustefn-
unnar er mikilvægt hjálpartæki til þess að
ná settum markmiðum. Einkunnarorð
heilsuleiksóla er „Heilbrigð sál í hraust-
um líkama“. Nánari upplýsingar má
finna á www.skolar.is
Hjallastefnan
Hugmyndasmiður og stofnandi Hjalla-
stefnunnar er Margrét Pála Ólafsdóttir.
Hún starfaði sem leikskólastjóri á Hjalla í
áratug og þróaði þar kenningar og náms-
skrá Hjallastefnunnar. Félagið rekur nú
átta leikskóla á grundvelli þjónustu-
samninga við sveitarfélög. Leik- og
grunnskólar Hjallastefnunnar starfa
sjálfstætt undir stjórn síns skóla- eða
leikskólastjóra. Þannig hefur hver skóli
sitt eigið andrúmsloft, en allir starfa þeir
að sameiginlegu markmiði og eftir sömu
námsskrá. Starfið byggist á sex meg-
inreglum, en sérstaða skólanna er m.a.
fólgin í kynjaskiptingu barna að hluta til
með kynjaskipta námsskrá að leiðarljósi,
skólabúningum til þess að efla liðsheild,
leikefnavið og einföldum námsgögnum
þar sem ýtt er undir sköpun og ímyndun
hvers barns. Efniviðirnir eru að mestu úr
náttúrulegum efnum og allir litir innan
dyra eru mildir jarðlitir.
Nánari upplýsingar má finna á
www.hjalli.is
íþróttastefnu en sá fljótt að það væri of
sérhæft. Úr varð að ég fékk hugdettu að
heilsustefnu með það að markmiði að
auka gleði og vellíðan barna, með áherslu
á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.
Hugsjónin er sú að þegar barn hreyfir sig
og nærist vel, þá spretti fram þörf til að
skapa.“
Heilsustefnan hefur verið í stöðugri
þróun í fjórtán ár en hugsjónin sem lagt
var upp með í upphafi hefur haldist
óbreytt.
Heilsubók barnsins
„Ég fékk til starfa þrjá kröftuga leik-
skólakennara og við tók stefnumótun,
markmiðssetning og skipulag á innra
starfi. Þetta starf leiddi til þróun Heilsu-
bókar barnsins sem hefur alla tíð síðan
verið veigamikill þáttur í starfinu. Við
upphaf leikskólagöngu fær hvert barn
Heilsubókina. Hún hefur að geyma út-
færð skráningarblöð varðandi ýmsar
upplýsingar um barnið. Skráð er heilsu-
far, hæð og þyngd, lífsleikni, samhæfing,
þekking á litum og formum, hopp, hlaup
og klifur, næring og svefn og færni í list-
sköpun. Skráningin fer fram að hausti og
vori og foreldrum er boðið í viðtal í kjöl-
farið. Skráningin er einstaklingsmiðuð og
gerir okkur kleift að fylgjast með þroska-
framvindu barnsins og er einnig tæki til
að upplýsa foreldra um stöðu þess í leik-
skólanum. Við reynslukeyrðum bókina í
tvö ár í Skólatröð áður en hún fór í dreif-
ingu. Á þessum tíma fórum við einnig í að
móta leiðbeiningar um notkun bók-
arinnar til þess að koma í veg fyrir mi-
U
nnur Stefánsdóttir, frum-
kvöðull og stofnandi Heilsu-
stefnunnar, hefur áratuga
reynslu af fag- og rekstr-
arþáttum leikskóla. Frá blautu barnsbeini
hefur hún lagt stund á íþróttir og lítur svo
á að íþróttaiðkun ásamt hollu mataræði
skipti höfuðmáli fyrir vellíðan og árang-
ur. „Ég er fædd og uppalin í sveit á Suð-
urlandi, þar ólst ég upp við mikla hreyf-
ingu, einkum hlaup og einfalt, hollt fæði.
Síðar gekk ég í Fóstruskóla Íslands og eft-
ir ýmis störf tengd leikskólastarfi og
stjórnun fór ég að kenna hagnýta upp-
eldisfræði við sama skóla. Ég furðaði mig
á því að uppeldisstefnur sem þá tíðkuðust
hérlendis voru erlendar og flestar úr
smiðju karlmanna. Kvenréttindakonan
kom upp í mér og ég ákvað að reyna að
leggja mitt að mörkum við mótun á ís-
lenskri uppeldisstefnu. Það fyrsta sem
mér datt í hug var að móta stefnu sem
félli að þeim lífsstíl sem ég hafði tileinkað
mér og hafði gert mér svo gott,“ segir
Unnur um kveikjuna að hugmynd
heilsustefnunnar.
Árið 1995 var auglýst eftir skólastjóra á
leikskólann Skólatröð í Kópavogi. Ári
síðar var leikskólinn vígður sem fyrsti
heilsuleikskólinn á Íslandi. Um síðustu
aldamót stækkaði skólinn og var starf-
ræktur í þremur byggingum með alls 143
börn og hlaut þá nafnið Heilsuleikskólinn
Urðarhóll og er hann enn starfandi sem
slíkur. „Í leikskólanum Skólatröð lágu
tækifærin, skólinn var lítill, með 34 börn
og mikið svigrúm gafst til þess að móta og
þróa hugmyndir. Fyrst ætlaði ég að þróa
Lengi býr að
fyrstu gerð
Betra samfélag