SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 26.09.2010, Blaðsíða 39
26. september 2010 39 haft tækifæri til að heimsækja hann ennþá en er sagt að hann sé afskaplega vel heppnaður. Markmiðið er að styðja við skólann til frambúðar og hann verður þarna eftir minn dag sem minnisvarði um vináttu og hlýhug íslensku þjóðarinnar í garð Kínverja.“ Skólinn er um sex hundruð fermetrar og hýsir yfir tvö hundruð nemendur á aldrinum sjö til þrettán ára. Gunnar Snorri Gunnarsson, þáverandi sendiherra Íslands í Kína, heimsótti skól- ann skömmu fyrir vígsluna og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kom þangað í sumar. „Þegar Össur var þarna þakkaði landstjórinn í Sichuan Íslend- ingum sérstaklega fyrir liðveislu þeirra við byggingu skólans. Það yljaði mér um hjartarætur en persónulega er mér mjög annt um samskipti Íslands og Kína. Horfi maður á stóru myndina hefur þetta litla framlag okkar í IBF vonandi stuðlað að aukinni velvild Kínverja í garð okkar Ís- lendinga. Ekki veitir af á þessum erfiðu tímum heima.“ Hjalti bendir á, að Kína sé stórveldi og eigi eftir að verða atkvæðamikið í alþjóða- samfélaginu á komandi árum og áratug- um. „Fyrir vikið er mikilvægt að eiga góð samskipti við Kínverja.“ Hjalti er með annan fótinn í Kína og hinn á Íslandi þessi og næstu misserin. Hann veit ekki hvernig búsetu hans verður háttað í framtíðinni en gerir fastlega ráð fyrir að verða mikið eystra. „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en virðing mín fyrir kínversku þjóðinni mun ekki dvína. Eftir dvölina hér veit ég hvað ég þarf og hvað ég þarf ekki. Maður þarf ekki Range Rover eða stórt hús til að lifa góðu lífi, fjölskyldan og vinirnir eru mikilvæg- ust að mínu mati. Það skiptir mestu máli að rækta kærleikann og samskipti við sína nánustu. Kína hefur kennt mér margt og það sem mér er efst í huga er nægjusemi. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur.“ Íslandsskóli vonar, Binghua Hope Primary School, í Huidong-héraði sunn- arlega í Sichuan. „Bing“ er kínverska hljóðtáknið fyrir ís. Reuters Hjalti Þorsteinsson innan um nemendur Íslandsskóla vonar sem hann hitti í ís- lenska skálanum á heimssýningunni í Sjanghæ. Þ að er áhugavert að velta fyrir sér hvort súkkulaði og kakó séu partur af íslenskum mat. Það er ansi mikil einföldun að svo sé ekki af því hráefnið finnist ekki á Íslandi. Kakósúpa og hrísgrjónagrautur með rúsínum eru nokk- uð sem allir geta verið sammála um að sé partur af okkar mat- armenningu þó svo hráefnið sé ekki upprunnið hér á landi. Heita súkkulaðið okkar Íslendinga er einstakt, hæfilega sætt, þunnt og vel heitt. Frakkar vilja það hins vegar volgt, frekar þykkt og dísætt, og Ítalir vilja hafa það volgt, svellþykkt og beiskt. Báðar þessar þjóðir ásamt Spánverjum líta á súkkulaði sem stóran part af sinni matarmenningu, þrátt fyrir að kakóbaunin sé upp- runalega frá Suður-Ameríku. Spánverjar komu fyrstir með kakóbaunina til Evrópu, fljótlega upp úr 1500, frá Mexíkó, en innflutningur hófst ekki fyrr en 70 til 80 árum seinna. Drykkur úr soðnum kakóbaunum, bragðbættur með ýmsu kryddi eins og vanillu, chili og hunangi, hafði þá verið þekkt- ur meðal Asteka í mörg hundruð ár. Drykkurinn var mikils metinn en eingöngu ætlaður fyrirmönnum, hermönnum og virtum gestum, en þar var kakóbaunin markaðsvara og nánast gjaldmiðill. Þangað má rekja uppruna enska orðsins yfir súkkulaði (cacao) en plantan heitir „theobroma cacao“ eða „fæða fyrir guðina“. Spán- verjar léku þetta eftir, en kakódrykkurinn þekktist ekki utan Spánar fyrr en eftir aldamótin 1600, fyrst á Ítalíu og síðan í Frakklandi um 60 árum seinna eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Lúðvíki fjórtánda. Þá spruttu upp kakóhús um alla Evrópu. Á átjándu öld datt Bretanum Hans Sloane í hug að sjóða kakóið í mjólk en ekki vatni, þessi uppskrift fór leynt lengi en komst síðar í hendur Cadbury-bræðra. Árið 1847 framleiddi enska fyrirtækið Fry and Sons súkkulaði í föstu formi sem líkist því sem við þekkjum í dag. Þrjátíu árum seinna bjó svissneski sælgætisframleiðandinn Daniel Piteter til mjólkursúkkulaði með niðursoðinni mjólk, nýrri uppfinningu landa síns Henris Nestlés. Ég var alveg heillaður á námsárum mínum þegar ég smakkaði fyrst súkkulaði með villibráð. Ef ég man rétt var það hjá Úlfari Finn- björnssyni, einum vinsælasta matarpenna okkar Íslendinga. Við kokkarnir sem tókum „fusion“-bylgjuna alvarlega og notuðum súkkulaði mikið í matargerð, annað en eftirrétti, töldum það ansi frumlegt. En það er eins og með margt annað í matargerðinni að flest hefur verið reynt, en löng hefð er fyrir súkkulaði í villibráðarréttum á Ítalíu og í Mexíkó hefur það lengi verið notað í kjöt- og kjúklinga- rétti. Hér á eftir gef ég uppskrift að skemmtilegum eftirrétti sem ég lærði á Ítalíu og vil minna á Matardagana sem standa nú yfir í Vetr- argarðinum í Smáralind. Þar kennir ýmissa grasa í íslenskri mat- armenningu. Heitur súkkulaðibúðingur Fyrir 10 til 12 1⁄3 dl mjólk 1½ dl rjómi 500 g konsum-suðusúkkulaði (Nói-Síríus) 8 egg 120 g sykur 230 g smjör Aðferð Setjið mjólk og rjóma í pott. Látið yfir vægan hita og bræðið súkku- laðið þar í. Látið kólna aðeins. Þeytið saman egg og sykur þar til það verður ljóst, létt og froðu- kennt. Þá er súkkulaðiblöndunni hrært út í og þessu blandað vel sam- an. Nuddið smjörinu (sem er við stofuhita) smátt og smátt saman við súkkulaðiblönduna með sleif. Geymið í kæli í 1-2 tíma áður en deigið er látið í smurðar „souffle“-- skálar og bakað í ofni við 180 gráður í 10-14 mínútur. Búðingurinn á að vera blautur í miðjunni. Matarþankar Friðrik V. Súkkulaði í öll mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.